Eins árs fangelsi fyrir að flytja inn lítra af amfetamíni Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2024 17:01 Konan var gómuð við komuna til landsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn rúman lítra af amfetamínbasa frá Póllandi. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 16. febrúar síðastliðinn. Þar segir að konan hafi verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 1.010 millilítrum af amfetamínbasa, með styrkleika 45 til 47 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hún hafi flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Játaði skýlaust Í dóminum segir að konan hafi mætt fyrir dóminn, játað brot sitt án undandráttar og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins, sem krafðist upptöku amfetamínbasans. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Þá hafi hún krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist yrði dregin frá dæmdri refsingu að fullri dagatölu. Aldrei brotið af sér áður Í dóminum segir að engra gagni hafi notið í málinu um að konan hefði áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Litið yrði til þessa og aldurs konunnar við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar og samvinnu hennar. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að brot konunnar hafi verið stórfellt. Í því sambandi væri einkum horft til verulegs hættueiginleika efnisins, styrkleika þess og magns, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Með vísan til þess og fordæmisgefandi dóms þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin eins árs fangelsisvist. Þá sæti konan upptöku alls amfetamínbasans. Loks segir að konan greiði allan sakarkostnað, 1,7 milljónir króna. Um væri að ræða kostnað vegna magngreiningar og matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands auk þóknunar skipaðs verjanda konunnar á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þyki hæfilega ákveðin, með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins, 1,5 milljónir króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 16. febrúar síðastliðinn. Þar segir að konan hafi verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 1.010 millilítrum af amfetamínbasa, með styrkleika 45 til 47 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hún hafi flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Játaði skýlaust Í dóminum segir að konan hafi mætt fyrir dóminn, játað brot sitt án undandráttar og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins, sem krafðist upptöku amfetamínbasans. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Þá hafi hún krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist yrði dregin frá dæmdri refsingu að fullri dagatölu. Aldrei brotið af sér áður Í dóminum segir að engra gagni hafi notið í málinu um að konan hefði áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Litið yrði til þessa og aldurs konunnar við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar og samvinnu hennar. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að brot konunnar hafi verið stórfellt. Í því sambandi væri einkum horft til verulegs hættueiginleika efnisins, styrkleika þess og magns, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Með vísan til þess og fordæmisgefandi dóms þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin eins árs fangelsisvist. Þá sæti konan upptöku alls amfetamínbasans. Loks segir að konan greiði allan sakarkostnað, 1,7 milljónir króna. Um væri að ræða kostnað vegna magngreiningar og matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands auk þóknunar skipaðs verjanda konunnar á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þyki hæfilega ákveðin, með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins, 1,5 milljónir króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira