Lögmál leiksins: Svo virðist Klay ætla að sætta sig við þessa rullu af bekknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 23:01 Klay Thompson er í breyttu hlutverki. Alex Goodlett/Getty Images „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýnt var fyrr í kvöld. Að venju er leikurinn þannig að lögð er fram fullyrðing um NBA-deildina sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svör sín. „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýnt var fyrr í kvöld. Að venju er leikurinn þannig að lögð er fram fullyrðing sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svör sín. Líkt og svo oft áður var farið um víðan völl. Farið var yfir gengi Los Angeles Lakers og Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Þjálfaraskipti Milwaukee Bucks voru einnig til umræðu og þar kom í ljós að Giannis Antetokounmpo ræður öllu í Milwaukee. Þá var rætt hversu opin deildin er og hversu öflugt lið New Orleans Pelicans er. Lakers fer lengra en Warriors í úrslitakeppninni Tómas Steindórsson fékk þann heiður að svara fyrstur og þar stóð ekki á svörum: „Ósammála.“ „Leikjum síðustu 2-3 vikna. Eins og þetta Warriors-lið núna, þeir eru samt alltof gjarnir að tapa jöfnum leikjum en við sáum það á móti Los Angeles Clippers, þetta er orðið dálítið smurt finnst mér. Svo virðist Klay (Thompson) ætla að sætta sig við þessa rullu af bekknum. Hann er sár yfir því en ætlar að sætta sig við það og vera með. held það gæti hjálpað liðinu helling,“ sagði Tómas aðspurður á hverju hann byggði svar sitt. Klippa: Lögmál leiksins: Svo virðist Klay ætla að sætta sig við þessa rullu af bekknum „Held þau fari jafn langt, detti bæði út í fyrstu umferð. Held að Denver (Nuggets) slái út annað þessara liða og Minnesota (Timberwolves) slái út hitt,“ sagði Hörður Unnsteinsson um gengi þessara tveggja liða í úrslitakeppninni. Sem stendur eru Lakers og Warriors í 9. og 10. sæti deildarinnar sem þýðir að þau væru í umspil og gætu því ekki farið jafn langt. Það er ef þau enda í þeim sætum sem þau eru í núna. Báðir sérfræðingar voru hins vegar vissir um að annað af þessum liðum myndi skríða upp í 8. sæti fyrir úrslitakeppni og þau ljúki svo leik á sama tíma. Nánari röksemdafærslur – sem og skoðanir sérfræðinganna á öðrum fullyrðingum „Nei eða Já“ má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Barátta kynjanna: „Hún setti bara alvöru pressu á Steph Curry“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður fjallað um Stjörnuhátíð NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fór í Indianapolis um helgina. 19. febrúar 2024 16:01 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýnt var fyrr í kvöld. Að venju er leikurinn þannig að lögð er fram fullyrðing sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svör sín. Líkt og svo oft áður var farið um víðan völl. Farið var yfir gengi Los Angeles Lakers og Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Þjálfaraskipti Milwaukee Bucks voru einnig til umræðu og þar kom í ljós að Giannis Antetokounmpo ræður öllu í Milwaukee. Þá var rætt hversu opin deildin er og hversu öflugt lið New Orleans Pelicans er. Lakers fer lengra en Warriors í úrslitakeppninni Tómas Steindórsson fékk þann heiður að svara fyrstur og þar stóð ekki á svörum: „Ósammála.“ „Leikjum síðustu 2-3 vikna. Eins og þetta Warriors-lið núna, þeir eru samt alltof gjarnir að tapa jöfnum leikjum en við sáum það á móti Los Angeles Clippers, þetta er orðið dálítið smurt finnst mér. Svo virðist Klay (Thompson) ætla að sætta sig við þessa rullu af bekknum. Hann er sár yfir því en ætlar að sætta sig við það og vera með. held það gæti hjálpað liðinu helling,“ sagði Tómas aðspurður á hverju hann byggði svar sitt. Klippa: Lögmál leiksins: Svo virðist Klay ætla að sætta sig við þessa rullu af bekknum „Held þau fari jafn langt, detti bæði út í fyrstu umferð. Held að Denver (Nuggets) slái út annað þessara liða og Minnesota (Timberwolves) slái út hitt,“ sagði Hörður Unnsteinsson um gengi þessara tveggja liða í úrslitakeppninni. Sem stendur eru Lakers og Warriors í 9. og 10. sæti deildarinnar sem þýðir að þau væru í umspil og gætu því ekki farið jafn langt. Það er ef þau enda í þeim sætum sem þau eru í núna. Báðir sérfræðingar voru hins vegar vissir um að annað af þessum liðum myndi skríða upp í 8. sæti fyrir úrslitakeppni og þau ljúki svo leik á sama tíma. Nánari röksemdafærslur – sem og skoðanir sérfræðinganna á öðrum fullyrðingum „Nei eða Já“ má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Barátta kynjanna: „Hún setti bara alvöru pressu á Steph Curry“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður fjallað um Stjörnuhátíð NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fór í Indianapolis um helgina. 19. febrúar 2024 16:01 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Barátta kynjanna: „Hún setti bara alvöru pressu á Steph Curry“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður fjallað um Stjörnuhátíð NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fór í Indianapolis um helgina. 19. febrúar 2024 16:01