Kom inn af bekknum fyrir Kristian Nökkva og skaut Ajax áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. febrúar 2024 20:50 Kenneth Taylor skaut Ajax áfram. Peter Lous/Getty Images Ajax komst naumlega áfram í Sambandsdeild Evrópu þegar liðið lagði Bodø/Glimt í framlengdum leik í Noregi. Fyrri leik liðanna í Hollandi lauk með 2-2 jafntefli og því allt undir þegar liðin mættust í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax og hefur átt betri leiki en það var maðurinn sem kom inn í hans stað sem skaut Ajax áfram. Steven Berghuis kom gestunum frá Amsterdam yfir eftir sendingu frá Brian Brobbey þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Gestirnir urðu fyrir áfalli þegar Brobbey fór meiddur af velli þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Grátt varð svart í upphafi síðari hálfleik þegar Josip Šutalo fór í glannalega tæklingu og uppskar rautt spjald. Gestirnir manni færri og það ætlaði heimaliðið heldur betur að nýta sér. Það gekk þó ekki betur en svo að Albert Grønbæk nældi sér í gult á 58. mínútu og annað átta mínútum síðar. Gronbæk var því einnig sendur í sturtu og aftur orðið jafnt í liðum. 77. Keep fighting, boys!#UECL #bodaja pic.twitter.com/YBvxIkpSUc— AFC Ajax (@AFCAjax) February 22, 2024 Það var svo á 83. mínútu sem Kenneth Taylor leysti Kristian Nökkva af hólmi. Á sömu mínútu jafnaði Patrick Berg metin og staðan 1-1 þegar flautað var til leiksloka. Þar sem engin útivallarmarkaregla er við lýði þá þurfti að framlengja. Þar reyndist áðurnefndur Taylor hetjan en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 114. mínútu. Staðan orðin 1-2 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Ajax vinnur einvígið þar með 4-3 og er komið áfram í Sambandsdeild Evrópu. Kenneth Taylor pic.twitter.com/vTVGPmJtR2— AFC Ajax (@AFCAjax) February 22, 2024 Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Fyrri leik liðanna í Hollandi lauk með 2-2 jafntefli og því allt undir þegar liðin mættust í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax og hefur átt betri leiki en það var maðurinn sem kom inn í hans stað sem skaut Ajax áfram. Steven Berghuis kom gestunum frá Amsterdam yfir eftir sendingu frá Brian Brobbey þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Gestirnir urðu fyrir áfalli þegar Brobbey fór meiddur af velli þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Grátt varð svart í upphafi síðari hálfleik þegar Josip Šutalo fór í glannalega tæklingu og uppskar rautt spjald. Gestirnir manni færri og það ætlaði heimaliðið heldur betur að nýta sér. Það gekk þó ekki betur en svo að Albert Grønbæk nældi sér í gult á 58. mínútu og annað átta mínútum síðar. Gronbæk var því einnig sendur í sturtu og aftur orðið jafnt í liðum. 77. Keep fighting, boys!#UECL #bodaja pic.twitter.com/YBvxIkpSUc— AFC Ajax (@AFCAjax) February 22, 2024 Það var svo á 83. mínútu sem Kenneth Taylor leysti Kristian Nökkva af hólmi. Á sömu mínútu jafnaði Patrick Berg metin og staðan 1-1 þegar flautað var til leiksloka. Þar sem engin útivallarmarkaregla er við lýði þá þurfti að framlengja. Þar reyndist áðurnefndur Taylor hetjan en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 114. mínútu. Staðan orðin 1-2 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Ajax vinnur einvígið þar með 4-3 og er komið áfram í Sambandsdeild Evrópu. Kenneth Taylor pic.twitter.com/vTVGPmJtR2— AFC Ajax (@AFCAjax) February 22, 2024
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira