Liverpool þurfi kraftaverk eftir nýjustu tíðindi af meiðslalistanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 17:46 Meiðslalisti Liverpool er orðinn ansi langur. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ef á að nást að stroka einhver nöfn út af meiðslalistanum fyrir leik liðsins gegn Southampton í ensku bikarkeppninni annað kvöld. Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er nýjasta nafnið á löngum meiðslalista Liverpool, en hann meiddist á ökkla í úrslitaleik enska deildarbikarsins síðastliðinn sunnudag. Gravenberch var borinn af velli, en sneri aftur á grasið á hækjum til að taka þátt í fagnaðarlátum liðsins eftir að deildarbikarmeistaratitillinn var í höfn. Ásamt Gravenberch eru þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Thiago Alcantara, Curtis Jones, Stefan Bajcetic og Diogo Jota fjarri góðu gamni. Þá er enn óljóst hvort Mohamed Salah, Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai geti tekið þátt í leiknum á morgun, en þeir æfðu þó allir í dag. "We need miracles for a few players"Liverpool manager Jurgen Klopp provides an injury update and confirms midfielder Ryan Gravenberch has suffered ankle ligament damage and will miss their next few games 🔴 pic.twitter.com/7OugaciJbR— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Klopp segir að hann muni bíða og sjá til með hvort Salah, Szoboszlai og Nunez verði klárir í slaginn á morgun, en að liðið þurfi á kraftaverki að halda. „Ryan [Gravenberch] verður ekki með. Hans meiðsli hefðu klárlega getað verið verri, en þau eru nógu slæm til að halda honum frá þessum leik og þeim næsta. Við sjáum til,“ sagði Klopp. „Við þurfum á kraftaverki að halda varðandi nokkra leikmenn. Ég vil ekki útiloka þá of lengi en við verðum að meta stöðuna varðandi nokkra af þeim sem gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum.“ Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er nýjasta nafnið á löngum meiðslalista Liverpool, en hann meiddist á ökkla í úrslitaleik enska deildarbikarsins síðastliðinn sunnudag. Gravenberch var borinn af velli, en sneri aftur á grasið á hækjum til að taka þátt í fagnaðarlátum liðsins eftir að deildarbikarmeistaratitillinn var í höfn. Ásamt Gravenberch eru þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Thiago Alcantara, Curtis Jones, Stefan Bajcetic og Diogo Jota fjarri góðu gamni. Þá er enn óljóst hvort Mohamed Salah, Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai geti tekið þátt í leiknum á morgun, en þeir æfðu þó allir í dag. "We need miracles for a few players"Liverpool manager Jurgen Klopp provides an injury update and confirms midfielder Ryan Gravenberch has suffered ankle ligament damage and will miss their next few games 🔴 pic.twitter.com/7OugaciJbR— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Klopp segir að hann muni bíða og sjá til með hvort Salah, Szoboszlai og Nunez verði klárir í slaginn á morgun, en að liðið þurfi á kraftaverki að halda. „Ryan [Gravenberch] verður ekki með. Hans meiðsli hefðu klárlega getað verið verri, en þau eru nógu slæm til að halda honum frá þessum leik og þeim næsta. Við sjáum til,“ sagði Klopp. „Við þurfum á kraftaverki að halda varðandi nokkra leikmenn. Ég vil ekki útiloka þá of lengi en við verðum að meta stöðuna varðandi nokkra af þeim sem gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum.“
Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira