„Þurfum að þora og þora að vera til“ Siggeir Ævarsson skrifar 20. febrúar 2024 20:49 Ingvar hafði ástæðu til að fagna í kvöld Vísir/Anton Brink Haukar glímdu við þriðja Suðurnesjaliðið í kvöld þegar liðið tók á móti Njarðvík í miklum spennuleik. Öfugt við síðustu tvo leiki þá kláruðu Haukar þennan jafna leik að lokum, lokatölur á Ásvöllum 88-78. Njarðvík jafnaði leikinn í stöðunni 72-72 og virtust Haukar þá mögulega hreinlega ætla að kasta leiknum frá sér. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, viðurkenndi fúslega að síðustu tveir leikir hefðu verið fast á bakið eyrað á þeim tímapunkti. „Að sjálfsögðu, ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi verið rólegur. Við sýndum karakter. Við erum búin að tala um þetta núna alla vikuna og síðustu vikur, að við þurfum að þora og þora að vera til. Láta finna fyrir okkur og klára þessa leiki. Hvernig þær svöruðu því að þær hafi jafnað hér í lokin var frábært.“ Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og síðustu tveir leikir spiluðust, þá hefði það sennilega komið fáum á óvart ef þessi hefði þróast á sama veg. „Það hefði bara verið mjög eðlilegt að brotna í rauninni enn og aftur og kasta frá okkur tækifæri til að sigra leik í enn eitt skiptið. En eins og ég segi, þær sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn virkilega sterkt og ég er ánægður með það.“ Liðsframmistaða í vörn og sókn Aðspurður hvað það hefði verið sem skóp sigurinn fyrir utan mikinn karakter nefndi Ingvar liðsframmistöðuna þar sem allir hefðu lagt sig fram á báðum endum vallarins. „Mér fannst við fá framlag frá öllum, sama hvort það var varnar- eða sóknarlega. Allar sem komu inn á voru að leggja sig fram. Margar að leggja í púkkið sóknarlega þó þær hafi kannski ekki verið að skora mikið en voru að setja nokkur stig og stór stig. Varnarlega vorum við heilt yfir bara nokkuð góður en áttum að vísu í töluverðum vandræðum með Selenu. Sóknarfráköstin, ég hefði viljað gera betur þar og stíga betur út klára fráköstin. En bara frábær liðsframmistaða.“ Liðið stóð sig sannarlega vel en það var þó einn leikmaður sem stóð framar öðrum, Tinna Guðrún Alexendarsdóttir, sem skoraði körfur í öllum regnbogans litum og setti sex þrista í aðeins átta tilraunum. „Ég meina þetta getur hún. Seinustu fimm mínúturnar var kannski aðeins farið að draga af henni, hún fékk enga hvíld í seinni hálfleiknum. Hún var einhvern veginn þannig stemmd að við fundum ekki alveg mómentið til að gefa henni hvíld þannig að við reyndum að mjólka hana meðan við gátum. Hún spilaði frábærlega í kvöld.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var að öðrum ólöstuðu besti leikmaður Hauka í kvöld með 28 stig (6/8 í þristum) og níu fráköst.Vísir/Anton Brink Þessi frammistaða hér í kvöld hlýtur að vera eitthvað sem liðið getur byggt ofan á fyrir framhaldið? „Algjörlega. Við erum búin að vera að byggja ofan á síðustu leiki. Frammistaðan hefur verið að verða betri og betri og það að klára loksins svona jafnan leik núna það gefur okkur vonandi ennþá meira sjálfstraust.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Sjá meira
Njarðvík jafnaði leikinn í stöðunni 72-72 og virtust Haukar þá mögulega hreinlega ætla að kasta leiknum frá sér. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, viðurkenndi fúslega að síðustu tveir leikir hefðu verið fast á bakið eyrað á þeim tímapunkti. „Að sjálfsögðu, ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi verið rólegur. Við sýndum karakter. Við erum búin að tala um þetta núna alla vikuna og síðustu vikur, að við þurfum að þora og þora að vera til. Láta finna fyrir okkur og klára þessa leiki. Hvernig þær svöruðu því að þær hafi jafnað hér í lokin var frábært.“ Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og síðustu tveir leikir spiluðust, þá hefði það sennilega komið fáum á óvart ef þessi hefði þróast á sama veg. „Það hefði bara verið mjög eðlilegt að brotna í rauninni enn og aftur og kasta frá okkur tækifæri til að sigra leik í enn eitt skiptið. En eins og ég segi, þær sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn virkilega sterkt og ég er ánægður með það.“ Liðsframmistaða í vörn og sókn Aðspurður hvað það hefði verið sem skóp sigurinn fyrir utan mikinn karakter nefndi Ingvar liðsframmistöðuna þar sem allir hefðu lagt sig fram á báðum endum vallarins. „Mér fannst við fá framlag frá öllum, sama hvort það var varnar- eða sóknarlega. Allar sem komu inn á voru að leggja sig fram. Margar að leggja í púkkið sóknarlega þó þær hafi kannski ekki verið að skora mikið en voru að setja nokkur stig og stór stig. Varnarlega vorum við heilt yfir bara nokkuð góður en áttum að vísu í töluverðum vandræðum með Selenu. Sóknarfráköstin, ég hefði viljað gera betur þar og stíga betur út klára fráköstin. En bara frábær liðsframmistaða.“ Liðið stóð sig sannarlega vel en það var þó einn leikmaður sem stóð framar öðrum, Tinna Guðrún Alexendarsdóttir, sem skoraði körfur í öllum regnbogans litum og setti sex þrista í aðeins átta tilraunum. „Ég meina þetta getur hún. Seinustu fimm mínúturnar var kannski aðeins farið að draga af henni, hún fékk enga hvíld í seinni hálfleiknum. Hún var einhvern veginn þannig stemmd að við fundum ekki alveg mómentið til að gefa henni hvíld þannig að við reyndum að mjólka hana meðan við gátum. Hún spilaði frábærlega í kvöld.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var að öðrum ólöstuðu besti leikmaður Hauka í kvöld með 28 stig (6/8 í þristum) og níu fráköst.Vísir/Anton Brink Þessi frammistaða hér í kvöld hlýtur að vera eitthvað sem liðið getur byggt ofan á fyrir framhaldið? „Algjörlega. Við erum búin að vera að byggja ofan á síðustu leiki. Frammistaðan hefur verið að verða betri og betri og það að klára loksins svona jafnan leik núna það gefur okkur vonandi ennþá meira sjálfstraust.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn