„Ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 18:24 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði og lagði upp í sigrinum mikilvæga. Vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir var maður leiksins er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í seinni leik liðanna í einvígi um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hún segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi unnið einvígið vera einfalda. „Það er bara það að við skoruðum tvö mörk og þær bara eitt,“ sagði Sveindís glöð í bragði eftir sigurinn, en hún skoraði fyrra mark Íslands og lagði upp það seinna. „Við höfðum trú á verkefninu og mér fannst ósanngjarnt að við höfum verið undir í hálfleik. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna og það var að skora tvö mörk og halda hreinu í seinni. Við gerðum það bara og það skilaði okkur sigrinum.“ Íslenska liðið lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins og segir Sveindís það hafa verið högg. Hún segir þó að liðið hafi aldrei misst trú á verkefninu. „Það var svolítið högg þegar þær komast yfir bara í byrjun leiksins. En við höfðum tæpar 90 mínútur til að skora tvö og vinna. Þetta var bara eitthvað smá basl þarna og þær ná að skora. Það gerist oft að maður lendir undir en þá er bara karakter að koma til baka.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð að jafna metin í fyrri hálfleik fékk íslenska liðið tækifæri til þess. Þar á meðal fékk Sveindís eitt færi sem hún hefði viljað skora úr. „Þetta var eftir skot frá Karó [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur] og markmaðurinn ver. Mér fannst ég sjá hann svolítið seint en maður á alltaf að koma þessu inn. Þetta var bara smá óheppni og ég sagði það líka í viðtali í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það í seinni.“ Þá segir hún að liðsheildin hafi skilað íslenska liðinu sigrinum í seinni hálfleik. „Ég held að þetta hafi bara snúist um hvort liðið langaði þetta meira og við vildum vinna þetta. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna þetta. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur og við gerðum það í dag.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu í seinni eftir að þær skora. Við vitum að við erum gott varnarlið og við eigum ekki að fá á okkur mörg mörk. Mér fannst við gera þetta vel og þær fengu ekkert þannig séð mörg færi og voru ekki að opna okkur. Þær eru mjög aggressívar og mikil harka í þeim, en þær voru líka svolítið að henda sér niður sem fer svolítið í taugarnar á manni. En við hleyptum þeim ekki í hausinn á okkur og héldum bara áfram.“ „Þetta einkennir þær svolítið, að tefja. En við getum ekkert gert í því nema kannski að láta dómarann vita. Dómarinn gaf markmanninum þeirra gult spjald snemma í seinni hálfleik og það hjálpaði okkur. Hún getur þá ekki tekið fleiri sénsa. En svo var það bara geggjað hjá okkur að komast yfir og þá byrja þær að drífa sig. Við lokum bara á það og höldum vel í boltann. Mér fannst við gera það vel í lokin og gáfum engin færi á okkur.“ Klippa: Sveindís eftir sigurinn gegn Serbum Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
„Það er bara það að við skoruðum tvö mörk og þær bara eitt,“ sagði Sveindís glöð í bragði eftir sigurinn, en hún skoraði fyrra mark Íslands og lagði upp það seinna. „Við höfðum trú á verkefninu og mér fannst ósanngjarnt að við höfum verið undir í hálfleik. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna og það var að skora tvö mörk og halda hreinu í seinni. Við gerðum það bara og það skilaði okkur sigrinum.“ Íslenska liðið lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins og segir Sveindís það hafa verið högg. Hún segir þó að liðið hafi aldrei misst trú á verkefninu. „Það var svolítið högg þegar þær komast yfir bara í byrjun leiksins. En við höfðum tæpar 90 mínútur til að skora tvö og vinna. Þetta var bara eitthvað smá basl þarna og þær ná að skora. Það gerist oft að maður lendir undir en þá er bara karakter að koma til baka.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð að jafna metin í fyrri hálfleik fékk íslenska liðið tækifæri til þess. Þar á meðal fékk Sveindís eitt færi sem hún hefði viljað skora úr. „Þetta var eftir skot frá Karó [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur] og markmaðurinn ver. Mér fannst ég sjá hann svolítið seint en maður á alltaf að koma þessu inn. Þetta var bara smá óheppni og ég sagði það líka í viðtali í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það í seinni.“ Þá segir hún að liðsheildin hafi skilað íslenska liðinu sigrinum í seinni hálfleik. „Ég held að þetta hafi bara snúist um hvort liðið langaði þetta meira og við vildum vinna þetta. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna þetta. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur og við gerðum það í dag.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu í seinni eftir að þær skora. Við vitum að við erum gott varnarlið og við eigum ekki að fá á okkur mörg mörk. Mér fannst við gera þetta vel og þær fengu ekkert þannig séð mörg færi og voru ekki að opna okkur. Þær eru mjög aggressívar og mikil harka í þeim, en þær voru líka svolítið að henda sér niður sem fer svolítið í taugarnar á manni. En við hleyptum þeim ekki í hausinn á okkur og héldum bara áfram.“ „Þetta einkennir þær svolítið, að tefja. En við getum ekkert gert í því nema kannski að láta dómarann vita. Dómarinn gaf markmanninum þeirra gult spjald snemma í seinni hálfleik og það hjálpaði okkur. Hún getur þá ekki tekið fleiri sénsa. En svo var það bara geggjað hjá okkur að komast yfir og þá byrja þær að drífa sig. Við lokum bara á það og höldum vel í boltann. Mér fannst við gera það vel í lokin og gáfum engin færi á okkur.“ Klippa: Sveindís eftir sigurinn gegn Serbum
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn