Víkingur tryllti og stillti Jónas Sen skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Víkingur Heiðar Ólafsson flutti Goldberg tilbrigðin eftir Bach í Eldborg í Hörpu föstudaginn 16. febrúar. Jónas Sen Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“ Goldberg tilbrigðin eftir Jóhann Sebastian Bach, sem Víkingur Heiðar Ólafsson flutti í Eldborg í Hörpu á föstudagskvöldið, voru einmitt upphaflega samin fyrir sembal. Það er forfaðir píanósins, hljómborðshljóðfæri þar sem strengirnir eru ekki slegnir með hömrum, heldur plokkaðir með sérstökum mekanisma. Ekki er hægt að stjórna styrkleikanum með því að þrýsta missterkt á nóturnar, eins og þegar píanóið er annars vegar. Sembalsspil er því gjarnan býsna vélrænt. Ég man eftir tónleikum með Helgu heitinni Ingólfsdóttur þar sem hún lék Goldberg tilbrigðin á sembal. Tilbrigðin eru þrjátíu talsins, hvert þeirra í tveimur hlutum og á að endurtaka þá báða. Það er ekki alltaf gert, því þá tekur allt verkið hátt í einn og hálfan tíma. En Helga endurtók hvert og eitt tilbrigði samviskusamlega, og með fullri virðingu fyrir hæfni hennar og hæfileikum, þá varð maður brjálaður úr leiðindum. Möguleikar píanósins nýttir Píanóið býr yfir miklu meiri möguleikum hvað styrkleika og blæbrigði varðar, og Víkingur nýtti sér þá út í ystu æsar. Rétt eins og Helga endurtók hann allt, en endurtekningin var oftar en ekki töluvert öðru vísi en í fyrra skiptið. Dramatíska breiddin í flutningnum var því afskaplega mikil, bæði í styrkleika og hraða. Sumt var svo hratt og ákaft að það var eins og að verða vitni að flugeldasýningu. En annað var djúp hugleiðsla, eins og t.d. 25. tilbrigðið, Svarta perlan svokallaða, sem var óvanalega hæg og innhverf. Þá var bókstaflega eins og tíminn stæði kyrr. Víkingur tryllti mann því ekki bara heldur stillti líka. Tæknilega séð var leikurinn upp á tíu, hann var feilnótulaus, tær og glitrandi. Flæðið í túlkuninni var óheft og sannfærandi, og hápunktarnir sérlega áhrifamiklir. Bara gamalt dót? Rétt fyrir tónleikana sá ég á Facebook að einhver var að auglýsa tvo miða á tónleikana. Hann bað áhugasama um að senda sér skilaboð. Fúll náungi svaraði: „Til að horfa á einhvern spila gamalt dót á píanó? Og borga fyrir það. Afhverju?“ Nú skal ekki gert lítið úr skoðunum annarra, sem vilja kannski bara popp og uppnefna gamla meistarann Jóhann Sebastian Bjakk. En klassísk tónlist er ekki bara „gamalt dót.“ Hún er tímalaus og útópísk, felur í sér vonina um að tilteknar aðstæður geti orðið að einhverju öðru og meira. Í þannig tónlist getur ein lítil hending orðið að stórfenglegri sinfóníu. Umbreyting hins líkamlega Goldberg tilbrigðin eru frábært dæmi um þetta. Þau hefjast á aríu, sem þó er ekki sungin eins og vaninn er með aríur, heldur leikin á sembal eða píanó. Engu að síður er um söng að ræða, hástemmda sönglínu sem í sjálfu sér er afar fábrotin. En svo taka við þrjátíu tilbrigði sem ekki nokkur leið væri að syngja. Þar sem söngur er hin náttúrulega tónlistartjáning líkamans má segja að í Goldberg tilbrigðunum felist umbreyting hins líkamlega (aríunnar) í eitthvað sem er handan líkamans (tilbrigðin). Í hnotskurn er þetta trúin á að við séum meira en hold og blóð. Að við séum meira en útlit, nafn og kennitala. Að yfirborð og innra eðli sé ekki endilega það sama. Í þessum skilningi eru Goldberg tilbrigðin ekki „gamalt dót“ heldur stórkostlegt ævintýri. Tónleikarnir með Víkingi voru einmitt það; ferðalag um undursamlegar lendur sálarinnar, ætíð spennandi, þar sem allt mögulegt gat gerst og gerðist. Ljóst er að hinir neikvæðu misstu af miklu. Niðurstaða: Einfaldlega stórkostlegir tónleikar. Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Harpa Víkingur Heiðar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Goldberg tilbrigðin eftir Jóhann Sebastian Bach, sem Víkingur Heiðar Ólafsson flutti í Eldborg í Hörpu á föstudagskvöldið, voru einmitt upphaflega samin fyrir sembal. Það er forfaðir píanósins, hljómborðshljóðfæri þar sem strengirnir eru ekki slegnir með hömrum, heldur plokkaðir með sérstökum mekanisma. Ekki er hægt að stjórna styrkleikanum með því að þrýsta missterkt á nóturnar, eins og þegar píanóið er annars vegar. Sembalsspil er því gjarnan býsna vélrænt. Ég man eftir tónleikum með Helgu heitinni Ingólfsdóttur þar sem hún lék Goldberg tilbrigðin á sembal. Tilbrigðin eru þrjátíu talsins, hvert þeirra í tveimur hlutum og á að endurtaka þá báða. Það er ekki alltaf gert, því þá tekur allt verkið hátt í einn og hálfan tíma. En Helga endurtók hvert og eitt tilbrigði samviskusamlega, og með fullri virðingu fyrir hæfni hennar og hæfileikum, þá varð maður brjálaður úr leiðindum. Möguleikar píanósins nýttir Píanóið býr yfir miklu meiri möguleikum hvað styrkleika og blæbrigði varðar, og Víkingur nýtti sér þá út í ystu æsar. Rétt eins og Helga endurtók hann allt, en endurtekningin var oftar en ekki töluvert öðru vísi en í fyrra skiptið. Dramatíska breiddin í flutningnum var því afskaplega mikil, bæði í styrkleika og hraða. Sumt var svo hratt og ákaft að það var eins og að verða vitni að flugeldasýningu. En annað var djúp hugleiðsla, eins og t.d. 25. tilbrigðið, Svarta perlan svokallaða, sem var óvanalega hæg og innhverf. Þá var bókstaflega eins og tíminn stæði kyrr. Víkingur tryllti mann því ekki bara heldur stillti líka. Tæknilega séð var leikurinn upp á tíu, hann var feilnótulaus, tær og glitrandi. Flæðið í túlkuninni var óheft og sannfærandi, og hápunktarnir sérlega áhrifamiklir. Bara gamalt dót? Rétt fyrir tónleikana sá ég á Facebook að einhver var að auglýsa tvo miða á tónleikana. Hann bað áhugasama um að senda sér skilaboð. Fúll náungi svaraði: „Til að horfa á einhvern spila gamalt dót á píanó? Og borga fyrir það. Afhverju?“ Nú skal ekki gert lítið úr skoðunum annarra, sem vilja kannski bara popp og uppnefna gamla meistarann Jóhann Sebastian Bjakk. En klassísk tónlist er ekki bara „gamalt dót.“ Hún er tímalaus og útópísk, felur í sér vonina um að tilteknar aðstæður geti orðið að einhverju öðru og meira. Í þannig tónlist getur ein lítil hending orðið að stórfenglegri sinfóníu. Umbreyting hins líkamlega Goldberg tilbrigðin eru frábært dæmi um þetta. Þau hefjast á aríu, sem þó er ekki sungin eins og vaninn er með aríur, heldur leikin á sembal eða píanó. Engu að síður er um söng að ræða, hástemmda sönglínu sem í sjálfu sér er afar fábrotin. En svo taka við þrjátíu tilbrigði sem ekki nokkur leið væri að syngja. Þar sem söngur er hin náttúrulega tónlistartjáning líkamans má segja að í Goldberg tilbrigðunum felist umbreyting hins líkamlega (aríunnar) í eitthvað sem er handan líkamans (tilbrigðin). Í hnotskurn er þetta trúin á að við séum meira en hold og blóð. Að við séum meira en útlit, nafn og kennitala. Að yfirborð og innra eðli sé ekki endilega það sama. Í þessum skilningi eru Goldberg tilbrigðin ekki „gamalt dót“ heldur stórkostlegt ævintýri. Tónleikarnir með Víkingi voru einmitt það; ferðalag um undursamlegar lendur sálarinnar, ætíð spennandi, þar sem allt mögulegt gat gerst og gerðist. Ljóst er að hinir neikvæðu misstu af miklu. Niðurstaða: Einfaldlega stórkostlegir tónleikar.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Harpa Víkingur Heiðar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira