Ekkert að frétta úr miðbæ Kópavogs Hákon Gunnarsson skrifar 5. mars 2024 14:00 Í að verða sex ár, hafa íbúar í miðbæ Kópavogs og margir aðrir íbúar í bænum beðið eftir fréttum af væntanlegum framkvæmdum á Fannborgarreitnum í hjarta bæjarins. Kaupsamningur um sölu á Fannborg 2, 4 og 6 (gamla Félagsheimilið) var undirritaður 10 maí 2018. Þrátt fyrir samkomulag við framkvæmdaraðila um „gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa“ þá hefur þessi upplýsingagjöf engin verið. Ég ætti að þekkja það, bý sjálfur á svæðinu og það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá framkvæmdaaðilum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir nema í algeru skötulíki. Á fundi skipulagsráðs Kópavogsbæjar þann 4. mars 2024 voru birt skrifleg svör við fyrirspurn frá undirrituðum í fimm liðum um hver staða mála væri varðandi aðal- og deiliskipulag á Fannborgarreit annarsvegar og Traðarreit vestur hinsvegar í miðbæ Kópavogs. Spurt var sömuleiðis um hvenær niðurrif fasteignanna við Fannborg 2,4 og 6 myndu hefjast og hvort komið væri byggingarleyfi fyrir 550 íbúðum sem bæjarstjórn hefur samþykkt í húsnæðisáætlun. Ennfremur hvenær framkvæmdir á svæðinu myndu hefjast og hvernig fyrirkomulag um upplysingagjöf og samtal við íbúa á svæðinu myndu verða. Svör Umhverfissviðs staðfestu grun minn og margra annara að núverandi meirihluti bæjarstjórnar veit ekki sitt rjúkandi ráð í þessu máli. Ekkert er vitað um hvenær framkvæmdir hefjast á svæðinu, engin byggingarleyfi hafa verið gefin út og svo framvegis. Framsetningin í svari Umhverfissviðsins er sérstök: „Samkvæmt uppbyggingarsamkomulagi er lögð áhersla á gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að framkvæmdaaðili tilnefni tengilið íbúa á framkvæmdatíma. Kópavogsbær hefur ekki upplýsingar um hvort að framkvæmdaraðilar hafi tilnefnt tengilið eða hvort að sá aðili verði sameiginlegur fyrir bæði verkefnin (Fannborgarreit og Traðarreit vestur)“. Ef menn hefðu notað tímann vel frá 10 maí 2018 væri komin áætlun um nýjan miðbæ í Kópavogi. Hægt hefði verið að fara í hugmyndasamkeppni um hvers konar samfélag við viljum hafa í miðbæ Kópavogs. Hvernig íbúðauppbygging gæti tengst atvinnulífi og menningarstarfseminni sem þarna er fyrir. Gætum við séð fyrir okkur nýjan miðbæ sem snýr í suður mót sólu í stað drungalegrar Hamraborgar sem nú er? Hvernig tengjum við tilkomu Borgarlínu við þessa þriðju stærstu strætisvagnastöðvar landsins þar sem 1,5 milljónir farþega fara um á hverju ári. Menn geta síðan velt fyrir sér tekjutapi bæjarins vegna þessara tafa í formi glataðra útsvarstekna og fasteignagjalda. Það eru örugglega hundruð milljóna króna ef ekki meira. Merkilegt hvað margir telja að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir opinberum fjármálum. Það er löngu kominn tími til að binda endi á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins við framkvæmd á skipulagi í Kópavogsbæ. Í stað heildarhugmyndar um betra samfélag sem tekur mið af framtíðarsýn í nútíma bæjarfélagi þá kýs núverandi meirihluti að framselja skipulagsvaldið til útvalinna verktaka. Kópavogsbúar eiga miklu betra skilið. Höfundur situr í skipulagsráði Kópavogs fyrir Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Samfylkingin Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í að verða sex ár, hafa íbúar í miðbæ Kópavogs og margir aðrir íbúar í bænum beðið eftir fréttum af væntanlegum framkvæmdum á Fannborgarreitnum í hjarta bæjarins. Kaupsamningur um sölu á Fannborg 2, 4 og 6 (gamla Félagsheimilið) var undirritaður 10 maí 2018. Þrátt fyrir samkomulag við framkvæmdaraðila um „gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa“ þá hefur þessi upplýsingagjöf engin verið. Ég ætti að þekkja það, bý sjálfur á svæðinu og það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá framkvæmdaaðilum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir nema í algeru skötulíki. Á fundi skipulagsráðs Kópavogsbæjar þann 4. mars 2024 voru birt skrifleg svör við fyrirspurn frá undirrituðum í fimm liðum um hver staða mála væri varðandi aðal- og deiliskipulag á Fannborgarreit annarsvegar og Traðarreit vestur hinsvegar í miðbæ Kópavogs. Spurt var sömuleiðis um hvenær niðurrif fasteignanna við Fannborg 2,4 og 6 myndu hefjast og hvort komið væri byggingarleyfi fyrir 550 íbúðum sem bæjarstjórn hefur samþykkt í húsnæðisáætlun. Ennfremur hvenær framkvæmdir á svæðinu myndu hefjast og hvernig fyrirkomulag um upplysingagjöf og samtal við íbúa á svæðinu myndu verða. Svör Umhverfissviðs staðfestu grun minn og margra annara að núverandi meirihluti bæjarstjórnar veit ekki sitt rjúkandi ráð í þessu máli. Ekkert er vitað um hvenær framkvæmdir hefjast á svæðinu, engin byggingarleyfi hafa verið gefin út og svo framvegis. Framsetningin í svari Umhverfissviðsins er sérstök: „Samkvæmt uppbyggingarsamkomulagi er lögð áhersla á gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að framkvæmdaaðili tilnefni tengilið íbúa á framkvæmdatíma. Kópavogsbær hefur ekki upplýsingar um hvort að framkvæmdaraðilar hafi tilnefnt tengilið eða hvort að sá aðili verði sameiginlegur fyrir bæði verkefnin (Fannborgarreit og Traðarreit vestur)“. Ef menn hefðu notað tímann vel frá 10 maí 2018 væri komin áætlun um nýjan miðbæ í Kópavogi. Hægt hefði verið að fara í hugmyndasamkeppni um hvers konar samfélag við viljum hafa í miðbæ Kópavogs. Hvernig íbúðauppbygging gæti tengst atvinnulífi og menningarstarfseminni sem þarna er fyrir. Gætum við séð fyrir okkur nýjan miðbæ sem snýr í suður mót sólu í stað drungalegrar Hamraborgar sem nú er? Hvernig tengjum við tilkomu Borgarlínu við þessa þriðju stærstu strætisvagnastöðvar landsins þar sem 1,5 milljónir farþega fara um á hverju ári. Menn geta síðan velt fyrir sér tekjutapi bæjarins vegna þessara tafa í formi glataðra útsvarstekna og fasteignagjalda. Það eru örugglega hundruð milljóna króna ef ekki meira. Merkilegt hvað margir telja að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir opinberum fjármálum. Það er löngu kominn tími til að binda endi á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins við framkvæmd á skipulagi í Kópavogsbæ. Í stað heildarhugmyndar um betra samfélag sem tekur mið af framtíðarsýn í nútíma bæjarfélagi þá kýs núverandi meirihluti að framselja skipulagsvaldið til útvalinna verktaka. Kópavogsbúar eiga miklu betra skilið. Höfundur situr í skipulagsráði Kópavogs fyrir Samfylkinguna.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun