Bíó og sjónvarp

Star Trek-stjarna látin

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hann fór með hlutverk Klingona í þáttunum Star Trek: Discovery.
Hann fór með hlutverk Klingona í þáttunum Star Trek: Discovery. Getty/Gabe Ginsberg

Kanadíski leikarinn Kenneth Mitchell frægur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stark Trek: Discovery er látinn eftir fimm ára baráttu við blandaða hreyfitaugahrörnun.

Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlinum X.

„Það er með sorg í hjarta sem við tilkynnum fráfall Kenneth Alexander Mitchell, ástkærs föður, eiginmanns, bróður, frænda, sonar og kærs vinar,“ skrifar fjölskyldan.

Hann skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn og biður fjölskylda hans um að allar gjafir fari til barna hans eða rannsóknum á blandaðri hreyfitaugahrörnun.

„Í fimm og hálft ár átti hann í gríðarlega erfiðri baráttu við blandaða hreyfitaugahrörnun. En eins og honum var eðlislægt tókst honum að stíga yfir hverja áskorun með náð og skuldbindingu og lifa ríku og glöðu lífi á hverri stundu,“ skrifar fjölskylda Kenneth.

„Hann lifði eftir því að hver dagur sé gjöf og við göngum aldrei ein,“ bætir hún við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.