Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 12:00 Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Sigurjón Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. Þetta kemur fram í Facebook færslu Alexöndru. Þar segist hún skilja að margir séu vonsviknir yfir úrslitunum í gær þar sem Hera fór með sigur af hólmi eftir einvígi gegn Bashar. Hún segist sjálf vera vonsvikin. „Það að senda Bashar hefðu verið sterk skilaboð og hefðu getað verið leið fyrir hluta þjóðarinnar til þess að fylgjast með keppninni í ár þrátt fyrir þátttöku Ísraels, vegna þess að framlag Íslands hefði verið að senda þeim mjög skýrt hvað okkur finnst.“ Alexandra segist sjálf ekki viss um að það hefði dugað sér miðað við það sem er í gangi í Palestínu. En hún skilur að fólki hafi fundist það ágætis lausn. Réttlætir ekki illt tal um Heru „Án þess, þá er þetta mjög einfalt. Við fylgjumst ekki með keppninni, förum ekki í Eurovisionpartý og tökum ekki þátt í símakosningu. Að öllu þessu sögðu, þá réttlætir það ekki hvernig sum hafa leyft sér að tala um Heru.“ Alexandra segir Heru vera góða söngkonu og góða manneskju. Þó svo að einhver af þeim sem kusu hana hafi haft það sérstaklega sem leiðarljós að senda ekki Bashar, eða önnur furðuleg sjónarmið, sé líka fólk sem finnist hún frábær og hafi viljað senda hana. „Hún má keppa og reyna að vinna án þess að það sé litið á það sem einhverja sérstaka stuðningsyfirlýsingu við Ísrael. Þó að ég persónulega myndi ekki vilja fara út og keppa við þessar aðstæður í hennar sporum, þá er það ekki skylda að vera sammála mér um það,“ segir Alexandra. „Við getum verið vonsvikin með að fá ekki tækifærið til að senda skilaboðin sem við vildum án þess að gera það svona hatrammt gegn henni persónulega, og það að láta þannig gegn henni grefur undan málstaðnum og lætur okkur líta illa út. Við sjáum hversu fullkomlega ógeðfellt það er hvernig verstu týpurnar hafa leyft sér að tala um Bashar, förum ekki niður á það plan. Verum betri. Það er þá bara sniðganga á keppnina, sem var hvort eð er plan A.“ Eurovision Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu Alexöndru. Þar segist hún skilja að margir séu vonsviknir yfir úrslitunum í gær þar sem Hera fór með sigur af hólmi eftir einvígi gegn Bashar. Hún segist sjálf vera vonsvikin. „Það að senda Bashar hefðu verið sterk skilaboð og hefðu getað verið leið fyrir hluta þjóðarinnar til þess að fylgjast með keppninni í ár þrátt fyrir þátttöku Ísraels, vegna þess að framlag Íslands hefði verið að senda þeim mjög skýrt hvað okkur finnst.“ Alexandra segist sjálf ekki viss um að það hefði dugað sér miðað við það sem er í gangi í Palestínu. En hún skilur að fólki hafi fundist það ágætis lausn. Réttlætir ekki illt tal um Heru „Án þess, þá er þetta mjög einfalt. Við fylgjumst ekki með keppninni, förum ekki í Eurovisionpartý og tökum ekki þátt í símakosningu. Að öllu þessu sögðu, þá réttlætir það ekki hvernig sum hafa leyft sér að tala um Heru.“ Alexandra segir Heru vera góða söngkonu og góða manneskju. Þó svo að einhver af þeim sem kusu hana hafi haft það sérstaklega sem leiðarljós að senda ekki Bashar, eða önnur furðuleg sjónarmið, sé líka fólk sem finnist hún frábær og hafi viljað senda hana. „Hún má keppa og reyna að vinna án þess að það sé litið á það sem einhverja sérstaka stuðningsyfirlýsingu við Ísrael. Þó að ég persónulega myndi ekki vilja fara út og keppa við þessar aðstæður í hennar sporum, þá er það ekki skylda að vera sammála mér um það,“ segir Alexandra. „Við getum verið vonsvikin með að fá ekki tækifærið til að senda skilaboðin sem við vildum án þess að gera það svona hatrammt gegn henni persónulega, og það að láta þannig gegn henni grefur undan málstaðnum og lætur okkur líta illa út. Við sjáum hversu fullkomlega ógeðfellt það er hvernig verstu týpurnar hafa leyft sér að tala um Bashar, förum ekki niður á það plan. Verum betri. Það er þá bara sniðganga á keppnina, sem var hvort eð er plan A.“
Eurovision Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira