Íslendingar flykkjast í sólina á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2024 09:30 Rúmlega tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um tvö þúsund Íslendingar sleikja nú sólina á Tenerife í hverri viku en ferðir til eyjunnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú. Loftslagið þykir mjög gott á eyjunni fyrir Íslendinga og þá er lítið sem ekkert um pöddur þar og yfirleitt mjög hreinlegt. Þegar maður er á Tenerife og röltir þar um eða er að flatmaga á ströndinni má alls staðar heyra íslensku talaða því Íslendingar eru um allt á Tene, enda segir Svali Kaldalóns hjá Teneriferðum á um tvö þúsund Íslendingar og jafnvel mun fleiri séu á eyjunni í hverri viku yfir vetrarmánuðina. Hvað segir þú, hvað er svona gott við Tenerife? „Ég held að það sé nú bara hlýjan og rólega lífið, maður er aðeins slakari hérna heldur en heima, ekki eins mikið áreiti og svona,” segir Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Engar pöddur og ekkert vesen? „Ég segi ekki, engar pöddur, ég hef alveg séð smá en þetta er ekkert eins og á Íslandi á sumrin, engar kóngulær hérna, það eru bara nokkrir kakkalakkar,” segir Ása Hildur hlæjandi. Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að telja alla Íslendingana. Við erum komin upp í 50 til 60 núna á nokkrum dögum þannig að maður hittir eiginlega fleiri Íslendinga en Spánverja,” segir Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife, alsæll með lífið á eyjunni með fjölskyldu sinni. Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er best við Tenerife að þínu mati? „Ég held að það sé bara sólin og hitinn og að þurfa ekki að kappklæða barnið alla morgna í kuldagalla og ullarföt,” segir Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér kemur maður til að hvíla sig. Það eru engar einhvern veginn væntingar, maður vill fara í sól, hita slökun, engar pöddur, engar moskító, eða lítið af þeim allavega og bara dásamlegt. Ganga hér um göngustígana, sól nánast hvern einasta dag, það getur ekki klikkað,” segir Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þegar maður er á Tenerife og röltir þar um eða er að flatmaga á ströndinni má alls staðar heyra íslensku talaða því Íslendingar eru um allt á Tene, enda segir Svali Kaldalóns hjá Teneriferðum á um tvö þúsund Íslendingar og jafnvel mun fleiri séu á eyjunni í hverri viku yfir vetrarmánuðina. Hvað segir þú, hvað er svona gott við Tenerife? „Ég held að það sé nú bara hlýjan og rólega lífið, maður er aðeins slakari hérna heldur en heima, ekki eins mikið áreiti og svona,” segir Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Engar pöddur og ekkert vesen? „Ég segi ekki, engar pöddur, ég hef alveg séð smá en þetta er ekkert eins og á Íslandi á sumrin, engar kóngulær hérna, það eru bara nokkrir kakkalakkar,” segir Ása Hildur hlæjandi. Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að telja alla Íslendingana. Við erum komin upp í 50 til 60 núna á nokkrum dögum þannig að maður hittir eiginlega fleiri Íslendinga en Spánverja,” segir Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife, alsæll með lífið á eyjunni með fjölskyldu sinni. Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er best við Tenerife að þínu mati? „Ég held að það sé bara sólin og hitinn og að þurfa ekki að kappklæða barnið alla morgna í kuldagalla og ullarföt,” segir Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér kemur maður til að hvíla sig. Það eru engar einhvern veginn væntingar, maður vill fara í sól, hita slökun, engar pöddur, engar moskító, eða lítið af þeim allavega og bara dásamlegt. Ganga hér um göngustígana, sól nánast hvern einasta dag, það getur ekki klikkað,” segir Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira