Thelma hitti úr 14 af 15 þriggja stiga skotum og vann keppni kynjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 10:00 Thelma Dís Ágústsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi um helgina. Vísir/Hulda Margrét Keflvíska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir er mjög öflug þriggja stiga skytta og það sýndi hún í verki á Nettómótinu un helgina. Thelma Dís var auðvitað ekki að keppa á sjálfu mótinu, enda lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu og Nettómótið er fyrir yngsta körfuboltafólkið okkar. Mikilvægur hluti af mótinu er hins vegar lokahófið í Blue-höllinni í Keflavík þar sem allir krakkarnir safnast saman og boðið er upp á skemmtiatriði eins og tónlistaratriði og körfuboltatilþrif. Klippa: Skotsýning Thelmu Það vantaði ekki körfuboltatilþrifin því meðal þess sem var boðið upp í ár var þriggja stiga skotkeppni sem Thelma Dís pakkaði saman. Hún hitti úr 14 af 15 skotum sínum í úrslitunum sem er svakaleg hittni. Thelma vann undanúrslit stelpnanna á móti Söru Rún Hinriksdóttur úr Keflavík og Njarðvíkingunum Önnu Lilju og Láru Ösp Ásgeirsdætrum. Hjá körlunum komst Keflvíkingurinn Igor Maric í úrslit en hann vann undanúrslit karlanna þar sem Njarðvíkingurinn Chaz Williams var meðal keppenda. Igor átti hins vegar engin svör við svakalegri skotnýtingu Thelmu í úrslitunum. Krakkarnir fylltu húsið og sköpuðu frábæra stemmningu í kringum keppnina. Thelma kveikti síðan í netinu og húsinu með skotsýningu sinni. „Mér fannst þetta bara mjög gaman og geggjað að sjá svona marga krakka. Man náttúrulega bara eftir því að hafa verið þarna sjálf sem keppandi á Nettómótinu að fylgjast með þessum keppnum og fannst þetta allt svo geggjað,“ segir Thelma Dís í stuttu spjalli við Vísi. Sabrina Ionescu á metið á stjörnuleik NBA og WNBA því hún hitti úr 25 af 27 þriggja stiga skotum á sínum tíma sem gerir ótrúlega 92,6 prósent nýtingu. Nýting Thelmu var aftur á móti 93,3 prósent. Sabrina tapaði einmitt skotkeppni kynjanna á móti Stephen Curry á Stjörnuhelgi NBA í ár. Bjarki Ármann Oddsson var í Blue höllinni og tók upp þetta myndband hér fyrir neðan af skotsýningu Thelmu. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Thelma Dís var auðvitað ekki að keppa á sjálfu mótinu, enda lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu og Nettómótið er fyrir yngsta körfuboltafólkið okkar. Mikilvægur hluti af mótinu er hins vegar lokahófið í Blue-höllinni í Keflavík þar sem allir krakkarnir safnast saman og boðið er upp á skemmtiatriði eins og tónlistaratriði og körfuboltatilþrif. Klippa: Skotsýning Thelmu Það vantaði ekki körfuboltatilþrifin því meðal þess sem var boðið upp í ár var þriggja stiga skotkeppni sem Thelma Dís pakkaði saman. Hún hitti úr 14 af 15 skotum sínum í úrslitunum sem er svakaleg hittni. Thelma vann undanúrslit stelpnanna á móti Söru Rún Hinriksdóttur úr Keflavík og Njarðvíkingunum Önnu Lilju og Láru Ösp Ásgeirsdætrum. Hjá körlunum komst Keflvíkingurinn Igor Maric í úrslit en hann vann undanúrslit karlanna þar sem Njarðvíkingurinn Chaz Williams var meðal keppenda. Igor átti hins vegar engin svör við svakalegri skotnýtingu Thelmu í úrslitunum. Krakkarnir fylltu húsið og sköpuðu frábæra stemmningu í kringum keppnina. Thelma kveikti síðan í netinu og húsinu með skotsýningu sinni. „Mér fannst þetta bara mjög gaman og geggjað að sjá svona marga krakka. Man náttúrulega bara eftir því að hafa verið þarna sjálf sem keppandi á Nettómótinu að fylgjast með þessum keppnum og fannst þetta allt svo geggjað,“ segir Thelma Dís í stuttu spjalli við Vísi. Sabrina Ionescu á metið á stjörnuleik NBA og WNBA því hún hitti úr 25 af 27 þriggja stiga skotum á sínum tíma sem gerir ótrúlega 92,6 prósent nýtingu. Nýting Thelmu var aftur á móti 93,3 prósent. Sabrina tapaði einmitt skotkeppni kynjanna á móti Stephen Curry á Stjörnuhelgi NBA í ár. Bjarki Ármann Oddsson var í Blue höllinni og tók upp þetta myndband hér fyrir neðan af skotsýningu Thelmu.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira