Lífið samstarf

Askja frum­sýnir nýjan og enn glæsi­legri Mercedes-Benz EQB

Askja
Askja kynnir nýjan og endurbættan EQB í sýningarsal Mercedes-Benz hjá Öskju, Krókhálsi 11-13 í Reykjavík, laugardaginn 24. febrúar.
Askja kynnir nýjan og endurbættan EQB í sýningarsal Mercedes-Benz hjá Öskju, Krókhálsi 11-13 í Reykjavík, laugardaginn 24. febrúar.

Laugardaginn 24. febrúar verður nýr og endurbættur EQB frumsýndur í sýningarsal Mercedes-Benz á milli kl. 12-16.

EQB hefur öðlast miklar vinsældir sökum áberandi SUV-yfirbyggingar sem skilar sér í rúmmiklu innanrými, kraftmikillar drifrásar og góðri drægni. EQB verður nú enn eftirsóknarverðari, þökk sé uppfærðu útliti, aukinni sparneytni (446 km drægni), MBUX-kerfi með endurbættri raddstýringu og uppfærðum akstursaðstoðarkerfum.

  • Endurnýjað útlit og uppfærð hönnun innanrýmis.
  • Í fyrsta sinn er fimm sæta EQB fáanlegur með krók. Allt að 1.700 kg dráttargeta í fimm sæta útfærslu.
  • Endurbættir skynjarar sem samanstanda af nýrri fjölnota myndavél og nýrri bakkmyndavél.

Nú einnig hægt að tengja eftirvagn við EQB

EQB er smájeppi með allt að sjö sætum. Í fyrsta sinn er fimm sæta EQB einnig fáanlegur með krók, ásamt ESP stöðugleikaaðstoð fyrir tengivagn.

Hinn sjö sæta EQB býður upp á gott rými fyrir fjölbreyttar fjölskyldur og býður upp á meira pláss fyrir þá sem þér þykir vænt um. Þriðja sætaröð er rúmgóð og með ISOFIX barnastólafestingum og því má koma þar fyrir barnabílstólum.

Uppfært útlit EQB er nútímalegt og framúrskarandi með skýrt og áberandi yfirbragð.

Með uppfærðri hönnun á svörtu grillinu með einkennandi stjörnumynstri gefur EQB stærri gerðum bíla í rafbílaflokki Mercedes-Benz ekkert eftir hvað útlit varðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×