Coventry fyrst liða í átta liða úrslit þeirrar elstu og virtustu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 22:21 Ellis Simms (t.v.) fagnar einu af þremur mörkum sínum. Catherine Ivill/Getty Images Í kvöld fór fyrsti leikur 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar fram. Þar vann Coventry City spútniklið Maidenhead United örugglega 5-0. Enska bikarkeppnin í knattspyrnu, FA Cup, er elsta bikarkeppni í heimi. Maidenhead United sem situr í 15. sæti E-deildar Englands er þjálfað af George Elokobi, fyrrverandi leikmanni Úlfanna og fleiri liða. Liðið sló Ipswich Town út í síðustu umferð en Ipswich er í harðri baráttu um að komast upp úr ensku B-deildinni. Coventry er í 9. sæti ensku B-deildarinnar en eftir sigur gestanna á Ipswich var ljóst að það var ekkert vanmat í gangi. Ellis Simms, framherjinn stæðilegi í liði Coventry, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu á rúmum 25 mínútum. Fyrsta markið skoraði hann á 9. mínútu þegar hann kláraði færi sitt einkar vel eftir frábæra sendingu Kasey Palmer. The assist The finish Ellis Simms bags an early goal for @Coventry_City#EmiratesFACup pic.twitter.com/9uaGsVMQzb— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Fimm mínútum síðar renndi Palmer boltanum aftur í gegnum vörn gestanna og aftur skoraði Ellis með fínu skoti. Að þessu sinni má setja spurningamerki við Lucas Covolan, markvörð gestanna. Ellis Simms grabs his second of the day for @Coventry_City #EmiratesFACup pic.twitter.com/RGw7ZEitoo— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Simms fullkomnaði svo þrennu sína þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Covolan gat ekki haldið. Var þetta fyrsta þrenna Simms á ferlinum. Strikers instinct It's a first professional hat-trick for @_ellissimms #EmiratesFACup pic.twitter.com/duj9jrp4WW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Í síðari hálfleik bætti Fabio Tavares við tveimur mörkum og leiknum lauk eins og áður sagði með 5-0 sigri Coventry sem er komið alla leið í 8-liða úrslit. Fabio Tavares wants people to remember his name.#EmiratesFACup pic.twitter.com/Gy9W4JVhfZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Tavares grabs another to seal @Coventry_City's spot in the #EmiratesFACup quarter-finals pic.twitter.com/u2joXneNp8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Aðrir leikir 16-liða úrslitanna fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Verða sex af sjö leikjum sýndir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Maidenhead United sem situr í 15. sæti E-deildar Englands er þjálfað af George Elokobi, fyrrverandi leikmanni Úlfanna og fleiri liða. Liðið sló Ipswich Town út í síðustu umferð en Ipswich er í harðri baráttu um að komast upp úr ensku B-deildinni. Coventry er í 9. sæti ensku B-deildarinnar en eftir sigur gestanna á Ipswich var ljóst að það var ekkert vanmat í gangi. Ellis Simms, framherjinn stæðilegi í liði Coventry, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu á rúmum 25 mínútum. Fyrsta markið skoraði hann á 9. mínútu þegar hann kláraði færi sitt einkar vel eftir frábæra sendingu Kasey Palmer. The assist The finish Ellis Simms bags an early goal for @Coventry_City#EmiratesFACup pic.twitter.com/9uaGsVMQzb— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Fimm mínútum síðar renndi Palmer boltanum aftur í gegnum vörn gestanna og aftur skoraði Ellis með fínu skoti. Að þessu sinni má setja spurningamerki við Lucas Covolan, markvörð gestanna. Ellis Simms grabs his second of the day for @Coventry_City #EmiratesFACup pic.twitter.com/RGw7ZEitoo— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Simms fullkomnaði svo þrennu sína þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Covolan gat ekki haldið. Var þetta fyrsta þrenna Simms á ferlinum. Strikers instinct It's a first professional hat-trick for @_ellissimms #EmiratesFACup pic.twitter.com/duj9jrp4WW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Í síðari hálfleik bætti Fabio Tavares við tveimur mörkum og leiknum lauk eins og áður sagði með 5-0 sigri Coventry sem er komið alla leið í 8-liða úrslit. Fabio Tavares wants people to remember his name.#EmiratesFACup pic.twitter.com/Gy9W4JVhfZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Tavares grabs another to seal @Coventry_City's spot in the #EmiratesFACup quarter-finals pic.twitter.com/u2joXneNp8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Aðrir leikir 16-liða úrslitanna fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Verða sex af sjö leikjum sýndir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira