Arftaki Hodgson kynntur til leiks rúmum tveimur tímum fyrir leikinn mikilvæga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 19:00 Nýr þjálfari Crystal Palace. EPA-EFE/FILIP SINGER Þrátt fyrir að það sé leikur í kvöld hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace þá hefur athyglin öll verið á skrifstofu félagsins. Nýr þjálfari hefur verið tilkynntur en fyrr í dag var staðfest að Roy Hodgson væri hættur með liðið. Fréttir bárust af því fyrir helgi að Palace ætlaði að reka Hodgson eftir slakt gengi liðsins en síðan bárust fréttir af því að hann hefði veikst skyndilega á æfingasvæðinu. Hodgson, sem er orðinn 76 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús og eftir það hefur verið beðið eftir næstu skrefum hjá forráðamönnum Crystal Palace. Liðið er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Everton í sannkölluðum sex stiga leik í kvöld. Það kom því eilítið á óvart þegar það var staðfest fyrr í dag að Hodgson yrði ekki áfram með liðið. Ef til vill kom það meira á óvart að nýr þjálfari var tilkynntur rétt rúmum tveimur klukkustundum fyrir leik. Sá heitir Oliver Glasner og kemur frá Austurríki. Hann er töluvert yngri en Hodgson en Glasner verður fimmtugur síðar á árinu. Hann gerði góða hluti með LASK Linz í Austurríki áður en hann tók við þýsku félögunum Wolfsburg og Eintracht Frankfurt. Welcome to Palace, Oliver Glasner — Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 19, 2024 Hjá Frankfurt vann hann Evrópudeildina og kom liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð en ákvað að segja starfi sínu lausu eftir slakan síðari hluta síðasta tímabils. Hann er nú mættur í ensku úrvalsdeildina og fær það verðuga verkefni að halda Crystal Palace í deildinni. Palace heimsækir Everton í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52 Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02 Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Fréttir bárust af því fyrir helgi að Palace ætlaði að reka Hodgson eftir slakt gengi liðsins en síðan bárust fréttir af því að hann hefði veikst skyndilega á æfingasvæðinu. Hodgson, sem er orðinn 76 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús og eftir það hefur verið beðið eftir næstu skrefum hjá forráðamönnum Crystal Palace. Liðið er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Everton í sannkölluðum sex stiga leik í kvöld. Það kom því eilítið á óvart þegar það var staðfest fyrr í dag að Hodgson yrði ekki áfram með liðið. Ef til vill kom það meira á óvart að nýr þjálfari var tilkynntur rétt rúmum tveimur klukkustundum fyrir leik. Sá heitir Oliver Glasner og kemur frá Austurríki. Hann er töluvert yngri en Hodgson en Glasner verður fimmtugur síðar á árinu. Hann gerði góða hluti með LASK Linz í Austurríki áður en hann tók við þýsku félögunum Wolfsburg og Eintracht Frankfurt. Welcome to Palace, Oliver Glasner — Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 19, 2024 Hjá Frankfurt vann hann Evrópudeildina og kom liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð en ákvað að segja starfi sínu lausu eftir slakan síðari hluta síðasta tímabils. Hann er nú mættur í ensku úrvalsdeildina og fær það verðuga verkefni að halda Crystal Palace í deildinni. Palace heimsækir Everton í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52 Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02 Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52
Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02
Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00