Tók morðið upp á símann: „Í myndunum mínum deyja alltaf allir“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2024 19:44 Kviðdómur fann Smith sekan í dómstól í Anchorage í vikunni. Vísir/Getty Karlmaður frá Suður-Afríku, Brian Steven Smith, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur og fjölmörg kynferðisbrot gegn konunum báðum sem báðar voru frumbyggjar frá Alaska. Lögregla komst á snoðir um brot mannsins eftir að kona stal símanum hans og afhenti lögreglu í kjölfarið minnislykil með myndböndum og myndum úr honum. Kathleen Henry myrti hann árið 2019 og Veronicu Abouchuk, annað hvort 2018 eða 2019. Báðar voru þær frá smábæjum í Anchorage og höfðu báðar verið heimilislausar á einum tímapunkti. Á minnislyklinum var að finna myndbönd af því þegar hann pyntaði Henry á hótelherbergi og myrti. Í myndbandinu má heyra hann segja frá því sem gerist og því sem hann gerir. Andlit Smith sést aldrei en í myndbandinu hvetur hann hana til að deyja á milli þess sem hann ber hana og kyrkir. Myndböndin eru tekin á tveggja daga tímabili í september árið 2019. „Í myndunum mínum deyja alltaf allir,“ segir hann og spyr hvað áhangendur hans mun eiginlega halda og að fólk þurfi að vita þegar það er verið að „raðmyrða það“. Ók með hana látna í tvo daga Í frétt AP um málið kemur fram að aðeins kviðdómarar fengu að sjá myndböndin en hljóðið heyrðist út í sal. Í myndböndunum mátti heyra Henry reyna að anda áður en hún loks lést. Fram kom í máli saksóknara að Smith hefði ekið með lík hennar í skotti bíls síns í tvo daga áður en hann losaði sig við það á sveitavegi suður af Anchorage. Síðustu myndirnar á minnislyklinum sem lögregla fékk voru af konunni í skotti bílsins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi Smith að hafa myrt Abouchuk. Hann sagðist hafa tekið hana upp í bíl sinn þegar eiginkona hans var ekki í bænum. Hún hafi lyktað en neitað að fara í sturtu eins og hann bað hana um. Þá hafi hann farið í uppnám, sótt byssu í bílskúr sinn og losað sig svo við líkið. Hann sagði lögreglu hvar hann hafði skilið líkið eftir en lögregla fann við leit höfuðkúpu með sári eftir byssuskot. Engin dauðarefsing í Alaska Í umfjöllun AP um málið segir að Smith hafi ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann var fundinn sekur í dómstóli í Anchorage fyrir helgi. Alls voru ákærurnar fjórtán fyrir bæði morðin og kynferðisbrotin. Enn á eftir að kveða upp dóm og því liggur ekki fyrir hversu lengi hann þarf að afplána fyrir brot sín. Kveðinn verður upp dómur í júlí en í frétt AP segir að dauðarefsingin sé ekki notuð í Alaska. Samkvæmt lögum getur hann átt yfir höfði sér dóm allt frá 30 árum til 99 árum fyrir morðið á Abouchuk. Konan sem rændi símanum af Smith starfar við vændi og rændi símanum úr flutningabíl hans. Eftir að hafa séð efnið í símanum setti hún það á minnislykil og afhendi lögreglu. Hún var lykilvitni í málinu. Eftir að Smith var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt aðra konu sem einnig var af frumbyggjaættum. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Kathleen Henry myrti hann árið 2019 og Veronicu Abouchuk, annað hvort 2018 eða 2019. Báðar voru þær frá smábæjum í Anchorage og höfðu báðar verið heimilislausar á einum tímapunkti. Á minnislyklinum var að finna myndbönd af því þegar hann pyntaði Henry á hótelherbergi og myrti. Í myndbandinu má heyra hann segja frá því sem gerist og því sem hann gerir. Andlit Smith sést aldrei en í myndbandinu hvetur hann hana til að deyja á milli þess sem hann ber hana og kyrkir. Myndböndin eru tekin á tveggja daga tímabili í september árið 2019. „Í myndunum mínum deyja alltaf allir,“ segir hann og spyr hvað áhangendur hans mun eiginlega halda og að fólk þurfi að vita þegar það er verið að „raðmyrða það“. Ók með hana látna í tvo daga Í frétt AP um málið kemur fram að aðeins kviðdómarar fengu að sjá myndböndin en hljóðið heyrðist út í sal. Í myndböndunum mátti heyra Henry reyna að anda áður en hún loks lést. Fram kom í máli saksóknara að Smith hefði ekið með lík hennar í skotti bíls síns í tvo daga áður en hann losaði sig við það á sveitavegi suður af Anchorage. Síðustu myndirnar á minnislyklinum sem lögregla fékk voru af konunni í skotti bílsins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi Smith að hafa myrt Abouchuk. Hann sagðist hafa tekið hana upp í bíl sinn þegar eiginkona hans var ekki í bænum. Hún hafi lyktað en neitað að fara í sturtu eins og hann bað hana um. Þá hafi hann farið í uppnám, sótt byssu í bílskúr sinn og losað sig svo við líkið. Hann sagði lögreglu hvar hann hafði skilið líkið eftir en lögregla fann við leit höfuðkúpu með sári eftir byssuskot. Engin dauðarefsing í Alaska Í umfjöllun AP um málið segir að Smith hafi ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann var fundinn sekur í dómstóli í Anchorage fyrir helgi. Alls voru ákærurnar fjórtán fyrir bæði morðin og kynferðisbrotin. Enn á eftir að kveða upp dóm og því liggur ekki fyrir hversu lengi hann þarf að afplána fyrir brot sín. Kveðinn verður upp dómur í júlí en í frétt AP segir að dauðarefsingin sé ekki notuð í Alaska. Samkvæmt lögum getur hann átt yfir höfði sér dóm allt frá 30 árum til 99 árum fyrir morðið á Abouchuk. Konan sem rændi símanum af Smith starfar við vændi og rændi símanum úr flutningabíl hans. Eftir að hafa séð efnið í símanum setti hún það á minnislykil og afhendi lögreglu. Hún var lykilvitni í málinu. Eftir að Smith var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt aðra konu sem einnig var af frumbyggjaættum.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira