Djúpfölsuð sjálfsfróun hlaðvarpsstjörnu afhjúpar brotalamir á Twitter Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. febrúar 2024 00:17 Bobbi Althoff skaust upp á stjörnuhimininn síðasta sumar og er nú greinilega orðinn það fræg að óprúttnir djúpfalsarar hafa beint sjónum sínum að henni. Getty Hlaðvarpsstjörnunni Bobbi Althoff brá í brún þegar hún sá hvers vegna nafn sitt hafði verið að trend-a á samfélagsmiðlinum X. Djúpfalsað myndband (e. deep fake) af Althoff að fróa sér var þá búið að vera í dreifingu á miðlinum og fengið margar milljónir áhorfs. Hin 26 ára Althoff skaust upp á stjörnuhimininn sumarið 2023 þegar hún tók viðtal við rapparann Drake í hlaðvarpinu The Really Good Podcast. Althoff tók viðtöl við fleiri þekkta einstaklinga á borð við Shaq, Mark Cuban og Lil Yachty en viðtölin vöktu mikla athygli vegna vandræðalegs viðtalsstíls hennar. Althoff er nýjasta fórnarlamb djúpfalsaðra nektarmyndbanda en í þeim er andlitum fólks skeytt inn í klámefni til að búa til nýja falska útgáfu. Gervigreind hefur á síðustu misserum orðið sífellt öflugri við gerð djúpfalsaðs klámefnis og nú er svo komið að erfitt er að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað er falsað. Sagði myndbandið af sér vera greinilega djúpfölsun Djúpfölsunin af Althoff var ekki bara á einhverri lítt þekktri klámsíðu, eins og á við um mörg slík myndbönd, heldur í dreifingu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) í marga daga þrátt fyrir að reglur miðilsins banni nekt sem er ekki birt með samþykki. Genevieve Oh, sjálfstæður rannsakandi á djúpfölsunum, sagði við NBC að rúmlega 40 færslur með djúpfölsuðu myndbandinu af Althoff hefðu fengið samanlagt 6,5 milljónir áhorfs á samfélagsmiðlinum X á innan við sólarhring. Althoff birti yfirlýsingu um myndbandið í hringrás sinni á Instagram þar sem hún sagði það ekki raunverulegt heldur falsað. Hún sagðist sjálf hafa orðið vör við myndbandið þegar fólk úr teyminu hennar hringdi í hana til að spyrja hvort það væri raunverulegt eða ekki. „Ég hata að valda ykkur vonbrigðum en ástæðan fyrir því að ég er að trenda er 100% ekki ég og greinilega gervigreind,“ sagði Althoff óvenjuróleg. Þá sagðist hún furða sig á því að fólk hafi í alvörunni trúað því að myndbandið væri raunverulegt en ekki augljós fölsun. Ráða ekki við flæði kláms inn á X Samfélagsmiðillinn X hefur átt í miklum erfiðleikum með djúpfalsanir undanfarnar vikur vegna þess hvað miðillinn er illa mannaður þegar kemur að ritstjórn og eftirliti. Nektarmyndir af Taylor Swift unnar af gervigreind hafa flætt inn á miðilinn og illa gengur að taka þær nógu hratt niður. Vegna bjargarleysis starfsmanna við að eyða myndunum af Swift neyddist X til að banna notendum tímabundið að leita að nafni Taylor Swift svo það væri ekki hægt að nálgast myndefnið. Twitter var á sínum tíma einn af fyrstu samfélagsmiðlunum til að setja skýrar reglur um gervigreindarmyndir árið 2020. Stjórnendur fyrirtækisins sögðust þá skilja hættuna sem stafaði af „fölsuðu efni“ og að þeir ætluðu að vinna gegn því. Eftir að Elon Musk keypti Twitter, sagði upp fjölda fólks og breytti reglum miðilsins hefur hann orðið að fullkomnu dreifikerfi fyrir djúpfalsaðar nektarmyndir sem eru búnar til án samþykkis. Ekki nóg með að skortur á ritstjórn geri slíku efni auðveldlega kleift að verða „viral“ heldur hafa notendur nýtt sér vinsældirnar til að græða á áhorfinu. Annað sem flækir málið er að það eru engin ríkislög og ekkert lagalegt regluverk um djúpfalsanir í Bandaríkjunum. Ákveðin ríki, til að mynda Georgía og Virginía, hafa bannað gervigreindarklám sem er búið til án samþykkis. Á undanförnum mánuðum hefur þó verið ákall meðal bandarískra þingmanna um að samin verði ríkislög til að sporna við djúpfölsunum. Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tækni X (Twitter) Bandaríkin Tengdar fréttir Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Í svokölluðum djúpfölsunar-myndböndum, eða deepfakes, er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. 4. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Hin 26 ára Althoff skaust upp á stjörnuhimininn sumarið 2023 þegar hún tók viðtal við rapparann Drake í hlaðvarpinu The Really Good Podcast. Althoff tók viðtöl við fleiri þekkta einstaklinga á borð við Shaq, Mark Cuban og Lil Yachty en viðtölin vöktu mikla athygli vegna vandræðalegs viðtalsstíls hennar. Althoff er nýjasta fórnarlamb djúpfalsaðra nektarmyndbanda en í þeim er andlitum fólks skeytt inn í klámefni til að búa til nýja falska útgáfu. Gervigreind hefur á síðustu misserum orðið sífellt öflugri við gerð djúpfalsaðs klámefnis og nú er svo komið að erfitt er að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað er falsað. Sagði myndbandið af sér vera greinilega djúpfölsun Djúpfölsunin af Althoff var ekki bara á einhverri lítt þekktri klámsíðu, eins og á við um mörg slík myndbönd, heldur í dreifingu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) í marga daga þrátt fyrir að reglur miðilsins banni nekt sem er ekki birt með samþykki. Genevieve Oh, sjálfstæður rannsakandi á djúpfölsunum, sagði við NBC að rúmlega 40 færslur með djúpfölsuðu myndbandinu af Althoff hefðu fengið samanlagt 6,5 milljónir áhorfs á samfélagsmiðlinum X á innan við sólarhring. Althoff birti yfirlýsingu um myndbandið í hringrás sinni á Instagram þar sem hún sagði það ekki raunverulegt heldur falsað. Hún sagðist sjálf hafa orðið vör við myndbandið þegar fólk úr teyminu hennar hringdi í hana til að spyrja hvort það væri raunverulegt eða ekki. „Ég hata að valda ykkur vonbrigðum en ástæðan fyrir því að ég er að trenda er 100% ekki ég og greinilega gervigreind,“ sagði Althoff óvenjuróleg. Þá sagðist hún furða sig á því að fólk hafi í alvörunni trúað því að myndbandið væri raunverulegt en ekki augljós fölsun. Ráða ekki við flæði kláms inn á X Samfélagsmiðillinn X hefur átt í miklum erfiðleikum með djúpfalsanir undanfarnar vikur vegna þess hvað miðillinn er illa mannaður þegar kemur að ritstjórn og eftirliti. Nektarmyndir af Taylor Swift unnar af gervigreind hafa flætt inn á miðilinn og illa gengur að taka þær nógu hratt niður. Vegna bjargarleysis starfsmanna við að eyða myndunum af Swift neyddist X til að banna notendum tímabundið að leita að nafni Taylor Swift svo það væri ekki hægt að nálgast myndefnið. Twitter var á sínum tíma einn af fyrstu samfélagsmiðlunum til að setja skýrar reglur um gervigreindarmyndir árið 2020. Stjórnendur fyrirtækisins sögðust þá skilja hættuna sem stafaði af „fölsuðu efni“ og að þeir ætluðu að vinna gegn því. Eftir að Elon Musk keypti Twitter, sagði upp fjölda fólks og breytti reglum miðilsins hefur hann orðið að fullkomnu dreifikerfi fyrir djúpfalsaðar nektarmyndir sem eru búnar til án samþykkis. Ekki nóg með að skortur á ritstjórn geri slíku efni auðveldlega kleift að verða „viral“ heldur hafa notendur nýtt sér vinsældirnar til að græða á áhorfinu. Annað sem flækir málið er að það eru engin ríkislög og ekkert lagalegt regluverk um djúpfalsanir í Bandaríkjunum. Ákveðin ríki, til að mynda Georgía og Virginía, hafa bannað gervigreindarklám sem er búið til án samþykkis. Á undanförnum mánuðum hefur þó verið ákall meðal bandarískra þingmanna um að samin verði ríkislög til að sporna við djúpfölsunum.
Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tækni X (Twitter) Bandaríkin Tengdar fréttir Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Í svokölluðum djúpfölsunar-myndböndum, eða deepfakes, er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. 4. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Í svokölluðum djúpfölsunar-myndböndum, eða deepfakes, er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. 4. febrúar 2018 17:00