Lífið

Sonur Forrest Gump stjörnu látinn úr krabba­meini

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gary Sinise fór meðal annars með aðalhlutverkið í CIS: New York.
Gary Sinise fór meðal annars með aðalhlutverkið í CIS: New York. EPA/PAUL BUCK

Bandaríski leikarinn Gary Sinise sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Forrest Gump hefur misst son sinn, hinn 33 ára gamla McCanna Anthony Sinise, úr krabbameini.

Í umfjöllun BBC um málið er haft upp úr tilkynningu frá leikaranum að sonur hans hafi látist þann 5. janúar síðastliðinn. Sex ár eru liðin síðan hann greindist með sjaldgæft krabbamein í hryggnum.

Leikarinn segir fjölskylduna vera í áfalli vegna fráfalls sonarins. Það sé gríðarlegt áfall að missa barnið sitt með þessum hætti. McCanna, sem kallaður var Mac í daglegu tali, var tónlistarmaður og einkar laginn á trommur.

Gary segir son sinn hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár vegna krabbameinsins. Það hafi haft gríðarleg áhrif á líf hans og segir Gary að hugur sinn sé hjá öllum foreldrum sem hafi átt misst barn sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.