Sonurinn gat ekki kosið Bashar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 14:29 Hera og Bashar tókust á í einvíginu í gær þar sem Hera fór með sigur úr býtum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. „Ég kaus rétt. Ég kaus Heru og náði því. En þegar sonur minn ætlaði að kjósa Bashar þá slitnaði línan bara strax. Hann náði aldrei að hringja en reyndi nokkrum sinnum,“ segir Lars Jóhann Andrésson, fjölskyldufaðir frá Hornafirði í samtali við Vísi. Fjölskyldan keyrði rúma þúsund kílómetra til að fylgjast með Söngvakeppninni í Laugardalshöll. Hann segir það hafa verið rosalega gaman að hafa verið viðstaddur keppnina í gær en fannst hann knúinn til þess að láta RÚV vita af því að ekki hefði gengið að greiða atkvæði til allra í gær. „Okkur langaði svo að láta vita af þessu. Sjálfur var ég ekki ósáttur enda gat ég kosið Heru. En rétt skal vera rétt.“ Appið til skoðunar Fréttastofu hefur borist fleiri ábendingar frá fólki sem ekki gat kosið Bashar í gær. Þá er umræða um málið á Facebook hópnum Júróvisjón 2024. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, segir í skriflegu svari til Vísis að ekkert sé að frétta í dag af skoðun RÚV á kosningaappinu. Vísir greindi frá því í gær að appið yrði skoðað eftir að nokkur fjöldi fólks fékk kosninganúmer Heru Bjarkar á skjáinn eftir að hafa reynt að kjósa Bashar. Rúnar tók fram í samtali við Vísi að atkvæðafjöldinn sem um ræðir sé ekki það afgerandi að hann hafi haft áhrif á úrslitin. Opinberar tölur vegna atkvæðagreiðslunnar hafa ekki verið gefnar upp. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ sagði Rúnar í gærkvöldi. Eurovision Tengdar fréttir Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00 Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
„Ég kaus rétt. Ég kaus Heru og náði því. En þegar sonur minn ætlaði að kjósa Bashar þá slitnaði línan bara strax. Hann náði aldrei að hringja en reyndi nokkrum sinnum,“ segir Lars Jóhann Andrésson, fjölskyldufaðir frá Hornafirði í samtali við Vísi. Fjölskyldan keyrði rúma þúsund kílómetra til að fylgjast með Söngvakeppninni í Laugardalshöll. Hann segir það hafa verið rosalega gaman að hafa verið viðstaddur keppnina í gær en fannst hann knúinn til þess að láta RÚV vita af því að ekki hefði gengið að greiða atkvæði til allra í gær. „Okkur langaði svo að láta vita af þessu. Sjálfur var ég ekki ósáttur enda gat ég kosið Heru. En rétt skal vera rétt.“ Appið til skoðunar Fréttastofu hefur borist fleiri ábendingar frá fólki sem ekki gat kosið Bashar í gær. Þá er umræða um málið á Facebook hópnum Júróvisjón 2024. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, segir í skriflegu svari til Vísis að ekkert sé að frétta í dag af skoðun RÚV á kosningaappinu. Vísir greindi frá því í gær að appið yrði skoðað eftir að nokkur fjöldi fólks fékk kosninganúmer Heru Bjarkar á skjáinn eftir að hafa reynt að kjósa Bashar. Rúnar tók fram í samtali við Vísi að atkvæðafjöldinn sem um ræðir sé ekki það afgerandi að hann hafi haft áhrif á úrslitin. Opinberar tölur vegna atkvæðagreiðslunnar hafa ekki verið gefnar upp. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ sagði Rúnar í gærkvöldi.
Eurovision Tengdar fréttir Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00 Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00