„Um leið og við jöfnuðum vissi ég að við værum að fara að vinna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 23:31 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var eðlilega kampakát í leikslok. Vísir/Hulda Margrét „Ég mydi segja að við unnum baráttuna í dag, fyrst og fremst,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í dag. „Það var mikið af seinni boltum, út af vindi og örðu, og við unnum þá baráttu í dag og algjört hrós á miðjuna okkar sérstaklega sem unnu bolta eftir bolta. Fyrst og fremst það, en líka trúin á að þetta kæmi að lokum og það gerði það verðskuldað,“ sagði Glódís. Þrátt fyrir sigurinn er ekki hægt að segja að íslenska liðið hafi fengið draumabyrjun á leiknum, en Serbar tóku forystuna strax á sjöttu mínútu. „Þetta voru bara mistök hjá okkur, en svona gerist. Þetta er augnablik þar sem við erum að reyna að spila okkur upp í gegnum miðjuna og svona getur gerst þegar við erum að reyna það og það er það sem fólk er að kalla eftir. Það er ekki hægt að afhausa leikmenn sem eru að reyna það.“ „En mér fannst við svara þessu gríðarlega vel. Mér fannst við verða betri eftir að við fáum á okkur markið og ég er bara gríðarlega ánægð með sigurinn.“ Þá segir Glódís að uppspil liðsins hafi á köflum mátt ganga betur. „Það gekk bara misvel. Það gekk best þegar við vorum að ná að tengja inn í miðjuna og skipta á milli kanta og það hefði örugglega getað gert það miklu oftar. Pressan þeirra var oft og tíðum góð, en oft og tíðum vorum við að fara inn í svæðin sem þær voru að beina okkur í. Þá voru þær að vinna boltana, en það voru mörg góða augnablik og ég held að það sé margt sem við getum tekið með okkur úr uppspilinu úr þessum leik. En við verðum svo að yfirfæra það á seinasta þriðjunginn og vera enn þá hættulegri fyrir framan markið.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það hefði auðvitað ekki verið gott að fá á okkur mark þarna, en við vorum svolítið að sækja og þetta er augnablik þar sem við erum ekki í góðum balance og vorum ekki klárar í skyndisóknina. Það er eitthvað sem við verðum að taka með okkur. Á móti betri liðum hefðum við mögulega fengið á okkur mark. Þetta eitthvað sem mun pottþétt koma á klippum fyrir næstu verkefni.“ Fyrirliðinn segir einnig að leikurinn hafi breyst eftir að íslenska liðið náði loksins að jafna metin. „Mér fannst leikurinn aðeins breytast. Eftir að við skorum þá fara þær aðeins að sækja meira og skilja fleiri leikmenn eftir uppi hátt á vellinum. Ég held að þær komist í aðeins fleiri hálffæri og einhverja sénsa, skiljanlega því þær náttúrulega vilja vinna leikinn alveg eins og við. En á móti þá opnast líka fleiri svæði fyrir okkur að sækja í. En um leið og við jöfnuðum metin þá vissi ég að við værum að fara að vinna. Við vorum með mómentið með okkur og vindinn í bakið og ég er bara gríðarlega ánægð fyrir Bryndísi að hafa getað skorað þetta mark.“ Eins og svo oft áður þegar knattspyrna er spiluð á Íslandi setti veðrið þó svip sinn á leikinn. „Þetta voru náttúrulega bara allar árstíðir sem komu í þessum leik,“ sagði Glódís og hló. „Auðvitað var þetta sérstakt, en við vorum heppnar og unnum uppkastið og gátum þá byrjað á móti vindi þannig að við hefðum meðvindinn í seinni hálfleik. Það er ákveðin heppni líka að við höfum náð að vinna það af því að það skipti máli í þessum leik.“ „Maður fann það alveg að fyrri hálfleikur var erfiðari. Það var erfiðara að hreinsa boltanum og það var erfiðara að tengja á milli, en gott að vera með meðvind þegar við þurftum mark,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Serbum Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
„Það var mikið af seinni boltum, út af vindi og örðu, og við unnum þá baráttu í dag og algjört hrós á miðjuna okkar sérstaklega sem unnu bolta eftir bolta. Fyrst og fremst það, en líka trúin á að þetta kæmi að lokum og það gerði það verðskuldað,“ sagði Glódís. Þrátt fyrir sigurinn er ekki hægt að segja að íslenska liðið hafi fengið draumabyrjun á leiknum, en Serbar tóku forystuna strax á sjöttu mínútu. „Þetta voru bara mistök hjá okkur, en svona gerist. Þetta er augnablik þar sem við erum að reyna að spila okkur upp í gegnum miðjuna og svona getur gerst þegar við erum að reyna það og það er það sem fólk er að kalla eftir. Það er ekki hægt að afhausa leikmenn sem eru að reyna það.“ „En mér fannst við svara þessu gríðarlega vel. Mér fannst við verða betri eftir að við fáum á okkur markið og ég er bara gríðarlega ánægð með sigurinn.“ Þá segir Glódís að uppspil liðsins hafi á köflum mátt ganga betur. „Það gekk bara misvel. Það gekk best þegar við vorum að ná að tengja inn í miðjuna og skipta á milli kanta og það hefði örugglega getað gert það miklu oftar. Pressan þeirra var oft og tíðum góð, en oft og tíðum vorum við að fara inn í svæðin sem þær voru að beina okkur í. Þá voru þær að vinna boltana, en það voru mörg góða augnablik og ég held að það sé margt sem við getum tekið með okkur úr uppspilinu úr þessum leik. En við verðum svo að yfirfæra það á seinasta þriðjunginn og vera enn þá hættulegri fyrir framan markið.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það hefði auðvitað ekki verið gott að fá á okkur mark þarna, en við vorum svolítið að sækja og þetta er augnablik þar sem við erum ekki í góðum balance og vorum ekki klárar í skyndisóknina. Það er eitthvað sem við verðum að taka með okkur. Á móti betri liðum hefðum við mögulega fengið á okkur mark. Þetta eitthvað sem mun pottþétt koma á klippum fyrir næstu verkefni.“ Fyrirliðinn segir einnig að leikurinn hafi breyst eftir að íslenska liðið náði loksins að jafna metin. „Mér fannst leikurinn aðeins breytast. Eftir að við skorum þá fara þær aðeins að sækja meira og skilja fleiri leikmenn eftir uppi hátt á vellinum. Ég held að þær komist í aðeins fleiri hálffæri og einhverja sénsa, skiljanlega því þær náttúrulega vilja vinna leikinn alveg eins og við. En á móti þá opnast líka fleiri svæði fyrir okkur að sækja í. En um leið og við jöfnuðum metin þá vissi ég að við værum að fara að vinna. Við vorum með mómentið með okkur og vindinn í bakið og ég er bara gríðarlega ánægð fyrir Bryndísi að hafa getað skorað þetta mark.“ Eins og svo oft áður þegar knattspyrna er spiluð á Íslandi setti veðrið þó svip sinn á leikinn. „Þetta voru náttúrulega bara allar árstíðir sem komu í þessum leik,“ sagði Glódís og hló. „Auðvitað var þetta sérstakt, en við vorum heppnar og unnum uppkastið og gátum þá byrjað á móti vindi þannig að við hefðum meðvindinn í seinni hálfleik. Það er ákveðin heppni líka að við höfum náð að vinna það af því að það skipti máli í þessum leik.“ „Maður fann það alveg að fyrri hálfleikur var erfiðari. Það var erfiðara að hreinsa boltanum og það var erfiðara að tengja á milli, en gott að vera með meðvind þegar við þurftum mark,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Serbum
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira