Cristiano Ronaldo í bann fyrir klúra látbragðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 06:31 Cristiano Ronaldo missir af næsta leik Al Nassr vegna hegðunar sinnar eftir síðasta leik. Getty/ Yasser Bakhsh Portúgalinn Cristiano Ronaldo var i gær dæmdur í eins leiks bann fyrir „fagnaðarlæti“ sín eftir síðasta leik Al Nassr í sádi-arabísku deildinni. Ronaldo brást ekki allt of vel við því að stuðningsmenn mótherjanna höfðu sungið nafn Messi hvað eftir annað í leiknum. Ronaldo og félagar unnu 3-2 sigur á Al Shabab og skoraði hann fyrsta markið úr víti. Ronaldo sneri sér að stuðningsmönnum Al Shabab í leikslok og fagnaði sigrinum með klúru látbragði þar sem hann hélt hendinni fyrst upp við eyrað sitt en pumpaði síðan hendinni fyrir framan mjöðmina á klámfenginn hátt. Myndband af atvikinu náðist ekki á sjónvarpsmyndavélar en símamyndbönd úr stúkunni fóru á fulla ferð á samfélagsmiðlum. Aganefnd sádi-arabíska sambandsins ákvað að taka málið fyrir. Ronaldo fær eins leiks bann og þarf líka að borga sekt og málskostnað Al Shabab. Sektin er upp á tíu þúsund sádi-arabíska ríala en það kostaði tuttugu þúsund ríala að senda inn kvörtunina. Þrjátíu þúsund ríalar eru rúmar 740 þúsund íslenskar krónur. Það er ekki mikill peningur fyrir Ronaldo. Ronaldo er markahæstur í deildinni með 22 mörk en Al Nassr er fjórum stigum á eftir toppliði Al Hilal. Liðið er líka komið í átta liða úrslit asísku meistaradeildarinnar sem er keppni sem Al Nassr hefur aldrei unnið. Cristiano Ronaldo given one-match ban by Saudi Arabian Football Federation after causing 'public excitement by gesture' when celebrating.Ronaldo was judged to make an offensive gesture to the crowd during Al-Nassr's latest 3-2 win, and was also fined https://t.co/BrvsgU3TtS pic.twitter.com/R8pORppixX— Mirror Football (@MirrorFootball) February 29, 2024 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Ronaldo brást ekki allt of vel við því að stuðningsmenn mótherjanna höfðu sungið nafn Messi hvað eftir annað í leiknum. Ronaldo og félagar unnu 3-2 sigur á Al Shabab og skoraði hann fyrsta markið úr víti. Ronaldo sneri sér að stuðningsmönnum Al Shabab í leikslok og fagnaði sigrinum með klúru látbragði þar sem hann hélt hendinni fyrst upp við eyrað sitt en pumpaði síðan hendinni fyrir framan mjöðmina á klámfenginn hátt. Myndband af atvikinu náðist ekki á sjónvarpsmyndavélar en símamyndbönd úr stúkunni fóru á fulla ferð á samfélagsmiðlum. Aganefnd sádi-arabíska sambandsins ákvað að taka málið fyrir. Ronaldo fær eins leiks bann og þarf líka að borga sekt og málskostnað Al Shabab. Sektin er upp á tíu þúsund sádi-arabíska ríala en það kostaði tuttugu þúsund ríala að senda inn kvörtunina. Þrjátíu þúsund ríalar eru rúmar 740 þúsund íslenskar krónur. Það er ekki mikill peningur fyrir Ronaldo. Ronaldo er markahæstur í deildinni með 22 mörk en Al Nassr er fjórum stigum á eftir toppliði Al Hilal. Liðið er líka komið í átta liða úrslit asísku meistaradeildarinnar sem er keppni sem Al Nassr hefur aldrei unnið. Cristiano Ronaldo given one-match ban by Saudi Arabian Football Federation after causing 'public excitement by gesture' when celebrating.Ronaldo was judged to make an offensive gesture to the crowd during Al-Nassr's latest 3-2 win, and was also fined https://t.co/BrvsgU3TtS pic.twitter.com/R8pORppixX— Mirror Football (@MirrorFootball) February 29, 2024
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira