Smitandi pest í skemmtiferðaskipi: Íslenskt veitingafólk gáttað á lélegum sóttvörnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 21:41 Jóhann Helgi og Margrét lögðu af stað með skemmtiferðaskipi frá Katar þann 3. janúar og ljúka ferð sinni 25. febrúar í Máritíus. „Heilt yfir algjörlega frábær ferð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Aðsend Íslensk hjón, sem reka hótel og veitingastað í Flóahreppi, furðuðu sig á lélegum smitvörnum á skemmtiferðaskipi þegar magapest geisaði um borð á dögunum, svo mjög að yfirmaður veitingastaðanna um borð fékk frá þeim tiltal. Jóhann Helgi Hlöðversson er ásamt konu sinni, Margréti Ormsdóttur í siglingu um Afríku og Asíu. Hjónin, sem eru eigendur Hotel Vatnsholt og veitingastaðarins Blind Raven Restaurant létu í sér heyra á dögunum þegar bráðsmitandi magapest geisaði upp meðal farþega. Í Facebook færslu sem Jóhann birti í gær lýsir hann bágbornum smitvörnum á veitingastað skipsins. Allir gestir fengju að skammta á diskana sína sjálfir á hlaðborðinu þrátt fyrir að pestin væri nú þegar búin að gera vart við sig. Veitingastaðurinn eftir að veitingastjórinn fékk tiltal frá hjónunum. Aðsend Hann segir Margréti hafa gengið fram á yfirmann veitingastaðanna og sagt honum að það yrði að breyta strax um aðferðir í mötuneytinu vegna pestarinnar, en fengið það svar að ástandið væri ekki á neyðarstigi og því nóg að skipta um áhöld á korters fresti, sem henni þætti þó bagalegt. Og daginn eftir hafi hún veikst. En í kjölfarið hefðu starfsmenn veitingastaðarins betrumbætt smitvarnir til muna. „Þegar ég skottaðist upp í matsal í hádeginu var allt orðið eins og Magga sagði að það ætti að vera. Nú fékk engin að snerta neitt! Það var búið að girða af vatns- og djúsvélarnar ásamt kaffinu. Þar stóð þjónn sem tók pantanir. Eins var með hlaðborðið, þar setti þjónn á diskinn það sem hver vildi,“ skrifar Jóhann í Facebook færslu. Hjónin voru á leið til Madagaskar frá Suður-Ameríku þegar fréttastofa náði tali af þeim. Aðsend „Við höfum reynslu í sóttvörnum á veitingastað þar sem við tókum þátt í því, ásamt öðrum hótelum, í Covid-faraldrinum að bjóða upp á neyðaraðstoð,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Jú það varð faraldur en ég held að hann sé í rénum,“ segir Jóhann sem telur þó að ástandið um borð sé að batna. „Samt er skipstjórinn enn mjög um hugsað um velferð allra um borð og ítrekar reglulega í hátalarakerfi skipsins mikilvægi þess að snerta ekki handriðin í skipinu. Veitingastaðir Ferðalög Íslendingar erlendis Flóahreppur Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Jóhann Helgi Hlöðversson er ásamt konu sinni, Margréti Ormsdóttur í siglingu um Afríku og Asíu. Hjónin, sem eru eigendur Hotel Vatnsholt og veitingastaðarins Blind Raven Restaurant létu í sér heyra á dögunum þegar bráðsmitandi magapest geisaði upp meðal farþega. Í Facebook færslu sem Jóhann birti í gær lýsir hann bágbornum smitvörnum á veitingastað skipsins. Allir gestir fengju að skammta á diskana sína sjálfir á hlaðborðinu þrátt fyrir að pestin væri nú þegar búin að gera vart við sig. Veitingastaðurinn eftir að veitingastjórinn fékk tiltal frá hjónunum. Aðsend Hann segir Margréti hafa gengið fram á yfirmann veitingastaðanna og sagt honum að það yrði að breyta strax um aðferðir í mötuneytinu vegna pestarinnar, en fengið það svar að ástandið væri ekki á neyðarstigi og því nóg að skipta um áhöld á korters fresti, sem henni þætti þó bagalegt. Og daginn eftir hafi hún veikst. En í kjölfarið hefðu starfsmenn veitingastaðarins betrumbætt smitvarnir til muna. „Þegar ég skottaðist upp í matsal í hádeginu var allt orðið eins og Magga sagði að það ætti að vera. Nú fékk engin að snerta neitt! Það var búið að girða af vatns- og djúsvélarnar ásamt kaffinu. Þar stóð þjónn sem tók pantanir. Eins var með hlaðborðið, þar setti þjónn á diskinn það sem hver vildi,“ skrifar Jóhann í Facebook færslu. Hjónin voru á leið til Madagaskar frá Suður-Ameríku þegar fréttastofa náði tali af þeim. Aðsend „Við höfum reynslu í sóttvörnum á veitingastað þar sem við tókum þátt í því, ásamt öðrum hótelum, í Covid-faraldrinum að bjóða upp á neyðaraðstoð,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Jú það varð faraldur en ég held að hann sé í rénum,“ segir Jóhann sem telur þó að ástandið um borð sé að batna. „Samt er skipstjórinn enn mjög um hugsað um velferð allra um borð og ítrekar reglulega í hátalarakerfi skipsins mikilvægi þess að snerta ekki handriðin í skipinu.
Veitingastaðir Ferðalög Íslendingar erlendis Flóahreppur Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira