Plastkubbahús fyrir íslenskar aðstæður Polynorth 1. mars 2024 08:31 Plastkubbaverksmiðja Polynorth á Akureyri býður upp á stuttan afhendingartíma og lipra þjónustu enda eru kubbarnir framleiddir á Akureyri. Plastkubbahús hafa verið að hasla sér völl hér á landi, meðal annars vegna þess hvað þau eru fljótleg í byggingu, sterk og vel einangruð. Starfsfólk í plastkubbaverksmiðjunni Polynorth á Akureyri leggur nú nótt við dag við að koma upp veglegum lager, að sögn Hjörleifs Árnasonar, annars eigenda fyrirtækisins. „Við stefnum á stuttan afhendingartíma og lipra þjónustu. Þar sem kubbarnir eru framleiddir á Akureyri þarf aldrei að bíða eftir sendingum erlendis frá, við bara vinnum lengur ef vantar meira.“ Hjörleifur Árnason og Hrafn Stefánsson keyptu verksmiðjuna í apríl 2021. Hjörleifur er viðskiptafræðingur og matreiðslumaður að mennt og hefur verið í fyrirtækjarekstri undanfarin ár, meðal annars í veitingageiranum. Hrafn er vélfræðingur og hefur reynslu af plastframleiðslu bæði hér heima og erlendis. Ekki ný hugmynd Á árunum rétt fyrir 2000 og allt til ársins 2015 hafa húskubbar í einni eða annarri mynd verið í framleiðslu á Íslandi. „Þar voru í fararbroddi fyrirtækin Varmamót og Víking Kubbar. Framleiðslan var flókin, vélarnar gamlar og viðhald mikið en eftirspurnin var gríðarlega mikil alveg fram á síðasta dag. Nú tökum við við boltanum hérna fyrir norðan með okkar eigin hönnun og framleiðslu. Mikið er lagt upp úr gæðum og eru kubbarnir okkar einstaklega sterkbyggðir en jafnframt léttir og lítið mál að höndla með þá alla daginn án þess að þreytast.“ Nú þegar er verið að byggja raðhús ofan á sökkla frá Polynorth á Dalvík og á Árskógssandi og hefur fyrirtækið fengið mikið lof fyrir kubbana frá þeim aðilum. Hér má sjá raðhús í byggingu ofan á sökkla frá Polynorth á Árskógssandi en fyrirtækið hefur fengið mikið lof fyrir kubbana frá þeim aðila. „Fleiri verkefni eru í gangi og má þar t.d. nefna stórt einbýlishús í Vaðlaheiði, bílskúr í Lyngholti og búið er að skipta út vegg í gömlu húsi í Hrísey, svo fátt eitt sé nefnt. Við erum gríðarlega stoltir og ánægðir með þessar viðtökur,“ segir Hjörleifur. Hér má sjá bílskúr á Akureyri og stórt einbýlishús á Vaðlaheiði. Tvær tegundir af kubbum Tvær megin tegundir af húskubbum eru framleiddar í verksmiðjunni segir Hjörleifur. „Annars vegar sökkulkubbar þar sem steypuþykktin er 215 mm og hins vegar veggkubbar þar sem steypuþykktin er 140 mm. Sama þykkt er á einangrun á kubbunum, 70 mm að utan og 50 mm að innan.“ Kubbarnir raðast einfaldlega upp eins og Legokubbar og stálið er lagt ofan í þá, eitt lag í einu. „Skorið er úr fyrir gluggum og hurðum og steypt í. Gott er að stífa kubbana af með tommu sex borðum og er reglan einfaldlega sú að því fleiri stoðir, þeim mun líklegra er að ekkert hreyfist þegar steypunni er hellt í mótin.“ Hús í bygginu á Kópaskeri. Kyndikostnaður stórminnkar Af því húskubbahús eru einangruð bæði að utan og innan dregur það verulega úr kyndingarkostnaði. Hjörleifur segir að það sé himinn og haf milli kostnaðar við upphitun plastkubbahúsa og húsa sem byggð eru úr öðrum efnivið. „Þannig að þau eru bæði fljótlegri í byggingu og ódýrari í kyndingu. Til lengri tíma litið er því mikill sparnaður í að byggja úr plastkubbum.“ Tímamóta reiknivél sem einfaldar útreikninga Polynorth hefur tekið í notkun reiknivél á heimasíðu sinni þar sem viðkomandi slær inn flatarmál og ummál byggingar og reiknivélin sér um að reikna út kostnað. „Þessi nýjung hefur mælst einstaklega vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar og vonandi á hún eftir að hjálpa mörgum að áætla kostnað við að byggja, hvort sem það er stórt einbýlishús eða lítill bílskúr.“ Nemendur frá byggingadeild VMA að spyrja Hjörleif út í húskubbavélina. Endurnýting í sátt við náttúruna „Frauðplast er svo slæmt fyrir náttúruna af því að það brotnar ekki niður.“ Þessi setning heyrist oft en Hjörleifur er á öðru máli og útskýrir: „Allur afskurður sem fellur til þegar við erum að skera í sérpantanir er hakkaður niður og endurnýttur. Öllu sem gengur af hjá þeim sem kaupa af okkur plast er hægt að skila, það er líka hakkað niður og endurnýtt. Meira að segja umbúðir utan af hráefninu okkar eru hakkaðar niður og endurnýttar samkvæmt kúnstarinnar reglum. Sumir verktakar hafa áttað sig á þessu og snúast á sveif með okkur að vernda náttúruna og minnka sóun. Þeir koma með allt plast sem notað er til að hlífa ísskápum, ofnum og þvílíku til okkar í staðinn fyrir að henda því í Terra.“ Nánari upplýsingar á polynorth.is. Hús og heimili Byggingariðnaður Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Starfsfólk í plastkubbaverksmiðjunni Polynorth á Akureyri leggur nú nótt við dag við að koma upp veglegum lager, að sögn Hjörleifs Árnasonar, annars eigenda fyrirtækisins. „Við stefnum á stuttan afhendingartíma og lipra þjónustu. Þar sem kubbarnir eru framleiddir á Akureyri þarf aldrei að bíða eftir sendingum erlendis frá, við bara vinnum lengur ef vantar meira.“ Hjörleifur Árnason og Hrafn Stefánsson keyptu verksmiðjuna í apríl 2021. Hjörleifur er viðskiptafræðingur og matreiðslumaður að mennt og hefur verið í fyrirtækjarekstri undanfarin ár, meðal annars í veitingageiranum. Hrafn er vélfræðingur og hefur reynslu af plastframleiðslu bæði hér heima og erlendis. Ekki ný hugmynd Á árunum rétt fyrir 2000 og allt til ársins 2015 hafa húskubbar í einni eða annarri mynd verið í framleiðslu á Íslandi. „Þar voru í fararbroddi fyrirtækin Varmamót og Víking Kubbar. Framleiðslan var flókin, vélarnar gamlar og viðhald mikið en eftirspurnin var gríðarlega mikil alveg fram á síðasta dag. Nú tökum við við boltanum hérna fyrir norðan með okkar eigin hönnun og framleiðslu. Mikið er lagt upp úr gæðum og eru kubbarnir okkar einstaklega sterkbyggðir en jafnframt léttir og lítið mál að höndla með þá alla daginn án þess að þreytast.“ Nú þegar er verið að byggja raðhús ofan á sökkla frá Polynorth á Dalvík og á Árskógssandi og hefur fyrirtækið fengið mikið lof fyrir kubbana frá þeim aðilum. Hér má sjá raðhús í byggingu ofan á sökkla frá Polynorth á Árskógssandi en fyrirtækið hefur fengið mikið lof fyrir kubbana frá þeim aðila. „Fleiri verkefni eru í gangi og má þar t.d. nefna stórt einbýlishús í Vaðlaheiði, bílskúr í Lyngholti og búið er að skipta út vegg í gömlu húsi í Hrísey, svo fátt eitt sé nefnt. Við erum gríðarlega stoltir og ánægðir með þessar viðtökur,“ segir Hjörleifur. Hér má sjá bílskúr á Akureyri og stórt einbýlishús á Vaðlaheiði. Tvær tegundir af kubbum Tvær megin tegundir af húskubbum eru framleiddar í verksmiðjunni segir Hjörleifur. „Annars vegar sökkulkubbar þar sem steypuþykktin er 215 mm og hins vegar veggkubbar þar sem steypuþykktin er 140 mm. Sama þykkt er á einangrun á kubbunum, 70 mm að utan og 50 mm að innan.“ Kubbarnir raðast einfaldlega upp eins og Legokubbar og stálið er lagt ofan í þá, eitt lag í einu. „Skorið er úr fyrir gluggum og hurðum og steypt í. Gott er að stífa kubbana af með tommu sex borðum og er reglan einfaldlega sú að því fleiri stoðir, þeim mun líklegra er að ekkert hreyfist þegar steypunni er hellt í mótin.“ Hús í bygginu á Kópaskeri. Kyndikostnaður stórminnkar Af því húskubbahús eru einangruð bæði að utan og innan dregur það verulega úr kyndingarkostnaði. Hjörleifur segir að það sé himinn og haf milli kostnaðar við upphitun plastkubbahúsa og húsa sem byggð eru úr öðrum efnivið. „Þannig að þau eru bæði fljótlegri í byggingu og ódýrari í kyndingu. Til lengri tíma litið er því mikill sparnaður í að byggja úr plastkubbum.“ Tímamóta reiknivél sem einfaldar útreikninga Polynorth hefur tekið í notkun reiknivél á heimasíðu sinni þar sem viðkomandi slær inn flatarmál og ummál byggingar og reiknivélin sér um að reikna út kostnað. „Þessi nýjung hefur mælst einstaklega vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar og vonandi á hún eftir að hjálpa mörgum að áætla kostnað við að byggja, hvort sem það er stórt einbýlishús eða lítill bílskúr.“ Nemendur frá byggingadeild VMA að spyrja Hjörleif út í húskubbavélina. Endurnýting í sátt við náttúruna „Frauðplast er svo slæmt fyrir náttúruna af því að það brotnar ekki niður.“ Þessi setning heyrist oft en Hjörleifur er á öðru máli og útskýrir: „Allur afskurður sem fellur til þegar við erum að skera í sérpantanir er hakkaður niður og endurnýttur. Öllu sem gengur af hjá þeim sem kaupa af okkur plast er hægt að skila, það er líka hakkað niður og endurnýtt. Meira að segja umbúðir utan af hráefninu okkar eru hakkaðar niður og endurnýttar samkvæmt kúnstarinnar reglum. Sumir verktakar hafa áttað sig á þessu og snúast á sveif með okkur að vernda náttúruna og minnka sóun. Þeir koma með allt plast sem notað er til að hlífa ísskápum, ofnum og þvílíku til okkar í staðinn fyrir að henda því í Terra.“ Nánari upplýsingar á polynorth.is.
Hús og heimili Byggingariðnaður Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira