Íslenskur karlagönguhópur á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2024 21:04 Karlarnir, sem hittast á hverjum sunnudagsmorgni á Tenerife og ganga sjö til átta kílómetra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er vinsælt hjá mörgum að tilheyra gönguhópi eða hlaupahópi en það er ekki bara á Íslandi því á Tenerife er hópur íslenskra karlmanna, sem eru með sinn eigin gönguhóp. Hér eru við að tala um nokkra hressa karla á besta aldri, sem búa á Tenerife yfir vetrartímann og njóta veðurblíðunnar þar, enda þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af neinni hálku eða hvað þá snjó. Hópurinn gengur alla sunnudagsmorgna klukkan 10:00 sjö til átta kílómetra. Vinsælast er að ganga með fram ströndinni. En mega allir Íslendingar ganga með, karlar og konur líka eða hvernig er það? „Það hefur einhvern veginn þróast þannig að það eru bara karlar, konurnar vilja bara vera í saumaklúbbum og við getum verið í gönguhópnum,” segir Kjartan M. N. Sigríðarson stofnandi gönguhópsins og glottir við tönn. Og eruð þið að leysa heimsgátuna í þessum göngum? „Já, nei, við erum það kannski ekki, við erum með svona karlahjal, um sextugir menn og upp í sjötíu eitthvað, við höfum bara gaman af hlutunum, segjum gamansögur af lífi okkar og reynslu og bara hafa gaman,” segir Kjartan. Kjartan M.N.Sigríðarson stofnandi gönguhópsins á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan segist að allir karlarnir finni mikinn mun á skrokkunum á sér þegar þeir eru í hitanum á Tenerife. „Ég hvet þá sem eru slæmir í gigt eða skrokkunum og hafa stoðkerfisvandamál að koma hingað, þá er þetta besti staður í heimi.” Hvað segir þú með gönguhópinn, er ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, þetta er mjög fínt, þetta er alveg nauðsynlegt til að brjóta upp daginn,” segir Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum. Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum er mjög ánægður með hópinn og er duglegur að ganga með honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Heilsa Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Hér eru við að tala um nokkra hressa karla á besta aldri, sem búa á Tenerife yfir vetrartímann og njóta veðurblíðunnar þar, enda þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af neinni hálku eða hvað þá snjó. Hópurinn gengur alla sunnudagsmorgna klukkan 10:00 sjö til átta kílómetra. Vinsælast er að ganga með fram ströndinni. En mega allir Íslendingar ganga með, karlar og konur líka eða hvernig er það? „Það hefur einhvern veginn þróast þannig að það eru bara karlar, konurnar vilja bara vera í saumaklúbbum og við getum verið í gönguhópnum,” segir Kjartan M. N. Sigríðarson stofnandi gönguhópsins og glottir við tönn. Og eruð þið að leysa heimsgátuna í þessum göngum? „Já, nei, við erum það kannski ekki, við erum með svona karlahjal, um sextugir menn og upp í sjötíu eitthvað, við höfum bara gaman af hlutunum, segjum gamansögur af lífi okkar og reynslu og bara hafa gaman,” segir Kjartan. Kjartan M.N.Sigríðarson stofnandi gönguhópsins á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan segist að allir karlarnir finni mikinn mun á skrokkunum á sér þegar þeir eru í hitanum á Tenerife. „Ég hvet þá sem eru slæmir í gigt eða skrokkunum og hafa stoðkerfisvandamál að koma hingað, þá er þetta besti staður í heimi.” Hvað segir þú með gönguhópinn, er ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, þetta er mjög fínt, þetta er alveg nauðsynlegt til að brjóta upp daginn,” segir Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum. Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum er mjög ánægður með hópinn og er duglegur að ganga með honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Heilsa Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira