Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í síðustu viku hafi Tollgæslan lagt hald á tæplega sjö lítra af amfetamínbasa sem reynt var að flytja til landsins í tveimur sendingum. Í framhaldinu tók Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins og handtók fjóra einstaklinga á þrítugs- og fertugsaldri.
Tveir þeirra munu nú vera í gæsluvarðhaldi í að minnsta viku til viðbótar.