Haley sigraði Trump í Washington D.C. Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 06:56 Haley er fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar. AP/Reba Saldanha Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. Haley tryggði sér 62,9 prósent atkvæða gegn 33,2 prósentum forsetans fyrrverandi. Þar með tryggði hún sér nítján kjörmenn fyrir landsfund flokksins sem fram fer í júlí en heildarfjöldi kjörmanna á þinginu verður 1.215. Olivia Perez-Cubas, talskona Haley, sagði eftir sigurinn í gær að það kæmi ekki á óvart að þeir Repúblikanar sem þekktu best til báknsins í Washington hefðu hafnað Donald Trump og glundroðanum sem honum fylgdi. Haley á enn á brattann að sækja í kapphlaupinu við Trump en hann tryggði sér 39 kjörmenn í forvalinu í Michigan á laugardaginn. Þá er honum spáð öruggum sigri í næstum öllum kosningunum sem framundan eru og mun raunar líklega tryggja sér útnefninguna á þriðjudag, þegar forval fer fram í fimmtán ríkjum. Haley hefur sagst munu halda ótrauð áfram, að minnsta kosti fram yfir þriðjudag. Hún tók undir hróp stuðningsmanns á kosningafundi á föstudag, þegar viðkomandi kallaði að Trump gæti ekki lagt Biden. Haley hefur ítrekað haldið því sama fram; að hún sé sú eina sem geti komið í veg fyrir annað kjörtímabil Biden. Talsmaður Trump átti að sjálfsögðu svar við sigri Haley í Washington og sagði að á sama tíma og kjósendur út um allt land hefðu hafnað Haley hefðu kjósendur í Washington D.C. krýnt hana „drottningu fenjana“. Þess ber að geta í þessu sambandi að Trump hefur ítrekað talað um að „hreinsa þurfi fenið“ í Washington, það er að segja meinta pólitíska spillingu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Sjá meira
Haley tryggði sér 62,9 prósent atkvæða gegn 33,2 prósentum forsetans fyrrverandi. Þar með tryggði hún sér nítján kjörmenn fyrir landsfund flokksins sem fram fer í júlí en heildarfjöldi kjörmanna á þinginu verður 1.215. Olivia Perez-Cubas, talskona Haley, sagði eftir sigurinn í gær að það kæmi ekki á óvart að þeir Repúblikanar sem þekktu best til báknsins í Washington hefðu hafnað Donald Trump og glundroðanum sem honum fylgdi. Haley á enn á brattann að sækja í kapphlaupinu við Trump en hann tryggði sér 39 kjörmenn í forvalinu í Michigan á laugardaginn. Þá er honum spáð öruggum sigri í næstum öllum kosningunum sem framundan eru og mun raunar líklega tryggja sér útnefninguna á þriðjudag, þegar forval fer fram í fimmtán ríkjum. Haley hefur sagst munu halda ótrauð áfram, að minnsta kosti fram yfir þriðjudag. Hún tók undir hróp stuðningsmanns á kosningafundi á föstudag, þegar viðkomandi kallaði að Trump gæti ekki lagt Biden. Haley hefur ítrekað haldið því sama fram; að hún sé sú eina sem geti komið í veg fyrir annað kjörtímabil Biden. Talsmaður Trump átti að sjálfsögðu svar við sigri Haley í Washington og sagði að á sama tíma og kjósendur út um allt land hefðu hafnað Haley hefðu kjósendur í Washington D.C. krýnt hana „drottningu fenjana“. Þess ber að geta í þessu sambandi að Trump hefur ítrekað talað um að „hreinsa þurfi fenið“ í Washington, það er að segja meinta pólitíska spillingu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Sjá meira