„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Atli Arason skrifa 22. febrúar 2024 22:15 Kristófer stóð í ströngu þær tæpu 16 mínútur sem hann spilaði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. Ísland átti erfitt uppdráttar framan af og var í raun alltaf skrefi eftir gestunum þangað til strákarnir sneru leiknum sér í vil í fjórða leikhluta. Sveiflan var gríðarleg og á endanum vann Ísland frábæran sigur, lokatölur 70-65. Hvað skóp sigurinn? „Orkustigið í seinni hálfleik, fann það að við lentum í sjö til níu stigum undir. Þá náðum við að vakna og spyrna okkur frá botninum.“ „Fannst Elvar (Már Friðriksson) og þeir strákar sem voru inn á seinni partinn í þriðja leikhluta setja tóninn. Þegar við náðum að fara þetta á smá geðveiki þá hörfuðu Ungverjar aðeins. Okkur tókst að drepa ryðmann hjá þeim sóknarlega, þeir fóru að taka erfið skot sem þýddi að við náðum að frákasta betur og hlaupa á þá. Náðum svo loks að koma helvítis tuðrunni ofan í körfuna.“ Kristófer Acox undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét Hvernig er að halda spennustiginu rétt stilltu í svona leik? „Þetta er alltaf jafn erfitt en þegar maður er kominn inn á gólfið og gleymir sér í augnablikinu finnur maður minna fyrir því. Erfiðara fyrir mig að vera á bekknum og fylgjast með undir lokin, ekki vanur því. Er mjög stoltur af strákunum og þeir stigu upp, sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hvað þýðir sigur kvöldsins? „Hann er risastór, við vissum að við þyrftum að verja Laugardalshöllina, heimavöllinn. Við eigum eftir að fara út og vissum að það yrði erfitt að byrja þetta í mínus með því að tapa gegn Ungverjum. Erum að horfa á þennan andstæðing sem liðið sem við ætlum að skilja eftir.“ „Við vitum að Tyrkland og Ítalía verða erfiðari verkefni en að sjálfsögðu förum við í þessa leiki til að vinna þá. Vitum að þetta verður erfitt svo þessi sigur er mjög stór, að geta farið með plús fimm stig til Ungverjalands, það er risastórt.“ Kristó reynir að lyfta boltanum yfir háa vörn Ungverja. KR-ingurinn uppaldi hefur oft látið meira til sín taka en hann skoraði 2 stig og tók 2 fráköst í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Að endingu var Kristófer spurður hvað Ísland gæti tekið með sér úr þessum leik yfir í næsta leik sem er gegn Tyrklandi. „Bara þetta orkustig sem við fundum í seinni hálfleik. Ef við ætlum að eiga séns í þessar stærri þjóðir þá þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl eins og við höfum oft gert til að slá þessa stærri andstæðinga út af laginu. Þá er allt hægt, alltaf erfitt en við munum alltaf gefa okkur alla í þetta.“ Kristó, eins og hann er nær alltaf kallaður, keyrir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Ísland átti erfitt uppdráttar framan af og var í raun alltaf skrefi eftir gestunum þangað til strákarnir sneru leiknum sér í vil í fjórða leikhluta. Sveiflan var gríðarleg og á endanum vann Ísland frábæran sigur, lokatölur 70-65. Hvað skóp sigurinn? „Orkustigið í seinni hálfleik, fann það að við lentum í sjö til níu stigum undir. Þá náðum við að vakna og spyrna okkur frá botninum.“ „Fannst Elvar (Már Friðriksson) og þeir strákar sem voru inn á seinni partinn í þriðja leikhluta setja tóninn. Þegar við náðum að fara þetta á smá geðveiki þá hörfuðu Ungverjar aðeins. Okkur tókst að drepa ryðmann hjá þeim sóknarlega, þeir fóru að taka erfið skot sem þýddi að við náðum að frákasta betur og hlaupa á þá. Náðum svo loks að koma helvítis tuðrunni ofan í körfuna.“ Kristófer Acox undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét Hvernig er að halda spennustiginu rétt stilltu í svona leik? „Þetta er alltaf jafn erfitt en þegar maður er kominn inn á gólfið og gleymir sér í augnablikinu finnur maður minna fyrir því. Erfiðara fyrir mig að vera á bekknum og fylgjast með undir lokin, ekki vanur því. Er mjög stoltur af strákunum og þeir stigu upp, sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hvað þýðir sigur kvöldsins? „Hann er risastór, við vissum að við þyrftum að verja Laugardalshöllina, heimavöllinn. Við eigum eftir að fara út og vissum að það yrði erfitt að byrja þetta í mínus með því að tapa gegn Ungverjum. Erum að horfa á þennan andstæðing sem liðið sem við ætlum að skilja eftir.“ „Við vitum að Tyrkland og Ítalía verða erfiðari verkefni en að sjálfsögðu förum við í þessa leiki til að vinna þá. Vitum að þetta verður erfitt svo þessi sigur er mjög stór, að geta farið með plús fimm stig til Ungverjalands, það er risastórt.“ Kristó reynir að lyfta boltanum yfir háa vörn Ungverja. KR-ingurinn uppaldi hefur oft látið meira til sín taka en hann skoraði 2 stig og tók 2 fráköst í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Að endingu var Kristófer spurður hvað Ísland gæti tekið með sér úr þessum leik yfir í næsta leik sem er gegn Tyrklandi. „Bara þetta orkustig sem við fundum í seinni hálfleik. Ef við ætlum að eiga séns í þessar stærri þjóðir þá þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl eins og við höfum oft gert til að slá þessa stærri andstæðinga út af laginu. Þá er allt hægt, alltaf erfitt en við munum alltaf gefa okkur alla í þetta.“ Kristó, eins og hann er nær alltaf kallaður, keyrir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira