Er stríðið á Gaza, stríð gegn konum? Stella Samúelsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:00 Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og varað við yfirvofandi hungursneyð. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, hefur lýst stríðinu á Gaza sem stríði gegn konum. Hér eru sjö staðreyndir um hvers vegna stríðið á Gaza er einnig stríð gegn konum: [1] Talið er að um 9.000 palestínskar konur hafi verið drepnar af ísraelska hernum frá upphafi átakanna. Þessi tala er líklega vanmat þar sem greint er frá því að mun fleiri konur séu látnar undir rústum bygginga [2]. Ef fram fer sem horfir, munu að meðaltali 63 konur halda áfram að vera drepnar daglega. Áætlað er að 37 mæður séu drepnar á hverjum degi, sem skilur fjölskyldur þeirra eftir í algjörri upplausn og börnin eftir án umhyggju og verndar þeirra. Meira en 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) segja að fjölskyldur þeirra borði helming, eða minna, af því magni af mat sem þau voru vön að borða áður en stríðið hófst. Mæður og fullorðnar konur eru þær sem hafa það hlutverk að útvega mat en borða samt síðast, minna og síður en öll önnur [3]. 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) á Gaza benda á að minnst einn af fjölskyldumeðlimum þeirra hafi þurft að sleppa máltíðum undanfarna viku. Í 95 prósentum tilfella eru það mæður sem eru án matar og sleppa að minnsta kosti einni máltíð til að fæða börnin sín [4]. Allir íbúar Gaza, sem eru 2,3 milljónir fólks, munu standa frammi fyrir alvarlegu mataróöryggi innan nokkurra vikna – því alvarlegasta sem mælst hefur [5] þar sem Gaza er á barmi hungursneyðar. Næstum 9 af hverjum 10 konum (87 prósent) segjast eiga erfiðara með að fá aðgengi að mat en karlar [6]. Sumar konur grípa nú til örþrifaráða, eins og að leita að mat undir rústum eða í ruslatunnum. 10 af 12 kvennasamtökum á Gaza greindu UN Women frá því að þau væru að hluta til starfhæf og veittu nauðsynlega neyðarþjónustu [7]. Þrátt fyrir ótrúlega viðleitni þeirra hefur innan við 1 prósent af því fjármagni sem safnað var í gegnum neyðarsöfnun Sameinuðu þjóðanna runnið til kvenréttindasamtaka á svæðinu. Að beina fjármagni til þessara samtaka er afar mikilvægt til að mæta aðkallandi þörfum kvenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga og til að tryggja að raddir kvenna á Gaza heyrist. Ef ekki verður af tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum munu enn fleiri deyja á næstu dögum og vikum. Drápunum, sprengingunum og eyðileggingunni á nauðsynlegum innviðum á Gaza verður að linna. Mannúðaraðstoð verður að komast inn á Gaza og um svæðið strax. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. [1] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [2] Source: UN Women’s calculation estimates are based on OCHA reported numbers. [3] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [4] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [5] Source: Security Council hears Gaza famine 'almost inevitable' unless aid is massively scaled up [6] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [7] Source: UN Women Gender Alert: The Gendered Impact of the Crisis in Gaza. January 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og varað við yfirvofandi hungursneyð. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, hefur lýst stríðinu á Gaza sem stríði gegn konum. Hér eru sjö staðreyndir um hvers vegna stríðið á Gaza er einnig stríð gegn konum: [1] Talið er að um 9.000 palestínskar konur hafi verið drepnar af ísraelska hernum frá upphafi átakanna. Þessi tala er líklega vanmat þar sem greint er frá því að mun fleiri konur séu látnar undir rústum bygginga [2]. Ef fram fer sem horfir, munu að meðaltali 63 konur halda áfram að vera drepnar daglega. Áætlað er að 37 mæður séu drepnar á hverjum degi, sem skilur fjölskyldur þeirra eftir í algjörri upplausn og börnin eftir án umhyggju og verndar þeirra. Meira en 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) segja að fjölskyldur þeirra borði helming, eða minna, af því magni af mat sem þau voru vön að borða áður en stríðið hófst. Mæður og fullorðnar konur eru þær sem hafa það hlutverk að útvega mat en borða samt síðast, minna og síður en öll önnur [3]. 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) á Gaza benda á að minnst einn af fjölskyldumeðlimum þeirra hafi þurft að sleppa máltíðum undanfarna viku. Í 95 prósentum tilfella eru það mæður sem eru án matar og sleppa að minnsta kosti einni máltíð til að fæða börnin sín [4]. Allir íbúar Gaza, sem eru 2,3 milljónir fólks, munu standa frammi fyrir alvarlegu mataróöryggi innan nokkurra vikna – því alvarlegasta sem mælst hefur [5] þar sem Gaza er á barmi hungursneyðar. Næstum 9 af hverjum 10 konum (87 prósent) segjast eiga erfiðara með að fá aðgengi að mat en karlar [6]. Sumar konur grípa nú til örþrifaráða, eins og að leita að mat undir rústum eða í ruslatunnum. 10 af 12 kvennasamtökum á Gaza greindu UN Women frá því að þau væru að hluta til starfhæf og veittu nauðsynlega neyðarþjónustu [7]. Þrátt fyrir ótrúlega viðleitni þeirra hefur innan við 1 prósent af því fjármagni sem safnað var í gegnum neyðarsöfnun Sameinuðu þjóðanna runnið til kvenréttindasamtaka á svæðinu. Að beina fjármagni til þessara samtaka er afar mikilvægt til að mæta aðkallandi þörfum kvenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga og til að tryggja að raddir kvenna á Gaza heyrist. Ef ekki verður af tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum munu enn fleiri deyja á næstu dögum og vikum. Drápunum, sprengingunum og eyðileggingunni á nauðsynlegum innviðum á Gaza verður að linna. Mannúðaraðstoð verður að komast inn á Gaza og um svæðið strax. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. [1] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [2] Source: UN Women’s calculation estimates are based on OCHA reported numbers. [3] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [4] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [5] Source: Security Council hears Gaza famine 'almost inevitable' unless aid is massively scaled up [6] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [7] Source: UN Women Gender Alert: The Gendered Impact of the Crisis in Gaza. January 2024.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun