Aguero um orðróminn: Algjör lygi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 10:31 Pep Guardiola ræðir málin við Sergio Aguero í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Getty/Michael Regan Sergio Aguero segir ekkert til í því að hann ætli að hefja æfingar með argentínska félaginu Independiente. Orðrómur fór af stað í vikunni um að Aguero ætlaði að taka skóna af hillunni og byrja aftur að spila fótbolta í heimalandinu. Aguero setti fótboltaskóna upp á hillu í desember 2021 en hann var þá leikmaður Barcelona. Ástæðan voru hjartsláttartruflanir sem þvinguðu hann til að hætta aðeins 33 ára gamall. „Þetta er algjör lygi. Ég er ekki að fara að æfa með Independiente,“ sagði Aguero. Góðar fréttir frá lækni hans um að hann mætti spila fótbolta á ný setti boltann af stað í fjölmiðlum í Argentínu. Sergio Aguero denied reports that he will come out of retirement to train with Carlos Teves's Independiente.Tevez recently said he would welcome Aguero with open arms "Even if it's 10 or 15 minutes." pic.twitter.com/TpWyK49eZA— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2024 „Stundum býr fólk bara til hluti. Ég vil ítreka það að hjartalæknir minn segir að allt sé í góðu með mig. Það er mikilvægt að heilsan mín sé góð. En að fara að æfa aftur með liði í efstu deild. Ég hefði þurft að fara í fjölda prófa áður en slíkt gerist,“ sagði Aguero. Aguero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi. Hann hóf hins vegar feril sinn með Independiente. Aguero hafði grínast með það á Twitch að hann þyrfti að ráðfæra sig við hjartalækninn sinn ef Carlos Tevez, þjálfari Independiente, myndi hringja í hann. Tevez svaraði því að félagið tæki á móti Aguero með opnum örmum. „Hver myndi ekki vilja hafa Kun? Fyrst sem liðsfélagi og nú sem þjálfari. Jafnvel þótt að það séu bara tíu eða fimmtán mínútur,“ sagði Carlos Tevez. Allt fór í framhaldinu á mikið flug í argentínskum miðlum en nú hefur Aguero komið hlutunum á hreint. Hann er ekki að fara að spila alvöru fótbolta aftur. Argentína Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Orðrómur fór af stað í vikunni um að Aguero ætlaði að taka skóna af hillunni og byrja aftur að spila fótbolta í heimalandinu. Aguero setti fótboltaskóna upp á hillu í desember 2021 en hann var þá leikmaður Barcelona. Ástæðan voru hjartsláttartruflanir sem þvinguðu hann til að hætta aðeins 33 ára gamall. „Þetta er algjör lygi. Ég er ekki að fara að æfa með Independiente,“ sagði Aguero. Góðar fréttir frá lækni hans um að hann mætti spila fótbolta á ný setti boltann af stað í fjölmiðlum í Argentínu. Sergio Aguero denied reports that he will come out of retirement to train with Carlos Teves's Independiente.Tevez recently said he would welcome Aguero with open arms "Even if it's 10 or 15 minutes." pic.twitter.com/TpWyK49eZA— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2024 „Stundum býr fólk bara til hluti. Ég vil ítreka það að hjartalæknir minn segir að allt sé í góðu með mig. Það er mikilvægt að heilsan mín sé góð. En að fara að æfa aftur með liði í efstu deild. Ég hefði þurft að fara í fjölda prófa áður en slíkt gerist,“ sagði Aguero. Aguero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi. Hann hóf hins vegar feril sinn með Independiente. Aguero hafði grínast með það á Twitch að hann þyrfti að ráðfæra sig við hjartalækninn sinn ef Carlos Tevez, þjálfari Independiente, myndi hringja í hann. Tevez svaraði því að félagið tæki á móti Aguero með opnum örmum. „Hver myndi ekki vilja hafa Kun? Fyrst sem liðsfélagi og nú sem þjálfari. Jafnvel þótt að það séu bara tíu eða fimmtán mínútur,“ sagði Carlos Tevez. Allt fór í framhaldinu á mikið flug í argentínskum miðlum en nú hefur Aguero komið hlutunum á hreint. Hann er ekki að fara að spila alvöru fótbolta aftur.
Argentína Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira