Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 16:31 Guðni lét ekki nægja að klæða sig í sokkana heldur hoppaði hann líka í þeim. Vísir/Arnar Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. Á hverju ári framleiðir og selur Krabbameinsfélagið Mottumarssokka með nýrri hönnun og fylgir eftir með auglýsingu og fjölbreyttri fræðslu. Sokkarnir koma í sölu 29. febrúar næstkomandi. Í ár eru sokkarnir hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW og eru Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana. Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu sem hefur í ár tekið á sig abstrakt yfirbragð og myndar mynstur í hinu hefðbundna litaþema átaksins. Mynstrið vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum greinist einhvern tímann á lífsleiðinni með krabbamein. Hér í klippunni að ofan má sjá þegar Guðni fékk sokkana í hendurnar, fékk smá kynningu á sokkunum, klæddi sig í þá og prófaði að hoppa í þeim. Guðni í sokkunum ásamt Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og tveimur af hönnuðum sokkanna í ár, Snæfríði Þorsteins og Grétu Hlöðversdóttur.Vísir/Arnar Sokkarnir ein meginstoð félagsins Sala sokkanna er ein meginstoðin undir starfsemi Krabbameinsfélagsins sem felst í ókeypis stuðningi og ráðgjöf fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur og öflugt rannsóknar- og forvarnarstarf. Allt starfið er fjármagnað með sjálfsaflafé, stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Forsetinn segir ánægjulegt að hafa getað lagt góðu málefni lið í gegnum árin. Hann hvatti fólk til að sinna eigin heilsu, fara í skoðun, leggja góðu málefni lið og til að klæðast fögrum sokkum í leiðinni. Þá hafði hann orð á því að sokkarnir væru óvenju þægilegir í ár og bætti við að þeir hefðu verið ansi stífir eitt árið. Krabbameinsfélagið þakkaði forsetanum fyrir að vera einn af fáum embættismönnum sem talað hafa af alvöru fyrir lýðheilsu og fyrir að hafa sýnt gott frumkvæði og fordæmi í gegnum árin. Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Á hverju ári framleiðir og selur Krabbameinsfélagið Mottumarssokka með nýrri hönnun og fylgir eftir með auglýsingu og fjölbreyttri fræðslu. Sokkarnir koma í sölu 29. febrúar næstkomandi. Í ár eru sokkarnir hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW og eru Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana. Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu sem hefur í ár tekið á sig abstrakt yfirbragð og myndar mynstur í hinu hefðbundna litaþema átaksins. Mynstrið vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum greinist einhvern tímann á lífsleiðinni með krabbamein. Hér í klippunni að ofan má sjá þegar Guðni fékk sokkana í hendurnar, fékk smá kynningu á sokkunum, klæddi sig í þá og prófaði að hoppa í þeim. Guðni í sokkunum ásamt Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og tveimur af hönnuðum sokkanna í ár, Snæfríði Þorsteins og Grétu Hlöðversdóttur.Vísir/Arnar Sokkarnir ein meginstoð félagsins Sala sokkanna er ein meginstoðin undir starfsemi Krabbameinsfélagsins sem felst í ókeypis stuðningi og ráðgjöf fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur og öflugt rannsóknar- og forvarnarstarf. Allt starfið er fjármagnað með sjálfsaflafé, stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Forsetinn segir ánægjulegt að hafa getað lagt góðu málefni lið í gegnum árin. Hann hvatti fólk til að sinna eigin heilsu, fara í skoðun, leggja góðu málefni lið og til að klæðast fögrum sokkum í leiðinni. Þá hafði hann orð á því að sokkarnir væru óvenju þægilegir í ár og bætti við að þeir hefðu verið ansi stífir eitt árið. Krabbameinsfélagið þakkaði forsetanum fyrir að vera einn af fáum embættismönnum sem talað hafa af alvöru fyrir lýðheilsu og fyrir að hafa sýnt gott frumkvæði og fordæmi í gegnum árin.
Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira