„Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. mars 2024 10:00 Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir eitthvað svo rómantískt við heimagerða pizzu á föstudagskvöldum. Eftir uppvaskið liggur síðan beint við að horfa á Gísla Martein. Vísir/Vilhelm Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt frekar snemma, oftast á milli fimm og sex og fær mér kaffibolla á meðan ég fylgist með snúningnum á flugvélunum okkar. Það er einhver innbyggð klukka sem vekur mig til að fylgjast umferðinni til og frá Keflavík á morgnana.” Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer yfir helstu fréttamiðlana og plana daginn áður en aðrir fjölskyldumeðlimir koma sér á fætur. Ég hlusta líka reglulega á hlaðvörp og þar er Beint í bílinn með Sveppa og Pétri Jóhanni ofarlega á lista. Það koma fáir mér í betra skap en þeir tveir.“ Á skalanum 1-10 hversu duglegur ertu í eldamennskunni? „Ég viðurkenni það að mér finnst alveg ótrúlega gaman að elda góðan mat og það er einmitt í eldhúsinu sem ég fæ mitt „check out“. Þar næ ég pásu frá vinnu, nýt mín og svo skemmir ekki þegar að afraksturinn skilar sér í góðum mat og brosmildum og ánægðum fjölskyldumeðlimum. Spurningin er góð og auðveld í svörum, ég tel mig verulega duglegan í eldhúsinu og ætla að gefa mér einkunnina 8 þar en spurningin spurði ekki um gæði matarins en þar er ég ekki alveg jafn kokhraustur og skelli kannski í góða sjöu. Skal alveg viðurkenna að virkir dagar er yfirleitt eitthvað sem er fljótlegt að elda en þó gott og vonandi smá hollt. Um helgar finnst mér fátt skemmtilegra en að byrja snemma að undirbúa kvöldmatinn en þar sem ég er algjör áhugakokkur og kann lítið fyrir mér í eldhúsinu annað að mér finnst gaman að borða góðan mat þá er gott að gefa sér tíma og njóta sín á meðan með góðu hráefni…. Það sem hefur heppnast best á mínu heimili er hægeldað nautakjöt en skemmtilegasta eldamennskan er samt alltaf föstudagspizzan en heimagerð pizza í lok vikunnar er eitthvað svo rómantískt. Eftir uppvaskið er það svo beint að horfa á Gísla Martein.“ Þegar Arnar er búinn að fara yfir það hvort allar vélar flugfélagsins séu á áætlun rennir hann yfir tölvupósta áður en fundarhöld dagsins hefjast. Í dagsins amstri segir hann samt mikilvægt að hafa gaman líka og helst að sprella aðeins með góðum pabbabröndurum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Frá stofnun PLAY hefur vöxturinn verið mjög mikill en þetta árið mun fókusinn fara á verkefni sem við köllum Operation Excellence. Þar erum við að horfa í bestun á ferlum í öllum okkar deildum innan flugrekstrarins. Þar er hægt að taka dæmi um stundvísi og áreiðanleika, öryggismál, hvernig við högum undirbúningi flugs, þar með talið flugáætlunargerð, hvernig við vinnum úr óvæntum uppákomum eins og þegar að flug raskast vegna veðurs eða annara óviðráðanlegra aðstæðna eins og við erum svo vön að sjá hér á landi. Síðast en ekki síst hvernig við tryggjum jafnvægi milli einkalífs og vinnu fyrir alla okkar starfsmenn, það skiptir okkur miklu máli. Ég er svo heppinn að vinna með frábæru fólki alla daga sem leggur allan sinn metnað í að dagurinn í dag verði ennþá betri en dagurinn í gær og vill alltaf gera betur, hjálpa hvert öðru að ná markmiðum sem sett eru og vinna vel saman. Þetta á við um alla sem koma að PLAY, öll sem eitt!“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Eðli málsins samkvæmt þá er flugrekstur oft þannig að maður veit lítið hvað dagurinn ber í skauti sér. Það er víst þannig að við sem erum í flugbransanum höfum ótrúlega gaman af vinnunni okkar vegna þess að enginn dagur er eins, það er alltaf eitthvað nýtt sem kemur inn á borðið hjá okkur. Nýr dagur, nýjar áskoranir. Það er samt auðvitað ákveðið mynstur í dögunum. Eftir yfirferð og staðfestingu á að allar okkar vélar séu á áætlun og enginn farþegi orðið fyrir röskun þá fer ég yfirleitt í að svara tölvupóstum áður en fundarhöld dagsins hefjast. Það er samt mikilvægt að passa upp á það í gegnum daginn að hafa smá gaman líka, sprella aðeins saman með góðum pabbabröndurum. Þar sem ég hef ótrúlega gaman að því að fljúga þá reyni ég að skipuleggja ca einn til tvo daga í mánuði þar sem ég flýg. Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag, komast í 38 þúsund fetin og fljúga með ánægða farþega á leið í sólarfrí. Það er víst þannig að þegar að ég fer í loftið þá segi ég aldrei að ég sé að leiðinni í vinnuna heldur er ég að fara að fljúga. Það eru gríðarleg forréttindi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er ótrúlega misjafnt og fer eftir hvernig dagurinn hefur þróast en alla jafna þá finnst mér rosalega gott að fara snemma að sofa en eðli málsins samkvæmt þá koma dagar þar sem vinnan fylgir manni inni í kvöldið og nóttina.“ Kaffispjallið Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00 „Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00 Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00 Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00 Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt frekar snemma, oftast á milli fimm og sex og fær mér kaffibolla á meðan ég fylgist með snúningnum á flugvélunum okkar. Það er einhver innbyggð klukka sem vekur mig til að fylgjast umferðinni til og frá Keflavík á morgnana.” Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer yfir helstu fréttamiðlana og plana daginn áður en aðrir fjölskyldumeðlimir koma sér á fætur. Ég hlusta líka reglulega á hlaðvörp og þar er Beint í bílinn með Sveppa og Pétri Jóhanni ofarlega á lista. Það koma fáir mér í betra skap en þeir tveir.“ Á skalanum 1-10 hversu duglegur ertu í eldamennskunni? „Ég viðurkenni það að mér finnst alveg ótrúlega gaman að elda góðan mat og það er einmitt í eldhúsinu sem ég fæ mitt „check out“. Þar næ ég pásu frá vinnu, nýt mín og svo skemmir ekki þegar að afraksturinn skilar sér í góðum mat og brosmildum og ánægðum fjölskyldumeðlimum. Spurningin er góð og auðveld í svörum, ég tel mig verulega duglegan í eldhúsinu og ætla að gefa mér einkunnina 8 þar en spurningin spurði ekki um gæði matarins en þar er ég ekki alveg jafn kokhraustur og skelli kannski í góða sjöu. Skal alveg viðurkenna að virkir dagar er yfirleitt eitthvað sem er fljótlegt að elda en þó gott og vonandi smá hollt. Um helgar finnst mér fátt skemmtilegra en að byrja snemma að undirbúa kvöldmatinn en þar sem ég er algjör áhugakokkur og kann lítið fyrir mér í eldhúsinu annað að mér finnst gaman að borða góðan mat þá er gott að gefa sér tíma og njóta sín á meðan með góðu hráefni…. Það sem hefur heppnast best á mínu heimili er hægeldað nautakjöt en skemmtilegasta eldamennskan er samt alltaf föstudagspizzan en heimagerð pizza í lok vikunnar er eitthvað svo rómantískt. Eftir uppvaskið er það svo beint að horfa á Gísla Martein.“ Þegar Arnar er búinn að fara yfir það hvort allar vélar flugfélagsins séu á áætlun rennir hann yfir tölvupósta áður en fundarhöld dagsins hefjast. Í dagsins amstri segir hann samt mikilvægt að hafa gaman líka og helst að sprella aðeins með góðum pabbabröndurum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Frá stofnun PLAY hefur vöxturinn verið mjög mikill en þetta árið mun fókusinn fara á verkefni sem við köllum Operation Excellence. Þar erum við að horfa í bestun á ferlum í öllum okkar deildum innan flugrekstrarins. Þar er hægt að taka dæmi um stundvísi og áreiðanleika, öryggismál, hvernig við högum undirbúningi flugs, þar með talið flugáætlunargerð, hvernig við vinnum úr óvæntum uppákomum eins og þegar að flug raskast vegna veðurs eða annara óviðráðanlegra aðstæðna eins og við erum svo vön að sjá hér á landi. Síðast en ekki síst hvernig við tryggjum jafnvægi milli einkalífs og vinnu fyrir alla okkar starfsmenn, það skiptir okkur miklu máli. Ég er svo heppinn að vinna með frábæru fólki alla daga sem leggur allan sinn metnað í að dagurinn í dag verði ennþá betri en dagurinn í gær og vill alltaf gera betur, hjálpa hvert öðru að ná markmiðum sem sett eru og vinna vel saman. Þetta á við um alla sem koma að PLAY, öll sem eitt!“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Eðli málsins samkvæmt þá er flugrekstur oft þannig að maður veit lítið hvað dagurinn ber í skauti sér. Það er víst þannig að við sem erum í flugbransanum höfum ótrúlega gaman af vinnunni okkar vegna þess að enginn dagur er eins, það er alltaf eitthvað nýtt sem kemur inn á borðið hjá okkur. Nýr dagur, nýjar áskoranir. Það er samt auðvitað ákveðið mynstur í dögunum. Eftir yfirferð og staðfestingu á að allar okkar vélar séu á áætlun og enginn farþegi orðið fyrir röskun þá fer ég yfirleitt í að svara tölvupóstum áður en fundarhöld dagsins hefjast. Það er samt mikilvægt að passa upp á það í gegnum daginn að hafa smá gaman líka, sprella aðeins saman með góðum pabbabröndurum. Þar sem ég hef ótrúlega gaman að því að fljúga þá reyni ég að skipuleggja ca einn til tvo daga í mánuði þar sem ég flýg. Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag, komast í 38 þúsund fetin og fljúga með ánægða farþega á leið í sólarfrí. Það er víst þannig að þegar að ég fer í loftið þá segi ég aldrei að ég sé að leiðinni í vinnuna heldur er ég að fara að fljúga. Það eru gríðarleg forréttindi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er ótrúlega misjafnt og fer eftir hvernig dagurinn hefur þróast en alla jafna þá finnst mér rosalega gott að fara snemma að sofa en eðli málsins samkvæmt þá koma dagar þar sem vinnan fylgir manni inni í kvöldið og nóttina.“
Kaffispjallið Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00 „Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00 Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00 Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00 Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00
„Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00
Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00
Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00
Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00