Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Síerra Leóne. Það var einn kyrrlátan sunnudagsmorgun í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum sem þau hjónin Regína Bjarnadóttir og Henry Alexender Henrysson sátu og lásu blöðin. Regína rekur þá augun í atvinnuauglýsingu sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Regína var þá forstöðumaður greiningardeildar Arion banka og Henry kenndi heimspeki við Háskóla Íslands og víðar. En þarna var auglýst draumastarfið, það vantaði framkvæmdastjóra Auroru Velgjörðarsjóðs fyrir Síerra Leóne. Regína, sem er þróunarhagfræðingur að mennt, sótti um og fékk starfið árið 2015. Framan af var hún og fjölskyldan að flakka á milli Íslands og Síerra Leóne en fyrir sjö árum ákváðu þau að flytja alfarið með börnin sín þrjú. Nú er hins vegar elsta dóttir þeirra flutt aftur til Íslands enda á leið í háskólanám. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar og höfuðborgin Freetown þar sem þau búa er að flestu, ef ekki öllu, leyti ákaflega ólík Reykjavík eins og Lóa Pind Aldísardóttir komst að þegar hún heimsótti fjölskylduna fyrir þáttaröðina Hvar er best að búa?. Fjölskyldunni líður vel í Freetown og Emma, 14 ára dóttir þeirra, segir Síerra Leóne vera sinn uppáhaldsstað í heiminum. En ýmislegt tekur á, meðal annars að fóta sig í tilveru þar sem meirihluta manna er bláfátækur. Eitt það erfiðasta sem þau hafa lent í, er þegar náið samstarfsfólk, hefur stolið frá þeim verðmætum. Eins og fram kemur í myndbrotinu sem hér fylgir. Höfum lært hvernig traust virkar „En traust er náttúrlega dálítið flókið fyrirbæri,“ segir Henry, „og sumir einstaklingar sem hafa verið mjög nánir okkur og verið mikið með okkur - við hefðum alveg getað treyst þeim fyrir lífi barnanna okkar en því miður höfum við ekki getað treyst þeim fyrir að hafa peninga aðgengilega. Við höfum lært það hér hvernig traust virkar.“ Regína segir það áfall að átta sig á að ekki sé hægt að treysta fólki sem er þér nákomið fyrir peningum. „Það tekur á að ganga í gegnum slíkt.“ Henry bætir við: „En maður þarf að skilja hvar maður er og hvernig líf fólks er hérna og freista þeirra ekki. Þetta er líka á okkar ábyrgð.“ Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Síerra Leóne Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Regína rekur þá augun í atvinnuauglýsingu sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Regína var þá forstöðumaður greiningardeildar Arion banka og Henry kenndi heimspeki við Háskóla Íslands og víðar. En þarna var auglýst draumastarfið, það vantaði framkvæmdastjóra Auroru Velgjörðarsjóðs fyrir Síerra Leóne. Regína, sem er þróunarhagfræðingur að mennt, sótti um og fékk starfið árið 2015. Framan af var hún og fjölskyldan að flakka á milli Íslands og Síerra Leóne en fyrir sjö árum ákváðu þau að flytja alfarið með börnin sín þrjú. Nú er hins vegar elsta dóttir þeirra flutt aftur til Íslands enda á leið í háskólanám. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar og höfuðborgin Freetown þar sem þau búa er að flestu, ef ekki öllu, leyti ákaflega ólík Reykjavík eins og Lóa Pind Aldísardóttir komst að þegar hún heimsótti fjölskylduna fyrir þáttaröðina Hvar er best að búa?. Fjölskyldunni líður vel í Freetown og Emma, 14 ára dóttir þeirra, segir Síerra Leóne vera sinn uppáhaldsstað í heiminum. En ýmislegt tekur á, meðal annars að fóta sig í tilveru þar sem meirihluta manna er bláfátækur. Eitt það erfiðasta sem þau hafa lent í, er þegar náið samstarfsfólk, hefur stolið frá þeim verðmætum. Eins og fram kemur í myndbrotinu sem hér fylgir. Höfum lært hvernig traust virkar „En traust er náttúrlega dálítið flókið fyrirbæri,“ segir Henry, „og sumir einstaklingar sem hafa verið mjög nánir okkur og verið mikið með okkur - við hefðum alveg getað treyst þeim fyrir lífi barnanna okkar en því miður höfum við ekki getað treyst þeim fyrir að hafa peninga aðgengilega. Við höfum lært það hér hvernig traust virkar.“ Regína segir það áfall að átta sig á að ekki sé hægt að treysta fólki sem er þér nákomið fyrir peningum. „Það tekur á að ganga í gegnum slíkt.“ Henry bætir við: „En maður þarf að skilja hvar maður er og hvernig líf fólks er hérna og freista þeirra ekki. Þetta er líka á okkar ábyrgð.“ Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Síerra Leóne Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein