Andaði léttar er martraðarriðill þaut hjá Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 07:21 Íslensku stelpurnar fagna marki á móti Serbíu á Kópavogsvellinum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var í pottinum þegar dregið var í undankeppni EM 2025 í fótbolta í gær. Landsliðsþjálfarinn andaði léttar eftir að Ísland slapp við sannkallaðan martraðarriðil. Áttfaldir Evrópumeistarar bíða þó Stelpnanna okkar. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss og fór svo að liðið verður með áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands, Austurríki og Póllandi í riðli. „Þetta er fínt heilt yfir,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um riðilinn sem Ísland dróst í. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að leikirnir á móti Þýskalandi verða býsna erfiðir. Þetta er lið sem við vorum með núna síðast í Þjóðadeildinni. Þá öttum við kappi gegn Austurríki á útivelli í fyrra og unnum þær 1-0 í hörkuleik. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands telur mögueikana góða í krefjandi riðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undankeppni EM 2025Vísir/Sigurjón Ólason Við vitum að Austurríki býr yfir hörkuliði, þær sýndu mátt sinn og megin í Þjóðadeildinni núna síðast. Þá spiluðum æfingaleik við Pólverjana fyrir síðasta Evrópumót. Unnum þær þar. Þetta pólska lið er gott, með góða leikmenn innanborðs. Auðvitað eru þetta allt sterkar þjóðir í þessari A-deild og er maður því heilt yfir sáttur með þennan riðil.“ Klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland slapp við að enda í riðli með heimsmeisturum Spánar eða í sannkölluðum martraðarriðli með Englandi og Frakklandi innanborðs. Hvernig var fyrir þig að fylgjast með drættinum og horfa mögulega upp á að lenda í þessum martraðarriðli? „Þegar að það var búið að draga fyrstu tvær þjóðirnar úr okkar styrkleikaflokki og sá næst möguleika á að lenda í riðli með Englendingum og Frökkum, þá var það klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í. Sem betur fer enduðu Svíarnir þar. Maður var bara sáttur við að sleppa við að enda í þeim riðli. Það var mjög gott.“ Bryndís Arna og Sveindís Jane fagna jöfnunarmarki Íslands gegn Serbíu á dögunumVísir/Hulda Margrét Margar leiðir á EM Sú breyting hefur orðið á undankeppninni að hún er beintengd við árangur í Þjóðadeildinni. Þar stendur Ísland vel að vígi og ávinningur liðsins af því að bera sigur úr býtum gegn Serbíu, í einvígi liðanna um laust sæti í A-deild, að koma betur og betur í ljós. Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en þau lið sem enda í þriðja og fjórða sæti fara í umspil um sæti á EM. Þar bíður einvígi gegn einu af átta bestu liðunum úr C-deild í undanúrslitum og svo annað hvort einvígi gegn liði úr B eða C deild í úrslitum. Þá munu þau lið sem enda í neðstu sætum sinna riðla í A-deildinni falla niður í B-deild. Ísland mun því alltaf, að minnsta kosti, fara í umspil um laust sæti á EM. Gyllta gæsin er hins vegar að enda í einum af tveimur efstu sætum riðilsins og tryggja sér beinan farmiða á mótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. „Auðvitað stefnum við að komast beint á EM, aðalmarkmiðið snýr að því að komast á EM, sama hvaða leið við förum að því markmiði, en stefnan er sett á annað af þessum efstu tveimur sætum riðilsins. Þessi riðill gefur okkur vonandi tækifæri til þess. Maður býst við harðri baráttu um þetta annað sæti milli okkar, Austurríkis og væntanlega Póllands líka. Heilt yfir er þetta bara fínasta niðurstaða fyrir okkur. Ég er því þokkalega bjartsýnn.“ Glódís Perla, landsliðsfyrirliði, fagnar með samherjum sínum í íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm Þétt spilað sem hentar okkur vel Það verður leikið þétt í undankeppninni. Fyrstu umferðir riðlakeppninnar fara fram í næsta mánuði og svo tekur við hvert landsliðsverkefnið á fætur öðru og í júlí mun svo riðlakeppninni ljúka. Þá skýrast næstu skref fyrir íslenska landsliðið. Hvort það fari beint á EM eða taki þátt í umspili. Hvernig finnst þér liðið í stakk búið til að hefja þessa undankeppni? „Miðað við ástandið á leikmannahópnum lítur þetta bara vel út. Það er kannski bara betra fyrir okkur að það sé stutt á milli leikja eins og var til dæmis raunin síðasta haust. Það hjálpaði okkur að tíminn sem leið á milli leikja var ekki svo langur. Ég á von á því að þetta hjálpi okkur frekar en hitt. Að hafa styttra á milli leikja. Að við séum ekki að fá ryð í hópinn. Heldur að það séu bara fjórar vikur milli leikja. Ég held að það hjálpi okkur, gefi okkur betri möguleika á því að vera samstilltari í hverju verkefni fyrir sig.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss og fór svo að liðið verður með áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands, Austurríki og Póllandi í riðli. „Þetta er fínt heilt yfir,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um riðilinn sem Ísland dróst í. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að leikirnir á móti Þýskalandi verða býsna erfiðir. Þetta er lið sem við vorum með núna síðast í Þjóðadeildinni. Þá öttum við kappi gegn Austurríki á útivelli í fyrra og unnum þær 1-0 í hörkuleik. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands telur mögueikana góða í krefjandi riðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undankeppni EM 2025Vísir/Sigurjón Ólason Við vitum að Austurríki býr yfir hörkuliði, þær sýndu mátt sinn og megin í Þjóðadeildinni núna síðast. Þá spiluðum æfingaleik við Pólverjana fyrir síðasta Evrópumót. Unnum þær þar. Þetta pólska lið er gott, með góða leikmenn innanborðs. Auðvitað eru þetta allt sterkar þjóðir í þessari A-deild og er maður því heilt yfir sáttur með þennan riðil.“ Klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland slapp við að enda í riðli með heimsmeisturum Spánar eða í sannkölluðum martraðarriðli með Englandi og Frakklandi innanborðs. Hvernig var fyrir þig að fylgjast með drættinum og horfa mögulega upp á að lenda í þessum martraðarriðli? „Þegar að það var búið að draga fyrstu tvær þjóðirnar úr okkar styrkleikaflokki og sá næst möguleika á að lenda í riðli með Englendingum og Frökkum, þá var það klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í. Sem betur fer enduðu Svíarnir þar. Maður var bara sáttur við að sleppa við að enda í þeim riðli. Það var mjög gott.“ Bryndís Arna og Sveindís Jane fagna jöfnunarmarki Íslands gegn Serbíu á dögunumVísir/Hulda Margrét Margar leiðir á EM Sú breyting hefur orðið á undankeppninni að hún er beintengd við árangur í Þjóðadeildinni. Þar stendur Ísland vel að vígi og ávinningur liðsins af því að bera sigur úr býtum gegn Serbíu, í einvígi liðanna um laust sæti í A-deild, að koma betur og betur í ljós. Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en þau lið sem enda í þriðja og fjórða sæti fara í umspil um sæti á EM. Þar bíður einvígi gegn einu af átta bestu liðunum úr C-deild í undanúrslitum og svo annað hvort einvígi gegn liði úr B eða C deild í úrslitum. Þá munu þau lið sem enda í neðstu sætum sinna riðla í A-deildinni falla niður í B-deild. Ísland mun því alltaf, að minnsta kosti, fara í umspil um laust sæti á EM. Gyllta gæsin er hins vegar að enda í einum af tveimur efstu sætum riðilsins og tryggja sér beinan farmiða á mótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. „Auðvitað stefnum við að komast beint á EM, aðalmarkmiðið snýr að því að komast á EM, sama hvaða leið við förum að því markmiði, en stefnan er sett á annað af þessum efstu tveimur sætum riðilsins. Þessi riðill gefur okkur vonandi tækifæri til þess. Maður býst við harðri baráttu um þetta annað sæti milli okkar, Austurríkis og væntanlega Póllands líka. Heilt yfir er þetta bara fínasta niðurstaða fyrir okkur. Ég er því þokkalega bjartsýnn.“ Glódís Perla, landsliðsfyrirliði, fagnar með samherjum sínum í íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm Þétt spilað sem hentar okkur vel Það verður leikið þétt í undankeppninni. Fyrstu umferðir riðlakeppninnar fara fram í næsta mánuði og svo tekur við hvert landsliðsverkefnið á fætur öðru og í júlí mun svo riðlakeppninni ljúka. Þá skýrast næstu skref fyrir íslenska landsliðið. Hvort það fari beint á EM eða taki þátt í umspili. Hvernig finnst þér liðið í stakk búið til að hefja þessa undankeppni? „Miðað við ástandið á leikmannahópnum lítur þetta bara vel út. Það er kannski bara betra fyrir okkur að það sé stutt á milli leikja eins og var til dæmis raunin síðasta haust. Það hjálpaði okkur að tíminn sem leið á milli leikja var ekki svo langur. Ég á von á því að þetta hjálpi okkur frekar en hitt. Að hafa styttra á milli leikja. Að við séum ekki að fá ryð í hópinn. Heldur að það séu bara fjórar vikur milli leikja. Ég held að það hjálpi okkur, gefi okkur betri möguleika á því að vera samstilltari í hverju verkefni fyrir sig.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira