Létu höggin dynja hvor á öðrum: „Ég elska þetta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 07:00 Íshokkí er engin venjuleg íþrótt. Len Redkoles/Getty Images Matt Rempe, framherji New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí, lenti upp á kant við Nicolas Deslauriers þegar Rangers mætti Philadelphia Flyers um liðna helgi. Fór það svo að báðir grýttu hönskum sínum á ísinn og létu höggin tala frekar en að nota orðin sín og leysa þannig þann ágreining sem átti sér stað. Íshokkí verður seint talin friðsæl íþrótt og eins og þau sem fylgjast vel með þá er ákveðið sport – innan sportsins – að sjá menn grýta af sér hönskunum og láta hnefana tala. Það var allavega staðan í leik Rangers og Flyers en Rempe ögraði hinum 33 ára gamla Deslauriers fyrir leik og var ákveðið að gera upp málin snemma leiks. Alls entist „bardaginn“ í 37 sekúndur áður en herlegheitin voru stöðvuð. Rempe féll á endanum á ísinn en hafði þó tekist að opna skurð á enni Deslauriers. „Við vorum að grýta sprengjum. Hann er stríðsmaður en ég elska þetta,“ sagði Rempe eftir leik. REMPE AMD DESLAURIERS DROP THE GLOVES pic.twitter.com/8aJvbo57Zs— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) February 24, 2024 Ekki nóg með það heldur tókst Rempe að skora sigurmark leiksins í 2-1 sigri þegar skot Barclay Goodrow fór af honum í netið. Var þetta fyrsta mark hins 21 árs gamla Rempe í NHL-deildinni. „Líklega hefur enginn skorað ljótara fyrsta mark í sögu NHL en þetta er ótrúlegt, ég elska þetta,“ bætti Rempe við eftir leik. Sigur Rangers þýddi að liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð sem er félagsmet. Samkvæmt vefsíðunni Hokkí slagsmál lét Rempe hnefana alls tala 16 sinnum yfir tvö tímabil í AHL-deildinni (American Hockey League) áður en hann var kallaður upp í NHL-deildina. Eftir enn einn sigurinn eru Rangers sem stendur efstir í Metropolitan-deildinni með 39 sigra í 58 leikjum. Íshokkí Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Íshokkí verður seint talin friðsæl íþrótt og eins og þau sem fylgjast vel með þá er ákveðið sport – innan sportsins – að sjá menn grýta af sér hönskunum og láta hnefana tala. Það var allavega staðan í leik Rangers og Flyers en Rempe ögraði hinum 33 ára gamla Deslauriers fyrir leik og var ákveðið að gera upp málin snemma leiks. Alls entist „bardaginn“ í 37 sekúndur áður en herlegheitin voru stöðvuð. Rempe féll á endanum á ísinn en hafði þó tekist að opna skurð á enni Deslauriers. „Við vorum að grýta sprengjum. Hann er stríðsmaður en ég elska þetta,“ sagði Rempe eftir leik. REMPE AMD DESLAURIERS DROP THE GLOVES pic.twitter.com/8aJvbo57Zs— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) February 24, 2024 Ekki nóg með það heldur tókst Rempe að skora sigurmark leiksins í 2-1 sigri þegar skot Barclay Goodrow fór af honum í netið. Var þetta fyrsta mark hins 21 árs gamla Rempe í NHL-deildinni. „Líklega hefur enginn skorað ljótara fyrsta mark í sögu NHL en þetta er ótrúlegt, ég elska þetta,“ bætti Rempe við eftir leik. Sigur Rangers þýddi að liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð sem er félagsmet. Samkvæmt vefsíðunni Hokkí slagsmál lét Rempe hnefana alls tala 16 sinnum yfir tvö tímabil í AHL-deildinni (American Hockey League) áður en hann var kallaður upp í NHL-deildina. Eftir enn einn sigurinn eru Rangers sem stendur efstir í Metropolitan-deildinni með 39 sigra í 58 leikjum.
Íshokkí Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira