Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 10:01 Þórir Jóhann Helgason hefur ekkert spilað undir stjórn Åge Hareide en lék 16 leiki undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og skoraði í tveimur jafnteflisleikjum við Ísrael í Þjóðadeildinni sumarið 2022. Hann átti líka afar mikilvæga stoðsendingu gegn Albaníu í lokaleik keppninnar. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). En íslenska liðið var langt frá því að tryggja sig inn á EM í gegnum undankeppnina í fyrra, hlaut þar tíu stig í sínum riðli og endaði í 4. sæti. Portúgal og Slóvakía enduðu efst og komust á EM. Þó að Lúxemborg hafi endað í 3. sæti riðilsins, sjö stigum fyrir ofan Ísland, þá eru það samt Íslendingar sem fá að fara í umspilið um síðustu sætin á EM. Unnu ekki leik en gerðu samt nógu vel Það er vegna þess að lokastaðan á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar ræður því hvaða lið komast í umspilið. Það eru sem sagt efstu liðin úr Þjóðadeildinni, sem ekki tryggðu sig svo inn á EM í gegnum undankeppnina, sem fá að fara í umspilið. Ísland gerði tvö jafntefli við Ísrael, og tvö jafntefli við Albaníu, í Þjóðadeildinni 2022 og það dugði á endanum til þess að skila liðinu í EM-umspil.vísir/Hulda Margrét Íslandi gekk samt ekkert vel í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Liðið vann ekki einn einasta leik. En fjögur jafntefli í fjórum leikjum dugðu samt til þess að liðið varð í 2. sæti í sínum riðli, á eftir engum öðrum en Ísraelsmönnum (8 stig) en fyrir ofan Albaníu (2 stig). Þetta var eini þriggja liða riðillinn í B-deildinni. Ísland hafði nefnilega heppnina með sér því liðið dróst í riðil með Rússlandi, sem var rekið úr keppninni eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og þar með sett í neðsta sætið í riðli Íslands. Mark Mikaels gulls ígildi ári síðar Það hefði þó ekki dugað ef Ísland hefði tapað á útivelli gegn Albaníu í lokaleik sínum í keppninni, og staðan var enn 1-0 þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Íslenska liðið hafði auk þess verið manni færra í 80 mínútur eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. En rétt fyrir lokaflautið átti Þórir Jóhann Helgason algjöra snilldarfyrirgjöf sem Mikael Anderson skilaði af öryggi í netið til að jafna metin, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Helstu atvikin úr leik Albaníu og Íslands Það var sem sagt þetta mark, skorað í september 2022, sem kom Íslandi í þá stöðu að geta tryggt sér EM-sæti í mars 2024. Ótrúlegt mikilvægi þessa marks var samt ekki endanlega ljóst fyrr en rúmu ári seinna, eftir að undankeppni EM lauk síðasta haust. Árangurinn í Þjóðadeildinni skilaði Ísrael sömuleiðis í EM-umspilið og úr því að UEFA leyfir Ísrael að vera með, þrátt fyrir stríðið á Gasa, fer leikurinn fram 21. mars. Hann verður þó spilaður í Búdapest í Ungverjalandi eftir að KSÍ harðneitaði að spila leikinn í Ísrael. Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). En íslenska liðið var langt frá því að tryggja sig inn á EM í gegnum undankeppnina í fyrra, hlaut þar tíu stig í sínum riðli og endaði í 4. sæti. Portúgal og Slóvakía enduðu efst og komust á EM. Þó að Lúxemborg hafi endað í 3. sæti riðilsins, sjö stigum fyrir ofan Ísland, þá eru það samt Íslendingar sem fá að fara í umspilið um síðustu sætin á EM. Unnu ekki leik en gerðu samt nógu vel Það er vegna þess að lokastaðan á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar ræður því hvaða lið komast í umspilið. Það eru sem sagt efstu liðin úr Þjóðadeildinni, sem ekki tryggðu sig svo inn á EM í gegnum undankeppnina, sem fá að fara í umspilið. Ísland gerði tvö jafntefli við Ísrael, og tvö jafntefli við Albaníu, í Þjóðadeildinni 2022 og það dugði á endanum til þess að skila liðinu í EM-umspil.vísir/Hulda Margrét Íslandi gekk samt ekkert vel í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Liðið vann ekki einn einasta leik. En fjögur jafntefli í fjórum leikjum dugðu samt til þess að liðið varð í 2. sæti í sínum riðli, á eftir engum öðrum en Ísraelsmönnum (8 stig) en fyrir ofan Albaníu (2 stig). Þetta var eini þriggja liða riðillinn í B-deildinni. Ísland hafði nefnilega heppnina með sér því liðið dróst í riðil með Rússlandi, sem var rekið úr keppninni eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og þar með sett í neðsta sætið í riðli Íslands. Mark Mikaels gulls ígildi ári síðar Það hefði þó ekki dugað ef Ísland hefði tapað á útivelli gegn Albaníu í lokaleik sínum í keppninni, og staðan var enn 1-0 þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Íslenska liðið hafði auk þess verið manni færra í 80 mínútur eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. En rétt fyrir lokaflautið átti Þórir Jóhann Helgason algjöra snilldarfyrirgjöf sem Mikael Anderson skilaði af öryggi í netið til að jafna metin, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Helstu atvikin úr leik Albaníu og Íslands Það var sem sagt þetta mark, skorað í september 2022, sem kom Íslandi í þá stöðu að geta tryggt sér EM-sæti í mars 2024. Ótrúlegt mikilvægi þessa marks var samt ekki endanlega ljóst fyrr en rúmu ári seinna, eftir að undankeppni EM lauk síðasta haust. Árangurinn í Þjóðadeildinni skilaði Ísrael sömuleiðis í EM-umspilið og úr því að UEFA leyfir Ísrael að vera með, þrátt fyrir stríðið á Gasa, fer leikurinn fram 21. mars. Hann verður þó spilaður í Búdapest í Ungverjalandi eftir að KSÍ harðneitaði að spila leikinn í Ísrael. Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn