Ástæðan er sú að Horner, sem er liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1, gæti átt í hættu á að missa starf sitt eftir að kynferðisleg smáskilaboð og myndir sem hann sendi samstarfskonu sinni láku á netið síðastliðinn fimmtudag.
Áður hafði verið tilkynnt að innanhússrannsókn hjá Red Bull á óviðeigandi hegðun Horner væri lokið. Ekki var gefið út um hvað ræddi fyrr en efni þess lak á fimmtudag.
Í umfjöllun Guardian segir að vel hafi farið á með hjónunum þrátt fyrir skandalinn. Þau hafi meðal annars kyssts og haldist í hendur. Geri og Christian hafa verið gift síðan árið 2015 og eiga son, Montague George Hector Horner.
Áður hefur verið fullyrt að Geri hygðist skilja við eiginmann sinn vegna málsins. Af atferli þeirra að dæma á formúlunni virðast þær sögusagnir á sandi reistar.
Þá hefur komið fram að óljóst sé á þessum tímapunkti hvaða áhrif málið muni koma til með að hafa á stöðu Christian innan Red Bull. Málið er til rannsóknar hjá forsvarsmönnum formúlunnar og svo kann að vera að Horner verði vikið úr starfi hafi hann reynst brotlegur við reglur keppninnar.