„Óþekka barnið“ í íslenskri myndlist fer nýjar leiðir Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. mars 2024 17:00 Snorri Ásmundsson opnar sýningu á abstrakt málverkum næstkomandi laugardag. Vísir/Vilhelm „Ég hef auðvitað upplifað ýmis konar atburði og tráma eins og margir,“ segir myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson og bætir við að mikil heilun eigi sér stað þegar hann máli. Hann opnar sýninguna Rex Spirituum næstkomandi laugardag í VEST. Málverkin á sýningunni eru öll unninn með akrýlmálningu og olíu-pastel í abstrakt stíl. Er um að ræða fyrstu algjörlega abstrakt sýningu Snorra á hans langa ferli. Verkin eru að sögn Snorra máluð með tilfinningalegu innsæi og eru nokkurs konar frásagnir af markverðum atburðum og þá líka hversdagsleikanum í lífi listamannsins. „Þetta er jafnvel einhverskonar línurit af tíðnisviðum eða frumeindum á tilfinningasviðinu. Ég mála af ástríðu og það er mikil heilun sem á sér stað og heilunin endurspeglast í verkunum. Ég hef auðvitað upplifað ýmis konar atburði og tráma eins og margir. En mér finnst hið óræða mjög spennandi.“ View this post on Instagram A post shared by Snorri Asmundsson (@snorriasmundsson) Glettinn en grafalvara Listamaðurinn hefur gengið langa göngu áður en abstrakt málverkið tók hug hans allan. „Þótt ég sé glettinn er mér grafalvara og stundum á fólk erfitt með að greina muninn á alvörunni og glensinu. Abstrakt málverkin eru tímabundin niðurstaða af löngum og ævintýralegum ferli sem og áralangri vinnu. Mér finnst samtalið alltaf nauðsynlegt en ef það er „toxic“, heimskt og byggt af fordómum og ferköntuðum hugsunargangi eins og samtalið í samtímanum vill oft verða er það auðvitað engum til gagns. Abstrakt málverk getur sagt meira heldur en heil doktorsritgerð. Ég hugsa abstrakt og hef alltaf gert svo abstraktmálverkið hlaut að koma, þótt ég hafi verið feiminn við það. En guð hvað það gerir mikið fyrir mig og hvað ég nýt þess að mála. Mér líður eins og ég sé komin heim og að ég sé í samtali við andanna, í bili auðvitað. Þaðan kemur líka nafnið á sýningunni. Rex Spirituum þýðir konungur andanna en mér líður einmitt eins og konungi andanna þegar ég mála.“ View this post on Instagram A post shared by Snorri Asmundsson (@snorriasmundsson) „Óþekka barnið í íslenskri myndlist“ Í fréttatilkynningu kemur eftirfarandi fram: „Snorri Ásmundsson er fæddur árið 1966 á Akureyri. Hann hefur verið starfandi sem myndlistarmaður í á þriðja tug ára og hefur á þeim tíma stundum verið kallaður óþekka barnið í íslenskri myndlist. Snorri hefur í gegnum tíðina staðið fyrir ýmsum list- og samfélagsgjörningum sem margir hafa vakið mikla athygli. Hann hefur í gegnum tíðina haldið fjölda einkasýninga sem og samsýninga. Listastefna Snorra hefur þróast og breyst mikið í gegnum tíðina en hann hefur til að mynda fengist við allt frá abstrakt myndheimum upp í portret myndir. Rauði þráðurinn sem hefur verið gegnumgangandi í ferli Snorra er hve litrík verkin hans eru.“ Sýningin opnar sem áður segir næstkomandi laugardag 9. mars og verður í sex vikur. Opnun stendur á milli klukkan 14:00 og 16:00 í VEST, Dalvegi 30. Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Tengdar fréttir Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. 26. september 2022 10:23 „Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36 „Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“ Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt. 26. maí 2022 07:38 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Málverkin á sýningunni eru öll unninn með akrýlmálningu og olíu-pastel í abstrakt stíl. Er um að ræða fyrstu algjörlega abstrakt sýningu Snorra á hans langa ferli. Verkin eru að sögn Snorra máluð með tilfinningalegu innsæi og eru nokkurs konar frásagnir af markverðum atburðum og þá líka hversdagsleikanum í lífi listamannsins. „Þetta er jafnvel einhverskonar línurit af tíðnisviðum eða frumeindum á tilfinningasviðinu. Ég mála af ástríðu og það er mikil heilun sem á sér stað og heilunin endurspeglast í verkunum. Ég hef auðvitað upplifað ýmis konar atburði og tráma eins og margir. En mér finnst hið óræða mjög spennandi.“ View this post on Instagram A post shared by Snorri Asmundsson (@snorriasmundsson) Glettinn en grafalvara Listamaðurinn hefur gengið langa göngu áður en abstrakt málverkið tók hug hans allan. „Þótt ég sé glettinn er mér grafalvara og stundum á fólk erfitt með að greina muninn á alvörunni og glensinu. Abstrakt málverkin eru tímabundin niðurstaða af löngum og ævintýralegum ferli sem og áralangri vinnu. Mér finnst samtalið alltaf nauðsynlegt en ef það er „toxic“, heimskt og byggt af fordómum og ferköntuðum hugsunargangi eins og samtalið í samtímanum vill oft verða er það auðvitað engum til gagns. Abstrakt málverk getur sagt meira heldur en heil doktorsritgerð. Ég hugsa abstrakt og hef alltaf gert svo abstraktmálverkið hlaut að koma, þótt ég hafi verið feiminn við það. En guð hvað það gerir mikið fyrir mig og hvað ég nýt þess að mála. Mér líður eins og ég sé komin heim og að ég sé í samtali við andanna, í bili auðvitað. Þaðan kemur líka nafnið á sýningunni. Rex Spirituum þýðir konungur andanna en mér líður einmitt eins og konungi andanna þegar ég mála.“ View this post on Instagram A post shared by Snorri Asmundsson (@snorriasmundsson) „Óþekka barnið í íslenskri myndlist“ Í fréttatilkynningu kemur eftirfarandi fram: „Snorri Ásmundsson er fæddur árið 1966 á Akureyri. Hann hefur verið starfandi sem myndlistarmaður í á þriðja tug ára og hefur á þeim tíma stundum verið kallaður óþekka barnið í íslenskri myndlist. Snorri hefur í gegnum tíðina staðið fyrir ýmsum list- og samfélagsgjörningum sem margir hafa vakið mikla athygli. Hann hefur í gegnum tíðina haldið fjölda einkasýninga sem og samsýninga. Listastefna Snorra hefur þróast og breyst mikið í gegnum tíðina en hann hefur til að mynda fengist við allt frá abstrakt myndheimum upp í portret myndir. Rauði þráðurinn sem hefur verið gegnumgangandi í ferli Snorra er hve litrík verkin hans eru.“ Sýningin opnar sem áður segir næstkomandi laugardag 9. mars og verður í sex vikur. Opnun stendur á milli klukkan 14:00 og 16:00 í VEST, Dalvegi 30.
Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Tengdar fréttir Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. 26. september 2022 10:23 „Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36 „Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“ Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt. 26. maí 2022 07:38 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. 26. september 2022 10:23
„Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36
„Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“ Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt. 26. maí 2022 07:38