Fyrst verður rætt hvort það sé rétt að Akureyri verði í framtíðinni skilgreind sem borg. Það var altént niðurstaða starfshóps á vegum innviðaráðuneytisins. Ingvar Sverrison, formaður hópsins situr fyrir svörum.
Þau GunnInga Sívertsen skólastjóri Verslunarskólans og Magnús Þór Jónsson formaður KÍ ætla að fjalla um áhrifin af styttingu framhaldsskólans, enn á ný er hafin umræða þar sem gallar þessarar breytingar eru dregnir fram.
Þær Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingar ætla að ræða innflytjendastefnu.
Í lok þáttar kemur Theodór Ragnar Gíslason frumkvöðull í tölvuöryggismálum. Viðfangsefnið verður öryggi í tölvuheiminum undir formerkjum þess að heiðarlegir hakkarar og sérfræðingar leiði saman krafta sína til að koma í veg fyrir spellvirki á þessu sviðinu.