„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 21:52 Sara Sif skilaði góðu dagsverki þrátt fyrir stórt tap íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. Íslenska liðið mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í kvöld, en Sara segir lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Við vorum að gera of mikið af klaufamistökum í lokin og þetta sýnir ekki alveg hvernig við vorum í leiknum. Mér fannst við alveg standa í þeim stærstan hluta leiksins, en fórum að gera klaufaleg mistök í lokin sem við hefðum mátt sleppa,“ sagði Sara í viðtali við Vísi í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leik kvöldsins vel og náði tveggja marka forskoti í tvígang á upphafsmínútunum. Svíar voru þó ekki lengi að finna lausnir á íslenska sóknarleiknum og eftir það varð róðurinn þungur. „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum og þær eru ótrúlega góðar og vel drillaðar. Þannig að þegar við förum að gera okkar mistök þá refsa þær bara um leið.“ Sara kom inn af varamannabekknum þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir fann ekki sitt rétta form í dag. Sara átti góða innkomu og var með bestu leikmönnum íslenska liðsins í kvöld. „Ég er bara mjög sátt með sjálfa mig. Þetta var mikið af dauðafærum sem ég var að klukka og ég er bara sátt með minn leik. Það er líka bara geggjað að hafa Elínu á bekknum því við styðjum báðar við hvora aðra og það er mjög góð samvinna á milli okkar.“ Íslenska liðið mætir Svíum strax aftur næsta laugardag og Sara segir liðið geta tekið ýmislegt með sér úr leik kvöldsins. „Ég tek bara sjálfstraustið. En sem lið þurfum við bara að vanda okkur aðeins meira. Reyna að sleppa við þessi klaufamistök og þá erum við alveg í þeim. Þá ná þær ekki að refsa og þá fá þær ekki þessi auðveldu mörk,“ sagði Sara að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Íslenska liðið mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í kvöld, en Sara segir lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Við vorum að gera of mikið af klaufamistökum í lokin og þetta sýnir ekki alveg hvernig við vorum í leiknum. Mér fannst við alveg standa í þeim stærstan hluta leiksins, en fórum að gera klaufaleg mistök í lokin sem við hefðum mátt sleppa,“ sagði Sara í viðtali við Vísi í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leik kvöldsins vel og náði tveggja marka forskoti í tvígang á upphafsmínútunum. Svíar voru þó ekki lengi að finna lausnir á íslenska sóknarleiknum og eftir það varð róðurinn þungur. „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum og þær eru ótrúlega góðar og vel drillaðar. Þannig að þegar við förum að gera okkar mistök þá refsa þær bara um leið.“ Sara kom inn af varamannabekknum þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir fann ekki sitt rétta form í dag. Sara átti góða innkomu og var með bestu leikmönnum íslenska liðsins í kvöld. „Ég er bara mjög sátt með sjálfa mig. Þetta var mikið af dauðafærum sem ég var að klukka og ég er bara sátt með minn leik. Það er líka bara geggjað að hafa Elínu á bekknum því við styðjum báðar við hvora aðra og það er mjög góð samvinna á milli okkar.“ Íslenska liðið mætir Svíum strax aftur næsta laugardag og Sara segir liðið geta tekið ýmislegt með sér úr leik kvöldsins. „Ég tek bara sjálfstraustið. En sem lið þurfum við bara að vanda okkur aðeins meira. Reyna að sleppa við þessi klaufamistök og þá erum við alveg í þeim. Þá ná þær ekki að refsa og þá fá þær ekki þessi auðveldu mörk,“ sagði Sara að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22