Þjálfarinn sá fjórtán ára Rooney á leið á skrallið með áfengi og sígarettur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 07:00 Wayne Rooney og Sir Alex Ferguson á góðri stundu. Saman unnu þeir fjöldann alla af titlum hjá Manchester United. John Peters/Getty Images Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og um tíma markahæsti leikmaður enska landsliðsins, fór yfir víðan völl í viðtalsþættinum Stick to Football á dögunum. Þar ræddi hann hvernig það var að alast upp í Liverpool en hann hóf ferilinn með Everton. Þá sagði hann sögu af því þegar hann var gripinn glóðvolgur á leið á djammið aðeins 14 ára gamall. Rooney skaust upp á stjörnuhimininn aðeins 16 ára gamall þegar hann braut sér leið inn í aðallið Everton og skoraði meðal annars stórbrotið sigurmark gegn Arsenal, þá besta liði Englands. Hann var svo orðin skærasta stjarna Englands aðeins 18 ára og var hreint út sagt magnaður á Evrópumótinu 2004. Í þættinum ræðir Rooney, sem var gríðarlega bráðþroska, hvernig það var að alast upp í Liverpool-borg. Hann segir lífið ekki hafa verið dans á rósum og hann hafi snemma verið farinn að gera hluti sem ungir drengir ættu ekki að gera. Where you re from everything is a drink! It's raining, it's sunny When @WayneRooney got caught drinking by his U19 s coach in his early days Everton! pic.twitter.com/ZHEwIhX8mD— The Overlap (@WeAreTheOverlap) February 21, 2024 „Ég elskaði samt að alast upp þarna. Það kenndi manni marga ólíka hluti. Ég man þegar var 14 ára gamall, það var fimmtudagur ef ég man rétt og leikur á laugardegi með U-19 ára liðinu.“ „Ég er að rölta yfir götu með poka af síder og pakka af sígarettum. Þá var bara Colin Harvey, þjálfari U-19 ára liðsins, að keyra bílinn sem stoppaði til að hleypa mér yfir götuna.“ Rooney hefur áður tjáð sig um drykkju sína. Hann byrjaði ungur að drekka og viðurkennir að hann hafi drukkið alltof mikið áfengi á meðan ferli sínum stóð. Jafnframt segir hann að það hafi augljóslega tekið sinn toll. Fótbolti Enski boltinn Áfengi og tóbak Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Þar ræddi hann hvernig það var að alast upp í Liverpool en hann hóf ferilinn með Everton. Þá sagði hann sögu af því þegar hann var gripinn glóðvolgur á leið á djammið aðeins 14 ára gamall. Rooney skaust upp á stjörnuhimininn aðeins 16 ára gamall þegar hann braut sér leið inn í aðallið Everton og skoraði meðal annars stórbrotið sigurmark gegn Arsenal, þá besta liði Englands. Hann var svo orðin skærasta stjarna Englands aðeins 18 ára og var hreint út sagt magnaður á Evrópumótinu 2004. Í þættinum ræðir Rooney, sem var gríðarlega bráðþroska, hvernig það var að alast upp í Liverpool-borg. Hann segir lífið ekki hafa verið dans á rósum og hann hafi snemma verið farinn að gera hluti sem ungir drengir ættu ekki að gera. Where you re from everything is a drink! It's raining, it's sunny When @WayneRooney got caught drinking by his U19 s coach in his early days Everton! pic.twitter.com/ZHEwIhX8mD— The Overlap (@WeAreTheOverlap) February 21, 2024 „Ég elskaði samt að alast upp þarna. Það kenndi manni marga ólíka hluti. Ég man þegar var 14 ára gamall, það var fimmtudagur ef ég man rétt og leikur á laugardegi með U-19 ára liðinu.“ „Ég er að rölta yfir götu með poka af síder og pakka af sígarettum. Þá var bara Colin Harvey, þjálfari U-19 ára liðsins, að keyra bílinn sem stoppaði til að hleypa mér yfir götuna.“ Rooney hefur áður tjáð sig um drykkju sína. Hann byrjaði ungur að drekka og viðurkennir að hann hafi drukkið alltof mikið áfengi á meðan ferli sínum stóð. Jafnframt segir hann að það hafi augljóslega tekið sinn toll.
Fótbolti Enski boltinn Áfengi og tóbak Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira