Varamennirnir tryggðu Leeds sigur í toppslagnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 22:05 Archie Gray og Daniel James komu við sögu í kvöld. George Wood/Getty Images Leeds United gerði sér lítið fyrir og lagði Leicester City í uppgjöri toppliða ensku B-deildarinnar. Bæði lið ætla sér beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Eftir tap gegn Middlesbrough í síðustu leik ætluðu gestirnir frá Leicester að snúa bökum saman og auka forystu sína á toppi deildarinnar. Það virtist ætla að ganga upp þegar belgíski miðvörðurinn Wout Faes kom Refunum yfir eftir stundarfjórðung. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari sýndu heimamenn gestunum hvar Davíð keypti ölið. Staðan var enn 0-1 þegar ellefu mínútur lifðu leiks en Daniel Farke, þjálfari Leeds, hafði sett þá Daniel James, Patrick Bamford og Connor Roberts inn á. Það átti heldur betur eftir að skila sér. @ConnorRobs pic.twitter.com/RR0CtOMyDZ— Leeds United (@LUFC) February 23, 2024 Roberts jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Ungstirnið Archie Gray, fæddur árið 2006, kom Leeds yfir þremur mínútum síðar og Daniel James gulltryggði sigurinn þegar hann lagði upp mark Patrick Bamford þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1 og Leeds nú með 72 stig í 2. sæti, sex stigum minna en topplið Leicester þegar bæði lið eiga 12 leiki eftir. Just look at what that win means to Daniel Farke and the Leeds fans pic.twitter.com/0DO8V4E18u— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 23, 2024 Ipswich er með 69 stig og á leik til góða á toppliðin tvö. Sömu sögu er að segja af Southampton sem er með 67 stig. Efstu tvö liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Eftir tap gegn Middlesbrough í síðustu leik ætluðu gestirnir frá Leicester að snúa bökum saman og auka forystu sína á toppi deildarinnar. Það virtist ætla að ganga upp þegar belgíski miðvörðurinn Wout Faes kom Refunum yfir eftir stundarfjórðung. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari sýndu heimamenn gestunum hvar Davíð keypti ölið. Staðan var enn 0-1 þegar ellefu mínútur lifðu leiks en Daniel Farke, þjálfari Leeds, hafði sett þá Daniel James, Patrick Bamford og Connor Roberts inn á. Það átti heldur betur eftir að skila sér. @ConnorRobs pic.twitter.com/RR0CtOMyDZ— Leeds United (@LUFC) February 23, 2024 Roberts jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Ungstirnið Archie Gray, fæddur árið 2006, kom Leeds yfir þremur mínútum síðar og Daniel James gulltryggði sigurinn þegar hann lagði upp mark Patrick Bamford þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1 og Leeds nú með 72 stig í 2. sæti, sex stigum minna en topplið Leicester þegar bæði lið eiga 12 leiki eftir. Just look at what that win means to Daniel Farke and the Leeds fans pic.twitter.com/0DO8V4E18u— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 23, 2024 Ipswich er með 69 stig og á leik til góða á toppliðin tvö. Sömu sögu er að segja af Southampton sem er með 67 stig. Efstu tvö liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira