Lofar breyttu lífi með fyrirvara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 20:43 Frímann Gunnarsson frumsýndi 11 spor - til hamingju! í kvöld. Vísir/Sigurjón Frímann Gunnarsson lífskúnstner frumsýndi sýningu sína 11 spor - Til hamingju! í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Eins og hann lýsir henni felur hún í sér grín, tónlist og fyrirlestur að hætti svokallaðra TED-fyrirlestra. „Ég verð með alls konar grín, vandað grín. Tónlist, ég syng mín uppáhaldslög. Ég er með tónlistarmann sem ég man ekki hvað heitir með mér. Svo er það fyrirlesturinn, ellefu spor til hamingju,“ segir Frímann. Hann segist þó ekki mega lofa því að breyta lífi sýningargesta og gerir stjörnumerki með hendinni til að gefa fyrirvara í skyn. „Til að koma í veg fyrir málsókn verð ég að gera fyrirvara,“ segir hann og hlær. Í kynningarefni sýningarinnar er eftirfarandi fyrirvari: FYRIRVARI: *Velgengni og árangur eru ekki tryggð og Frímann Gunnarsson og eignarhaldsfélagið Gratia mentis ehf. fría sig allri ábyrgð á að fyrirlesturinn geri þátttakendur hamingjusamari en þeir voru fyrir þátttöku, enda er hamingjan ekki tæknilega mælanleg eining. Mælt er með því að hver og einn þátttakandi sé í það minnsta sátt/ur með líf sitt fyrir þátttöku og eigi ekki við skæða tilvistarkreppu að stríða. Síkum tilfellum er bent á að tala við lærða sérfræðinga í slíkum efnum, þó svo að flestir sem gefa sig út fyrir að vera það séu ekki starfi sínu vaxnir. Það er semsagt mælt með því að sýningargestir komi í það minnsta sáttir með líf sitt á sýninguna og lausir við skæða tilvistarkreppu svo hægt sé að fá sem mest út úr sýningunni. „Ef að þið komið mjög hamingjusöm á þessa sýningu þá get ég lofað því að þið farið allavegana ekki minna hamingjusöm út af henni og ég þarf ekki að setja fyrirvara við þetta,“ segir Frímann og bætir svo við: „Ef þið eruð ekki mjög hamingjusöm þá er fyrirvari.“ Árið 2017 vorum við fjórða þunglyndasta þjóð í Evrópu. Fannstu til ábyrgðar að halda sýningu eins og þessa? „Nei, nei. Ég ber ekki ábyrgð á andlegu ástandi þjóðarinnar. Alls ekki. Ég skil ekki hvaða ásökun þetta er. En ég mun auðvitað reyna mitt besta og þessi þjóð er auðvitað mjög gölluð en ég ber ekki ábyrgð á því. Af hverju varstu að halda því fram?“ Frímann stærir sig af því að honum hafi tekist að sneiða heilt spor af vegferðinni til hamingjunnar. Það sé spori færra en ónefnd tólfsporasamtök. Hann er þannig að spara fólki heilt spor. Er svona löng leið að hamingjunni? „Styttri hjá mér. Miklu styttra alveg. Tæp tíu prósent styttri. Það er eiginlega einu sinni hægt að setja verðmiða á það það er það mikið hagstæðra.“ Menning Leikhús Grín og gaman Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég verð með alls konar grín, vandað grín. Tónlist, ég syng mín uppáhaldslög. Ég er með tónlistarmann sem ég man ekki hvað heitir með mér. Svo er það fyrirlesturinn, ellefu spor til hamingju,“ segir Frímann. Hann segist þó ekki mega lofa því að breyta lífi sýningargesta og gerir stjörnumerki með hendinni til að gefa fyrirvara í skyn. „Til að koma í veg fyrir málsókn verð ég að gera fyrirvara,“ segir hann og hlær. Í kynningarefni sýningarinnar er eftirfarandi fyrirvari: FYRIRVARI: *Velgengni og árangur eru ekki tryggð og Frímann Gunnarsson og eignarhaldsfélagið Gratia mentis ehf. fría sig allri ábyrgð á að fyrirlesturinn geri þátttakendur hamingjusamari en þeir voru fyrir þátttöku, enda er hamingjan ekki tæknilega mælanleg eining. Mælt er með því að hver og einn þátttakandi sé í það minnsta sátt/ur með líf sitt fyrir þátttöku og eigi ekki við skæða tilvistarkreppu að stríða. Síkum tilfellum er bent á að tala við lærða sérfræðinga í slíkum efnum, þó svo að flestir sem gefa sig út fyrir að vera það séu ekki starfi sínu vaxnir. Það er semsagt mælt með því að sýningargestir komi í það minnsta sáttir með líf sitt á sýninguna og lausir við skæða tilvistarkreppu svo hægt sé að fá sem mest út úr sýningunni. „Ef að þið komið mjög hamingjusöm á þessa sýningu þá get ég lofað því að þið farið allavegana ekki minna hamingjusöm út af henni og ég þarf ekki að setja fyrirvara við þetta,“ segir Frímann og bætir svo við: „Ef þið eruð ekki mjög hamingjusöm þá er fyrirvari.“ Árið 2017 vorum við fjórða þunglyndasta þjóð í Evrópu. Fannstu til ábyrgðar að halda sýningu eins og þessa? „Nei, nei. Ég ber ekki ábyrgð á andlegu ástandi þjóðarinnar. Alls ekki. Ég skil ekki hvaða ásökun þetta er. En ég mun auðvitað reyna mitt besta og þessi þjóð er auðvitað mjög gölluð en ég ber ekki ábyrgð á því. Af hverju varstu að halda því fram?“ Frímann stærir sig af því að honum hafi tekist að sneiða heilt spor af vegferðinni til hamingjunnar. Það sé spori færra en ónefnd tólfsporasamtök. Hann er þannig að spara fólki heilt spor. Er svona löng leið að hamingjunni? „Styttri hjá mér. Miklu styttra alveg. Tæp tíu prósent styttri. Það er eiginlega einu sinni hægt að setja verðmiða á það það er það mikið hagstæðra.“
Menning Leikhús Grín og gaman Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira