Glódís Perla gefur treyjur sínar og skó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 09:30 Glódís Perla Viggósdóttir er bæði fyrirliði íslenska landsliðsins sem og stórliðs Bayern München. Getty/Karl Bridgeman Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemur heldur betur sterk inn fyrir „Einstök börn“ sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Glódís Perla er nú í miðju landsliðsverkefni með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem spilar við Serbíu á morgun í seinni leik þjóðanna í umspili um sæti i A-deild undankeppni næstu EM. Glódís var tilbúin að gefa treyjur og skó úr einkasafni sínu til að safna pening fyrir þetta mikilvæga málefni sem eru Einstök börn. Nú er hægt að bjóða í treyjur og skó eða kaupa miða í happadrætti þar sem eru í boði einstakir munir frá einum fremsta íþróttamanni þjóðarinnar. Á uppboðinu verða tvenn skópör Glódísar sem hún áritar fyrir vinningshafa. Þar verða einnig tvær landsliðstreyjur og ein treyja frá Bayern München þar sem Glódís er líka fyrirliði. Treyjurnar mun Glódís Perla árita. Þetta er landsliðstreyjan sem hún var í í leik Wales og Íslands 1. desember í fyrra og landsliðstreyjan sem hún var í þegar hún spilaði með Íslandi á móti Danmörku á Laugardalsvellinum í október. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í Þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París. Einnig var þetta 120. landsleikurinn minn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á uppboðssíðu treyju hennar úr leiknum við Dani en á síðunni með treyjunni úr Wales-leiknum sagði hún: „Wales leikinn unnum við 2-1 og tryggðum okkur í umspil um að spila áfram í A deild, hæstu deild þjóðardeildar UEFA,“ sagði Glódís. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ sagði Glódís um treyjuna frá Bayern München. Skórnir eru báðir Puma-landsliðsskór sem eru sérmerktir Glódís og einnig með íslenska fánann á sér. Það má finna allar upplýsingar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Uppboð.com (@uppbodcom) Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Glódís Perla er nú í miðju landsliðsverkefni með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem spilar við Serbíu á morgun í seinni leik þjóðanna í umspili um sæti i A-deild undankeppni næstu EM. Glódís var tilbúin að gefa treyjur og skó úr einkasafni sínu til að safna pening fyrir þetta mikilvæga málefni sem eru Einstök börn. Nú er hægt að bjóða í treyjur og skó eða kaupa miða í happadrætti þar sem eru í boði einstakir munir frá einum fremsta íþróttamanni þjóðarinnar. Á uppboðinu verða tvenn skópör Glódísar sem hún áritar fyrir vinningshafa. Þar verða einnig tvær landsliðstreyjur og ein treyja frá Bayern München þar sem Glódís er líka fyrirliði. Treyjurnar mun Glódís Perla árita. Þetta er landsliðstreyjan sem hún var í í leik Wales og Íslands 1. desember í fyrra og landsliðstreyjan sem hún var í þegar hún spilaði með Íslandi á móti Danmörku á Laugardalsvellinum í október. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í Þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París. Einnig var þetta 120. landsleikurinn minn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á uppboðssíðu treyju hennar úr leiknum við Dani en á síðunni með treyjunni úr Wales-leiknum sagði hún: „Wales leikinn unnum við 2-1 og tryggðum okkur í umspil um að spila áfram í A deild, hæstu deild þjóðardeildar UEFA,“ sagði Glódís. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ sagði Glódís um treyjuna frá Bayern München. Skórnir eru báðir Puma-landsliðsskór sem eru sérmerktir Glódís og einnig með íslenska fánann á sér. Það má finna allar upplýsingar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Uppboð.com (@uppbodcom)
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira