Gummi býr yfir veglegu töskusafni og er duglegur að breyta til en hann opnar hér töskuna sína fyrir lesendum Vísis.
Hvað er í töskunni þinni?
Ég er alltaf með lykla, síma, veski, dagkrem, varasalva, sólgleraugu, tyggjó og passann minn.
Hefur einhver hlutur í töskunni tilfinningalegt gildi?
Ég er með dagbók sem mér þykir afar vænt um.
Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni?
Það sem er talið upp að ofan. Þetta eru hlutir sem ég nota á hverjum degi og verð að hafa með mér alla daga. Stundum er ég svo með eitthvað nesti eða random hluti og þarf þess vegna að hafa stóra tösku.
Hver er þín uppáhalds taska og af hverju?
Uppáhalds taskan mín er Balenciaga Neo classic medium sem ég keypti mér um daginn.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég nota baguette bag, eða tösku með handfangi, sem karlmenn eru farnir að nota í meiri mæli erlendis, eins og klassísku Fendi baguette.
Ég nota einnig mikið Bottega Veneta pouch, Louis Vuitton og Dior.
Ertu duglegur að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu?
Ég er skipulagsfrík og tek reglulega til í töskunni.
Hendi gömlum miðum og tómum tyggjópökkum ásamt því að þrífa töskurnar að innan.
Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna?
Ég á það til að skipta reglulega um töskur og fer það mikið eftir því í hvaða outfitti ég er og í hvernig stuði, en einnig fæ ég oft leið á sumum töskum og skipti þess vegna.
Ég rótera líka íþróttatöskum sem kallast weekend bag og þar er að finna merki eins og Louis Vuitton, Balmain, Plein og Tom Ford.
Stór eða lítil taska og af hverju?
Ég vil oftast hafa töskurnar mínar stórar þar sem ég er oft með mikið af fötum til skiptanna í íþróttatöskunni minni plús tvær snyrtitöskur og er sömuleiðis oft með smáhluti í day to day töskunni.