Byggingariðnaður Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina. Innlent 21.10.2025 16:29 Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Verktakafyrirtækið Ístak og bæjaryfirvöld í Nuuk tilkynntu í dag að þau hefðu höggvið á hnút sem hindrað hefur opnun stærsta skóla Grænlands. Byggingarverkefnið er með þeim stærstu sem Íslendingar hafa annast erlendis en hefur verið stopp vegna ágreinings um brunavarnir. Innlent 16.10.2025 22:22 Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Viðskipti innlent 15.10.2025 13:41 Frá Reitum til Atlas verktaka Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Atlas verktaka og hóf störf í október. Viðskipti innlent 9.10.2025 07:47 Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. Viðskipti innlent 8.10.2025 22:33 Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Stjórn Húsasmiðjunnar hefur ráðið Birnu Ósk Einarsdóttur sem forstjóra félagsins. Hún tekur við starfinu af Árna Stefánssyni sem lét af störfum í maí eftir tólf ára starf. Viðskipti innlent 6.10.2025 11:13 Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Sprenging hefur orðið í sölu á húskubbum framleiddum úr frauðplasti og eru verktakar og einstaklingar að átta sig á kostum þess að byggja úr húskubbum framleiddum á Íslandi. Samstarf 29.9.2025 11:32 Viðskiptavinurinn alltaf í fókus BAUHAUS opnaði með hvelli árið 2012. Viðtökurnar voru gríðarlegar og aðsóknin miklu meiri en búist var við. Neytendur voru þyrstir í meira úrval af vörum og betri verð, og nú hefur BAUHAUS fest sig rækilega í sessi sem ein af stærstu og fjölbreyttustu verslunum landsins. Samstarf 25.9.2025 12:21 Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Svokölluð efnisneysla á Íslandi dróst saman í fyrra þegar hún nam rúmum 6.300 kílótonnum. Það samsvarar 16,4 tonnum á hvern íbúa landsins, en meðaltal síðastliðin þrjú ár hefur numið á bilinu 17 til 19 tonnum á hvern einstakling. Samdráttur ársins 2024 nemur 1.857 kílótonnum frá árinu á undan. Innlent 19.9.2025 10:09 Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Stjórn félags eldri borgara tók fyrstu skóflustunguna í dag í næsta áfanga nýja miðbæjarsins á Selfossi en um er að ræða fimm þúsund fermetra uppbyggingu. Sex sögufræg hús úr Reykjavík verða endurbyggð, þar á meðal Syndikatið og Ingólfshvoll. Innlent 18.9.2025 17:41 Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 11.9.2025 08:11 Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir. Innlent 5.9.2025 07:18 „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Innlent 4.9.2025 23:41 „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Innlent 4.9.2025 13:23 Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur um árabil verið eitt helsta viðfangsefni efnahagsumræðunnar vegna þess að óstöðugur húsnæðismarkaður hefur verið helsta rót verðbólgu og hárra vaxta. Skortur á framboði, hátt verð og erfiðleikar ungs fólks við að komast inn á markaðinn eru einkenni sem hafa hamlað vexti og dregið úr lífsgæðum. Skoðun 4.9.2025 08:00 Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 hefur verið ógilt. Húsið hýsti um árabil réttingarverkstæði þangað til að það brann árið 2016 í kjölfar íkveikju. Innlent 1.9.2025 15:44 „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Verktaki segir Reykjavíkurborg verða að bregðast betur við slæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Hann segir sig og kollega sína í verktakabransanum einnig geta litið í eigin barm. Viðskipti innlent 31.8.2025 20:32 Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Innlent 30.8.2025 19:18 „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Í haust opnar BM Vallá nýja steypustöð í Reykjanesbæ. Um er að ræða steypustöð sem er hönnuð með áherslu á gæði, skilvirkni og háþróaða framleiðslutækni. Með opnun steypustöðvarinnar styrkir fyrirtækið þjónustu sína á Suðurnesjum og styður við framkvæmda- og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Samhliða innleiðir BM Vallá nýjar lausnir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að betri nýtingu hráefna. Samstarf 22.8.2025 11:57 Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg. Menning 19.8.2025 15:09 „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós. Innlent 15.8.2025 20:55 Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Umtalsverður samdráttur er væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu. Verktakar kvarta yfir háum fjármagnskostnaði og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vítahring hafa myndast. Innlent 9.8.2025 00:22 „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Arkitekt blæs á gagnrýni á útlit Nýs-Landspítala sem nú er óðum að taka á sig mynd eftir áralangan undirbúning. Aðra sögu er hinsvegar að segja af staðsetningu spítalans við Hringbraut í Reykjavík, sem er út úr korti að mati arkitektsins. Innlent 30.7.2025 21:59 „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Innlent 23.7.2025 13:23 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Alls segjast 56 prósent landsmanna vera neikvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt könnun Prósents dagana 1. til 21. júlí. Innlent 23.7.2025 08:32 „Þær eru bara of dýrar“ Fasteignasali segir gjá hafa myndast milli verðs á nýbyggingum og eldri fasteignum sem verður til þess að nýjar íbúðir seljist í mun minna magni. Áttatíu prósent einstaklinga komast ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. Neytendur 21.7.2025 13:10 Íbúðum í byggingu fækkar Alls urðu 1.662 íbúðir fullbúnar á fyrri helmingi ársins, sem er álíka mikill fjöldi og á sama tíma í fyrra. Íbú'um í byggingu hefur fækkað, þar sem nýjar framkvæmdir hefjast ekki með sama hraða og þeim sem eru að ljúka. Viðskipti innlent 11.7.2025 15:40 Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Umtalsverður samdráttur verður í fjölda íbúða í byggingu fyrir almennan markað á næstu 12 mánuðum samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Viðskipti innlent 9.7.2025 07:53 „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Í opinberri umræðu undanfarið hefur borið á því að fagurfræði bygginga sé sett undir smásjá með þeim rökum að hún feli í sér óhóflegar kröfur arkitekta sem leiði til þess að gæði fari halloka eða að kostnaður fari fram úr áætlunum. Þessi nálgun byggir á misskilningi sem þarf að leiðrétta. Skoðun 26.6.2025 17:02 Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir Tæpur helmingur sérbýla sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu kostar meira en 150 milljónir. Verð á sérbýlum hefur hækkað um átta prósent á milli ára á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um fimm prósent. Aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Viðskipti innlent 19.6.2025 07:34 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 12 ›
Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina. Innlent 21.10.2025 16:29
Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Verktakafyrirtækið Ístak og bæjaryfirvöld í Nuuk tilkynntu í dag að þau hefðu höggvið á hnút sem hindrað hefur opnun stærsta skóla Grænlands. Byggingarverkefnið er með þeim stærstu sem Íslendingar hafa annast erlendis en hefur verið stopp vegna ágreinings um brunavarnir. Innlent 16.10.2025 22:22
Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Viðskipti innlent 15.10.2025 13:41
Frá Reitum til Atlas verktaka Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Atlas verktaka og hóf störf í október. Viðskipti innlent 9.10.2025 07:47
Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. Viðskipti innlent 8.10.2025 22:33
Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Stjórn Húsasmiðjunnar hefur ráðið Birnu Ósk Einarsdóttur sem forstjóra félagsins. Hún tekur við starfinu af Árna Stefánssyni sem lét af störfum í maí eftir tólf ára starf. Viðskipti innlent 6.10.2025 11:13
Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Sprenging hefur orðið í sölu á húskubbum framleiddum úr frauðplasti og eru verktakar og einstaklingar að átta sig á kostum þess að byggja úr húskubbum framleiddum á Íslandi. Samstarf 29.9.2025 11:32
Viðskiptavinurinn alltaf í fókus BAUHAUS opnaði með hvelli árið 2012. Viðtökurnar voru gríðarlegar og aðsóknin miklu meiri en búist var við. Neytendur voru þyrstir í meira úrval af vörum og betri verð, og nú hefur BAUHAUS fest sig rækilega í sessi sem ein af stærstu og fjölbreyttustu verslunum landsins. Samstarf 25.9.2025 12:21
Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Svokölluð efnisneysla á Íslandi dróst saman í fyrra þegar hún nam rúmum 6.300 kílótonnum. Það samsvarar 16,4 tonnum á hvern íbúa landsins, en meðaltal síðastliðin þrjú ár hefur numið á bilinu 17 til 19 tonnum á hvern einstakling. Samdráttur ársins 2024 nemur 1.857 kílótonnum frá árinu á undan. Innlent 19.9.2025 10:09
Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Stjórn félags eldri borgara tók fyrstu skóflustunguna í dag í næsta áfanga nýja miðbæjarsins á Selfossi en um er að ræða fimm þúsund fermetra uppbyggingu. Sex sögufræg hús úr Reykjavík verða endurbyggð, þar á meðal Syndikatið og Ingólfshvoll. Innlent 18.9.2025 17:41
Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 11.9.2025 08:11
Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir. Innlent 5.9.2025 07:18
„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Innlent 4.9.2025 23:41
„Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Innlent 4.9.2025 13:23
Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur um árabil verið eitt helsta viðfangsefni efnahagsumræðunnar vegna þess að óstöðugur húsnæðismarkaður hefur verið helsta rót verðbólgu og hárra vaxta. Skortur á framboði, hátt verð og erfiðleikar ungs fólks við að komast inn á markaðinn eru einkenni sem hafa hamlað vexti og dregið úr lífsgæðum. Skoðun 4.9.2025 08:00
Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 hefur verið ógilt. Húsið hýsti um árabil réttingarverkstæði þangað til að það brann árið 2016 í kjölfar íkveikju. Innlent 1.9.2025 15:44
„Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Verktaki segir Reykjavíkurborg verða að bregðast betur við slæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Hann segir sig og kollega sína í verktakabransanum einnig geta litið í eigin barm. Viðskipti innlent 31.8.2025 20:32
Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Innlent 30.8.2025 19:18
„Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Í haust opnar BM Vallá nýja steypustöð í Reykjanesbæ. Um er að ræða steypustöð sem er hönnuð með áherslu á gæði, skilvirkni og háþróaða framleiðslutækni. Með opnun steypustöðvarinnar styrkir fyrirtækið þjónustu sína á Suðurnesjum og styður við framkvæmda- og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Samhliða innleiðir BM Vallá nýjar lausnir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að betri nýtingu hráefna. Samstarf 22.8.2025 11:57
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg. Menning 19.8.2025 15:09
„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós. Innlent 15.8.2025 20:55
Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Umtalsverður samdráttur er væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu. Verktakar kvarta yfir háum fjármagnskostnaði og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vítahring hafa myndast. Innlent 9.8.2025 00:22
„Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Arkitekt blæs á gagnrýni á útlit Nýs-Landspítala sem nú er óðum að taka á sig mynd eftir áralangan undirbúning. Aðra sögu er hinsvegar að segja af staðsetningu spítalans við Hringbraut í Reykjavík, sem er út úr korti að mati arkitektsins. Innlent 30.7.2025 21:59
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Innlent 23.7.2025 13:23
56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Alls segjast 56 prósent landsmanna vera neikvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt könnun Prósents dagana 1. til 21. júlí. Innlent 23.7.2025 08:32
„Þær eru bara of dýrar“ Fasteignasali segir gjá hafa myndast milli verðs á nýbyggingum og eldri fasteignum sem verður til þess að nýjar íbúðir seljist í mun minna magni. Áttatíu prósent einstaklinga komast ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. Neytendur 21.7.2025 13:10
Íbúðum í byggingu fækkar Alls urðu 1.662 íbúðir fullbúnar á fyrri helmingi ársins, sem er álíka mikill fjöldi og á sama tíma í fyrra. Íbú'um í byggingu hefur fækkað, þar sem nýjar framkvæmdir hefjast ekki með sama hraða og þeim sem eru að ljúka. Viðskipti innlent 11.7.2025 15:40
Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Umtalsverður samdráttur verður í fjölda íbúða í byggingu fyrir almennan markað á næstu 12 mánuðum samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Viðskipti innlent 9.7.2025 07:53
„Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Í opinberri umræðu undanfarið hefur borið á því að fagurfræði bygginga sé sett undir smásjá með þeim rökum að hún feli í sér óhóflegar kröfur arkitekta sem leiði til þess að gæði fari halloka eða að kostnaður fari fram úr áætlunum. Þessi nálgun byggir á misskilningi sem þarf að leiðrétta. Skoðun 26.6.2025 17:02
Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir Tæpur helmingur sérbýla sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu kostar meira en 150 milljónir. Verð á sérbýlum hefur hækkað um átta prósent á milli ára á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um fimm prósent. Aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Viðskipti innlent 19.6.2025 07:34