Andaði léttar er martraðarriðill þaut hjá Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 07:21 Íslensku stelpurnar fagna marki á móti Serbíu á Kópavogsvellinum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var í pottinum þegar dregið var í undankeppni EM 2025 í fótbolta í gær. Landsliðsþjálfarinn andaði léttar eftir að Ísland slapp við sannkallaðan martraðarriðil. Áttfaldir Evrópumeistarar bíða þó Stelpnanna okkar. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss og fór svo að liðið verður með áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands, Austurríki og Póllandi í riðli. „Þetta er fínt heilt yfir,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um riðilinn sem Ísland dróst í. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að leikirnir á móti Þýskalandi verða býsna erfiðir. Þetta er lið sem við vorum með núna síðast í Þjóðadeildinni. Þá öttum við kappi gegn Austurríki á útivelli í fyrra og unnum þær 1-0 í hörkuleik. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands telur mögueikana góða í krefjandi riðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undankeppni EM 2025Vísir/Sigurjón Ólason Við vitum að Austurríki býr yfir hörkuliði, þær sýndu mátt sinn og megin í Þjóðadeildinni núna síðast. Þá spiluðum æfingaleik við Pólverjana fyrir síðasta Evrópumót. Unnum þær þar. Þetta pólska lið er gott, með góða leikmenn innanborðs. Auðvitað eru þetta allt sterkar þjóðir í þessari A-deild og er maður því heilt yfir sáttur með þennan riðil.“ Klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland slapp við að enda í riðli með heimsmeisturum Spánar eða í sannkölluðum martraðarriðli með Englandi og Frakklandi innanborðs. Hvernig var fyrir þig að fylgjast með drættinum og horfa mögulega upp á að lenda í þessum martraðarriðli? „Þegar að það var búið að draga fyrstu tvær þjóðirnar úr okkar styrkleikaflokki og sá næst möguleika á að lenda í riðli með Englendingum og Frökkum, þá var það klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í. Sem betur fer enduðu Svíarnir þar. Maður var bara sáttur við að sleppa við að enda í þeim riðli. Það var mjög gott.“ Bryndís Arna og Sveindís Jane fagna jöfnunarmarki Íslands gegn Serbíu á dögunumVísir/Hulda Margrét Margar leiðir á EM Sú breyting hefur orðið á undankeppninni að hún er beintengd við árangur í Þjóðadeildinni. Þar stendur Ísland vel að vígi og ávinningur liðsins af því að bera sigur úr býtum gegn Serbíu, í einvígi liðanna um laust sæti í A-deild, að koma betur og betur í ljós. Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en þau lið sem enda í þriðja og fjórða sæti fara í umspil um sæti á EM. Þar bíður einvígi gegn einu af átta bestu liðunum úr C-deild í undanúrslitum og svo annað hvort einvígi gegn liði úr B eða C deild í úrslitum. Þá munu þau lið sem enda í neðstu sætum sinna riðla í A-deildinni falla niður í B-deild. Ísland mun því alltaf, að minnsta kosti, fara í umspil um laust sæti á EM. Gyllta gæsin er hins vegar að enda í einum af tveimur efstu sætum riðilsins og tryggja sér beinan farmiða á mótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. „Auðvitað stefnum við að komast beint á EM, aðalmarkmiðið snýr að því að komast á EM, sama hvaða leið við förum að því markmiði, en stefnan er sett á annað af þessum efstu tveimur sætum riðilsins. Þessi riðill gefur okkur vonandi tækifæri til þess. Maður býst við harðri baráttu um þetta annað sæti milli okkar, Austurríkis og væntanlega Póllands líka. Heilt yfir er þetta bara fínasta niðurstaða fyrir okkur. Ég er því þokkalega bjartsýnn.“ Glódís Perla, landsliðsfyrirliði, fagnar með samherjum sínum í íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm Þétt spilað sem hentar okkur vel Það verður leikið þétt í undankeppninni. Fyrstu umferðir riðlakeppninnar fara fram í næsta mánuði og svo tekur við hvert landsliðsverkefnið á fætur öðru og í júlí mun svo riðlakeppninni ljúka. Þá skýrast næstu skref fyrir íslenska landsliðið. Hvort það fari beint á EM eða taki þátt í umspili. Hvernig finnst þér liðið í stakk búið til að hefja þessa undankeppni? „Miðað við ástandið á leikmannahópnum lítur þetta bara vel út. Það er kannski bara betra fyrir okkur að það sé stutt á milli leikja eins og var til dæmis raunin síðasta haust. Það hjálpaði okkur að tíminn sem leið á milli leikja var ekki svo langur. Ég á von á því að þetta hjálpi okkur frekar en hitt. Að hafa styttra á milli leikja. Að við séum ekki að fá ryð í hópinn. Heldur að það séu bara fjórar vikur milli leikja. Ég held að það hjálpi okkur, gefi okkur betri möguleika á því að vera samstilltari í hverju verkefni fyrir sig.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss og fór svo að liðið verður með áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands, Austurríki og Póllandi í riðli. „Þetta er fínt heilt yfir,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um riðilinn sem Ísland dróst í. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að leikirnir á móti Þýskalandi verða býsna erfiðir. Þetta er lið sem við vorum með núna síðast í Þjóðadeildinni. Þá öttum við kappi gegn Austurríki á útivelli í fyrra og unnum þær 1-0 í hörkuleik. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands telur mögueikana góða í krefjandi riðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undankeppni EM 2025Vísir/Sigurjón Ólason Við vitum að Austurríki býr yfir hörkuliði, þær sýndu mátt sinn og megin í Þjóðadeildinni núna síðast. Þá spiluðum æfingaleik við Pólverjana fyrir síðasta Evrópumót. Unnum þær þar. Þetta pólska lið er gott, með góða leikmenn innanborðs. Auðvitað eru þetta allt sterkar þjóðir í þessari A-deild og er maður því heilt yfir sáttur með þennan riðil.“ Klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland slapp við að enda í riðli með heimsmeisturum Spánar eða í sannkölluðum martraðarriðli með Englandi og Frakklandi innanborðs. Hvernig var fyrir þig að fylgjast með drættinum og horfa mögulega upp á að lenda í þessum martraðarriðli? „Þegar að það var búið að draga fyrstu tvær þjóðirnar úr okkar styrkleikaflokki og sá næst möguleika á að lenda í riðli með Englendingum og Frökkum, þá var það klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í. Sem betur fer enduðu Svíarnir þar. Maður var bara sáttur við að sleppa við að enda í þeim riðli. Það var mjög gott.“ Bryndís Arna og Sveindís Jane fagna jöfnunarmarki Íslands gegn Serbíu á dögunumVísir/Hulda Margrét Margar leiðir á EM Sú breyting hefur orðið á undankeppninni að hún er beintengd við árangur í Þjóðadeildinni. Þar stendur Ísland vel að vígi og ávinningur liðsins af því að bera sigur úr býtum gegn Serbíu, í einvígi liðanna um laust sæti í A-deild, að koma betur og betur í ljós. Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en þau lið sem enda í þriðja og fjórða sæti fara í umspil um sæti á EM. Þar bíður einvígi gegn einu af átta bestu liðunum úr C-deild í undanúrslitum og svo annað hvort einvígi gegn liði úr B eða C deild í úrslitum. Þá munu þau lið sem enda í neðstu sætum sinna riðla í A-deildinni falla niður í B-deild. Ísland mun því alltaf, að minnsta kosti, fara í umspil um laust sæti á EM. Gyllta gæsin er hins vegar að enda í einum af tveimur efstu sætum riðilsins og tryggja sér beinan farmiða á mótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. „Auðvitað stefnum við að komast beint á EM, aðalmarkmiðið snýr að því að komast á EM, sama hvaða leið við förum að því markmiði, en stefnan er sett á annað af þessum efstu tveimur sætum riðilsins. Þessi riðill gefur okkur vonandi tækifæri til þess. Maður býst við harðri baráttu um þetta annað sæti milli okkar, Austurríkis og væntanlega Póllands líka. Heilt yfir er þetta bara fínasta niðurstaða fyrir okkur. Ég er því þokkalega bjartsýnn.“ Glódís Perla, landsliðsfyrirliði, fagnar með samherjum sínum í íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm Þétt spilað sem hentar okkur vel Það verður leikið þétt í undankeppninni. Fyrstu umferðir riðlakeppninnar fara fram í næsta mánuði og svo tekur við hvert landsliðsverkefnið á fætur öðru og í júlí mun svo riðlakeppninni ljúka. Þá skýrast næstu skref fyrir íslenska landsliðið. Hvort það fari beint á EM eða taki þátt í umspili. Hvernig finnst þér liðið í stakk búið til að hefja þessa undankeppni? „Miðað við ástandið á leikmannahópnum lítur þetta bara vel út. Það er kannski bara betra fyrir okkur að það sé stutt á milli leikja eins og var til dæmis raunin síðasta haust. Það hjálpaði okkur að tíminn sem leið á milli leikja var ekki svo langur. Ég á von á því að þetta hjálpi okkur frekar en hitt. Að hafa styttra á milli leikja. Að við séum ekki að fá ryð í hópinn. Heldur að það séu bara fjórar vikur milli leikja. Ég held að það hjálpi okkur, gefi okkur betri möguleika á því að vera samstilltari í hverju verkefni fyrir sig.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira