Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 07:51 Um ellefu milljón manns búa á Haítí en lögregluþjónar landsins eru aðeins um 9.000 talsins. AP/Odelyn Joseph Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. Yfirvöld hafa heitið því að fangelsa aftur alla morðingja, mannræningja og aðra ofbeldisfulla brotamenn. Fjármálaráðherrann Patrick Boivert, sem er starfandi forsætisráðherra, sagði lögreglu hafa verið skipað að beit öllum mögulegum ráðum til að framfylgja útgöngubanninu og handsama brotamenn. Forsætisráðherrann Ariel Henry hefur verið á ferðalagi til að afla stuðnings við að fá eftirlitslið frá Sameinuðu þjóðunum til að freista þess að koma á stöðugleika í landinu. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“ og fer nú fyrir nokkurs konar gengjasamtökum, hefur lýst óöldinni á hendur sér og segir markmiðið að handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Árásir hafa verið gerðar á lögreglustöðvar, alþjóðaflugvöllinn og knattspyrnuleikvang landsins, þar sem starfsmönnum var haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Að minnsta kosti níu hafa látist frá því á fimmtudag, þar af fjórir lögregluþjónar. Talið er að um 5.400 fangar hafi sloppið í árásum á fangelsin. Meðal þeirra fáu fanga sem ákváðu að vera eftir eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem voru sakaðir um að hafa átt aðkomu að morðinu á forsetanum Jovenel Moise. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði einn þeirra, Francisco Uribe, í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Verið væri að fara á milli fangaklefa og myrða fólk af handahófi. Byssuhvellir heyrðust í fjölda hverfa á laugardag og þá voru margir án netsambands, eftir árásir á innviði. Henry tók við í kjölfar þess að Moise var ráðinn af dögum árið 2021en hefur ítrekað frestað því að boða til þing- og forsetakosninga, sem hafa ekki verið haldnar í áratug. Haítí Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Sjá meira
Yfirvöld hafa heitið því að fangelsa aftur alla morðingja, mannræningja og aðra ofbeldisfulla brotamenn. Fjármálaráðherrann Patrick Boivert, sem er starfandi forsætisráðherra, sagði lögreglu hafa verið skipað að beit öllum mögulegum ráðum til að framfylgja útgöngubanninu og handsama brotamenn. Forsætisráðherrann Ariel Henry hefur verið á ferðalagi til að afla stuðnings við að fá eftirlitslið frá Sameinuðu þjóðunum til að freista þess að koma á stöðugleika í landinu. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“ og fer nú fyrir nokkurs konar gengjasamtökum, hefur lýst óöldinni á hendur sér og segir markmiðið að handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Árásir hafa verið gerðar á lögreglustöðvar, alþjóðaflugvöllinn og knattspyrnuleikvang landsins, þar sem starfsmönnum var haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Að minnsta kosti níu hafa látist frá því á fimmtudag, þar af fjórir lögregluþjónar. Talið er að um 5.400 fangar hafi sloppið í árásum á fangelsin. Meðal þeirra fáu fanga sem ákváðu að vera eftir eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem voru sakaðir um að hafa átt aðkomu að morðinu á forsetanum Jovenel Moise. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði einn þeirra, Francisco Uribe, í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Verið væri að fara á milli fangaklefa og myrða fólk af handahófi. Byssuhvellir heyrðust í fjölda hverfa á laugardag og þá voru margir án netsambands, eftir árásir á innviði. Henry tók við í kjölfar þess að Moise var ráðinn af dögum árið 2021en hefur ítrekað frestað því að boða til þing- og forsetakosninga, sem hafa ekki verið haldnar í áratug.
Haítí Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Sjá meira