Stefnir í frábært sumar hjá Inter og Sommer á sinn þátt í því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. febrúar 2024 23:00 Yann Sommer hefur átt magnað tímabil. Marco Luzzani/Getty Images Yann Sommer hefur verið hreint út sagt magnaður í marki Inter á leiktíðinni. Liðið trónir á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og fær varla á sig mark ásamt því að vera í fínum málum í einvígi sínu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn 35 ára gamli Sommer gekk í raðir Inter síðast sumar eftir eitt tímabil í röðum Bayern München. Þar varð hann Þýskalandsmeistari og spilaði töluvert af leikjum í fjarveru Manuel Neuer. Hafandi spilað í Sviss og Þýskalandi allan sinn feril þá voru efasemdaraddir í kringum vistaskipti markvarðarins til Mílanó á Ítalíu. André Onana var seldur til Manchester United og virtist Inter stökkva á ódýrasta kostinn. Það hefur nú komið í ljós að sá ódýri kostur var án efa besti kosturinn. Inter lagði Atlético Madríd 1-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Var það í 21. sinn sem Sommer hélt marki sínu á leiktíðinni. Raunar hefur Sommer haldið hreinu sjö sinnum oftar en hann hefur þurft að sækja boltann í net sitt. Hinn þaulreyndi Svisslendingur hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum. Ótrúlegur árangur og ljóst að Inter saknar Onana ekki neitt þar sem liðið er níu stiga forskot og leik til góða á Juventus. Yann Sommer has 7 more cleansheats than goals conceded for Inter - INSANITY Don t get any ideas, @ManUtd pic.twitter.com/FY3dGsO002— Italian Football TV (@IFTVofficial) February 21, 2024 Fyrir áhugasöm má sjá Sommer í beinni þegar Inter heimsækir Lecce á sunnudaginn kemur, 25. febrúr, klukkan 16.50. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Sommer gekk í raðir Inter síðast sumar eftir eitt tímabil í röðum Bayern München. Þar varð hann Þýskalandsmeistari og spilaði töluvert af leikjum í fjarveru Manuel Neuer. Hafandi spilað í Sviss og Þýskalandi allan sinn feril þá voru efasemdaraddir í kringum vistaskipti markvarðarins til Mílanó á Ítalíu. André Onana var seldur til Manchester United og virtist Inter stökkva á ódýrasta kostinn. Það hefur nú komið í ljós að sá ódýri kostur var án efa besti kosturinn. Inter lagði Atlético Madríd 1-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Var það í 21. sinn sem Sommer hélt marki sínu á leiktíðinni. Raunar hefur Sommer haldið hreinu sjö sinnum oftar en hann hefur þurft að sækja boltann í net sitt. Hinn þaulreyndi Svisslendingur hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum. Ótrúlegur árangur og ljóst að Inter saknar Onana ekki neitt þar sem liðið er níu stiga forskot og leik til góða á Juventus. Yann Sommer has 7 more cleansheats than goals conceded for Inter - INSANITY Don t get any ideas, @ManUtd pic.twitter.com/FY3dGsO002— Italian Football TV (@IFTVofficial) February 21, 2024 Fyrir áhugasöm má sjá Sommer í beinni þegar Inter heimsækir Lecce á sunnudaginn kemur, 25. febrúr, klukkan 16.50.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira