Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 11:09 Því er enn ósvarað hversu lengi ríkið ætlar að halda utan um fasteignirnar og hvað verður gert til að halda þeim við. Vísir/Arnar Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. Þannig sé ekki gert ráð fyrir að NTÍ fái eignarhlutdeild í fasteignunum, veðrétt né hlut í eignaumsýslufélaginu sem til stendur að stofna um kaupinn. Þetta kemur fram í umsögn NTÍ um frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík en undir hana rita Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, og Sigurður Kári Kristjánsson stjórnarformaður. Benda þau á að um framlag NTÍ gæti numið á bilinu 10 til 15 milljörðum króna en eigið fé stofnunarinnar er 60 milljarðar króna. Gjaldþol stofnunarinnar muni dragast saman og nauðsynlegt að endurskoða fjármögnun hennar til framtíðar. Í umsögninni segir einnig að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að fjármunum NTÍ verði varið í uppkaup án endurgjalds, sé jafnframt horft til þess að í ókominni framtíð verði fasteignunum mögulega ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða þær fénýttar, til útleigu eða sölu. NTÍ telji rétt að ef til þessa komi sé rétt að endursöluverð fasteignanna eða leigutekjur af þim verði ráðstafað aftur til NTÍ, að minnsta kosti í hlutfalli við hlutdeild stofnunarinnar við fjármögnun aðgerðanna. Þá er einnig fjallað um tjónakostnað sem NTÍ kemur mögulega til með að greiða út vegna umræddra fasteigna: „NTÍ hefur lagt áherslu á mikilvægi þess í aðdraganda þessarar lagasetningar að í lagatextanum sé tekið fram að komi til þess að eignaumsýslufélagið geri bótakröfur á NTÍ vegna þeirra eigna sem keyptar verða af eigendum íbúðarhúsnæðis í Grindavík, verði litið svo á að þeir fjármunir sem teknir verða úr sjóðum NTÍ og lagðir til eignaumsýslufélagsins gangi upp í tjónakostnað NTÍ áður en til þess kemur að NTÍ greiði tjónabæturtil eignaumsýslufélagsins,“ segir í umsögninni. „Bótaskylt tjón sem kann að greinast á eignum eftir að eignarhald færist yfir til eignaumsýslufélagsins þurfi því að nema hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem tekin verður úr sjóði NTÍ áður en til bótagreiðslu kæmi til handa eignaumsýslufélaginu frá NTÍ. Að öðrum kosti verður að líta svo á að sjóðir NTÍ verði bæði nýttir til uppkaupa á fasteignum í Grindavík og síðan til greiðslu bóta vegna sömu fasteigna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þannig sé ekki gert ráð fyrir að NTÍ fái eignarhlutdeild í fasteignunum, veðrétt né hlut í eignaumsýslufélaginu sem til stendur að stofna um kaupinn. Þetta kemur fram í umsögn NTÍ um frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík en undir hana rita Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, og Sigurður Kári Kristjánsson stjórnarformaður. Benda þau á að um framlag NTÍ gæti numið á bilinu 10 til 15 milljörðum króna en eigið fé stofnunarinnar er 60 milljarðar króna. Gjaldþol stofnunarinnar muni dragast saman og nauðsynlegt að endurskoða fjármögnun hennar til framtíðar. Í umsögninni segir einnig að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að fjármunum NTÍ verði varið í uppkaup án endurgjalds, sé jafnframt horft til þess að í ókominni framtíð verði fasteignunum mögulega ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða þær fénýttar, til útleigu eða sölu. NTÍ telji rétt að ef til þessa komi sé rétt að endursöluverð fasteignanna eða leigutekjur af þim verði ráðstafað aftur til NTÍ, að minnsta kosti í hlutfalli við hlutdeild stofnunarinnar við fjármögnun aðgerðanna. Þá er einnig fjallað um tjónakostnað sem NTÍ kemur mögulega til með að greiða út vegna umræddra fasteigna: „NTÍ hefur lagt áherslu á mikilvægi þess í aðdraganda þessarar lagasetningar að í lagatextanum sé tekið fram að komi til þess að eignaumsýslufélagið geri bótakröfur á NTÍ vegna þeirra eigna sem keyptar verða af eigendum íbúðarhúsnæðis í Grindavík, verði litið svo á að þeir fjármunir sem teknir verða úr sjóðum NTÍ og lagðir til eignaumsýslufélagsins gangi upp í tjónakostnað NTÍ áður en til þess kemur að NTÍ greiði tjónabæturtil eignaumsýslufélagsins,“ segir í umsögninni. „Bótaskylt tjón sem kann að greinast á eignum eftir að eignarhald færist yfir til eignaumsýslufélagsins þurfi því að nema hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem tekin verður úr sjóði NTÍ áður en til bótagreiðslu kæmi til handa eignaumsýslufélaginu frá NTÍ. Að öðrum kosti verður að líta svo á að sjóðir NTÍ verði bæði nýttir til uppkaupa á fasteignum í Grindavík og síðan til greiðslu bóta vegna sömu fasteigna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira