„Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 11:59 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Fagfélaganna. Vísir/Vilhelm Samninganefndir breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Formaðurinn fylgist vel með en gefur ekki upp hvort VR sláist í för með þeim. Fulltrúar breiðfylkingarinnar, að frátöldum VR sem sleit sig frá fylkingunni í gær, hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Ríkissáttasemjari hefur sett samningsaðila í fjölmiðlabann, og því hefur ekki verið hægt að fá upplýsingar um gang viðræðna. Í gær var þó greint frá því að samstaða hefði náðst um forsenduákvæði kjarasamninga um þróun verðbólgu. Á sama tíma hafa Fagfélögin hafið undirbúning verkfallsaðgerða, eftir fund samninganefnda félaganna í gær. „Þar var ákveðið, sökum þess að gangurinn er ekki nægilega mikill að mati hópsins, að undirbúa næstu skref í þessu. Það var settur á laggirnar aðgerðahópur til þess að skipuleggja aðgerðir, til þess að búa til meiri pressu á viðsemjendur okkar,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Fagfélaganna, sem telji um 12.000 félagsmenn. Viðræður við SA hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við erum að reyna að ná heildarsamningum og það er í raun og veru allt undir í því, en ég get ekki farið efnislega út í hvar það stendur akkúrat núna.“ Úttalar sig ekki um mögulegt samstarf við VR Líkt og áður sagði er VR ekki lengur hluti af breiðfylkingunni. Kemur til greina að þau gangi til liðs við ykkur, hefur það verið rætt? „Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur og sjáum hvað félagar okkar eru að gera. Við tölum alltaf saman, formenn félaganna, og þurfum bara að meta hver staðan er á hverjum tíma, en það er ekkert fast í hendi með það, eins og staðan er akkúrat núna.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingarinnar, að frátöldum VR sem sleit sig frá fylkingunni í gær, hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Ríkissáttasemjari hefur sett samningsaðila í fjölmiðlabann, og því hefur ekki verið hægt að fá upplýsingar um gang viðræðna. Í gær var þó greint frá því að samstaða hefði náðst um forsenduákvæði kjarasamninga um þróun verðbólgu. Á sama tíma hafa Fagfélögin hafið undirbúning verkfallsaðgerða, eftir fund samninganefnda félaganna í gær. „Þar var ákveðið, sökum þess að gangurinn er ekki nægilega mikill að mati hópsins, að undirbúa næstu skref í þessu. Það var settur á laggirnar aðgerðahópur til þess að skipuleggja aðgerðir, til þess að búa til meiri pressu á viðsemjendur okkar,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Fagfélaganna, sem telji um 12.000 félagsmenn. Viðræður við SA hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við erum að reyna að ná heildarsamningum og það er í raun og veru allt undir í því, en ég get ekki farið efnislega út í hvar það stendur akkúrat núna.“ Úttalar sig ekki um mögulegt samstarf við VR Líkt og áður sagði er VR ekki lengur hluti af breiðfylkingunni. Kemur til greina að þau gangi til liðs við ykkur, hefur það verið rætt? „Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur og sjáum hvað félagar okkar eru að gera. Við tölum alltaf saman, formenn félaganna, og þurfum bara að meta hver staðan er á hverjum tíma, en það er ekkert fast í hendi með það, eins og staðan er akkúrat núna.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22
Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01