Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 08:00 Albert Guðmundsson spilaði síðast fyrir Ísland í júní á síðasta ári, í naumu tapi gegn Portúgal. vísir/Hulda Margrét Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. Albert var kærður síðasta sumar en eftir rannsókn lögreglu sá héraðssaksóknari ekki ástæðu til ákæru heldur lét málið niður falla í síðustu viku. Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Vegna reglna KSÍ um val á leikmönnum sem grunaðir eru um ofbeldisbrot var Albert ekki gjaldgengur í síðustu sex leikjunum í undankeppni EM síðasta haust en eins og staðan er núna gæti hann mætt Ísrael. „Hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu. Við höfum ekki getað valið hann vegna reglna KSÍ en núna hefur lögreglan vísað málinu frá og það þýðir að ég get valið hann. Ég hef rætt við Albert um hans stöðu og hug eftir að hafa ekki mátt spila, og hann vill virkilega spila fyrir Ísland,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Engin tilkynning fyrr en skömmu fyrir leik Hareide tilkynnir val sitt á landsliðshópi 15. mars, sex dögum fyrir leikinn við Ísrael, en að óbreyttu verður Albert í þeim hópi. Ísland mætir Ísrael í Búdapest og sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, í leik um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Albert Guðmundsson er ofarlega á lista yfir markahæstu menn í efstu deild Ítalíu.Getty/Simone Arveda Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í vetur og skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni, og gæti því gagnast íslenska liðinu vel í þessu mikilvæga umspili, þar sem í húfi er sæti á stórmóti og 1,4 milljarðar króna. „Hann er góður leikmaður. Þegar hann spilaði síðast, gegn Portúgal og Slóvakíu í júní í fyrra, sérstaklega gegn Portúgal, þá var hann sá íslenski leikmaður sem hljóp mest. Það hefur maður líka séð hjá hans liði í síðustu leikjum. Hann leggur mjög hart að sér fyrir sitt lið. Hann er góður fótboltamaður, og auðvitað getum við nýtt hann í þessum hópi. Sem stendur getum við valið hann en ég vil ekki tilkynna neitt fyrr en að því kemur,“ segir Hareide. „Hefur sagt mér að hann sé saklaus“ Hann segist ekki óttast að mál Alberts og möguleg endurkoma hans geti haft neikvæð áhrif á landsliðshópinn. „Nei, það tel ég ekki. Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum. Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Albert var kærður síðasta sumar en eftir rannsókn lögreglu sá héraðssaksóknari ekki ástæðu til ákæru heldur lét málið niður falla í síðustu viku. Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Vegna reglna KSÍ um val á leikmönnum sem grunaðir eru um ofbeldisbrot var Albert ekki gjaldgengur í síðustu sex leikjunum í undankeppni EM síðasta haust en eins og staðan er núna gæti hann mætt Ísrael. „Hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu. Við höfum ekki getað valið hann vegna reglna KSÍ en núna hefur lögreglan vísað málinu frá og það þýðir að ég get valið hann. Ég hef rætt við Albert um hans stöðu og hug eftir að hafa ekki mátt spila, og hann vill virkilega spila fyrir Ísland,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Engin tilkynning fyrr en skömmu fyrir leik Hareide tilkynnir val sitt á landsliðshópi 15. mars, sex dögum fyrir leikinn við Ísrael, en að óbreyttu verður Albert í þeim hópi. Ísland mætir Ísrael í Búdapest og sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, í leik um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Albert Guðmundsson er ofarlega á lista yfir markahæstu menn í efstu deild Ítalíu.Getty/Simone Arveda Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í vetur og skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni, og gæti því gagnast íslenska liðinu vel í þessu mikilvæga umspili, þar sem í húfi er sæti á stórmóti og 1,4 milljarðar króna. „Hann er góður leikmaður. Þegar hann spilaði síðast, gegn Portúgal og Slóvakíu í júní í fyrra, sérstaklega gegn Portúgal, þá var hann sá íslenski leikmaður sem hljóp mest. Það hefur maður líka séð hjá hans liði í síðustu leikjum. Hann leggur mjög hart að sér fyrir sitt lið. Hann er góður fótboltamaður, og auðvitað getum við nýtt hann í þessum hópi. Sem stendur getum við valið hann en ég vil ekki tilkynna neitt fyrr en að því kemur,“ segir Hareide. „Hefur sagt mér að hann sé saklaus“ Hann segist ekki óttast að mál Alberts og möguleg endurkoma hans geti haft neikvæð áhrif á landsliðshópinn. „Nei, það tel ég ekki. Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum. Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“
Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira